Bólu­setningar gegn kóróna­veirunni ganga afar vel og er nú farið að hilla undir að við sjáum fram á að dag­legt líf komist í samt lag á ný. Við höfum barist við veiruna og af­leiðingar hennar í á annað ár og margir fært miklar fórnir. Það sem hefur skipt sköpum og án nokkurs vafa komið okkur í gegnum þetta er sam­staðan í sam­fé­laginu.

Í­þrótta­hreyfingin hefur unnið ó­trú­lega þétt og vel saman til að vernda starfið um allt land, sér­stak­lega hefur hún staðið vörð um skipu­lagt í­þrótta­starf barna og ung­menna á­samt stjórn­völdum sem hafa stutt gríðar­lega vel við starfið.

En þótt lífið sé að komast í samt lag þá megum við ekki slaka á. Þvert á móti verðum við að vera vakandi og horfa til fram­tíðar með það fyrir augum að halda á­fram að styrkja í­þrótta­starf á Ís­landi. Það er nefni­lega alltaf hægt að gera betur og fjöl­mörg tæki­færi til staðar.

Fjár­mögnun er lykil­þátturinn í því að halda úti starfi í­þrótta­fé­laga. Í­þrótta­hreyfingin á með fleirum fyrir­tækin Ís­lenska get­spá og Ís­lenskar get­raunir. Af­koma þessara fyrir­tækja skilar mánaðar­legum greiðslum til í­þrótta­fé­laga um allt land og auka­greiðslum þegar vel gengur. Þetta er ó­metan­legur stuðningur.

Styðjum við ís­lensk í­þrótta­fé­lög! Það er sam­fé­lagi okkar til góða.