Sum fyr­ir­bær­i eru þann­ig að þótt öllu hugs­and­i fólk­i að hljót­i að vera ljóst að um full­komn­a vit­leys­u sé að ræða, dett­ur fáum í hug að færa þann sann­leik­a í orð. Eitt þess­ar­a fyr­ir­bær­a eru strand­veið­ar. Þær eru róm­ant­ísk­ar og upp­hefj­a karl­mennsk­un­a í nú­tím­a sem hef­ur gert ó­þarf­an hinn raun­ver­u­leg­a öld­u­stíg­and­i ís­lensk­a sjó­mann.

Eða hvor er meir­i hold­gerv­ing­ur karl­mennsk­unn­ar; skeggj­að­i trill­u­karl­inn eða hip­ster­inn sem stýr­ir hval­a­skoð­un­ar­bátn­um? Hið sann­a er að við­skipt­a­vin­ur hip­ster­ans er marg­falt verð­mæt­ar­i fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Ekki að­eins í krón­um tal­ið, því á með­an við­skipt­a­vin­ur hip­sters­ins yf­ir­gef­ur land­ið upp­num­inn af því sem land­ið okk­ar hef­ur upp á að bjóð­a - sem hverg­i er feg­urr­a en und­an strönd­um lands­ins - fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt og skil­ur ekk­ert í upp­hafn­ing­unn­i á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urð­um.

Strand­veið­ar kom­ust í tísk­u með­al ís­lenskr­a stjórn­mál­a­flokk­a þeg­ar fólk­ið í land­in­u fór að krefj­ast upp­stokk­un­ar á kvót­a­kerf­in­u. Sum­ir flokk­ar virð­ast hald­a í þá von að kjós­end­ur trúi að strand­veið­i­flot­inn geti tek­ið yfir all­ar fisk­veið­ar við land­ið og það sé bein­lín­is á­kjós­an­legt vegn­a þess hve vond­ar stór­út­gerð­irn­ar eru. Aðrir hald­a því enn fram að strand­veið­ar séu líf­æð hinn­a dreifð­u strand­byggð­a, þrátt fyr­ir að veit­a ör­fá­um at­vinn­u yfir blá­sum­ar­ið.

Sann­leik­ur­inn um strand­veið­ar hef­ur hins veg­ar ver­ið flest­um kunn­ur leng­i. Fyr­ir ár­a­tug lýst­u nokkr­ir hag­fræð­ing­ar strand­veið­um sem ól­ymp­ísk­um veið­um sem leidd­u til kapp­hlaups um afla sem hækk­i sókn­ar­kostn­að, lækk­i verð­mæt­i afla og hvetj­i til brott­kasts.

Síð­an þess­i grein­ing birt­ist árið 2011 hef­ur lít­ið far­ið fyr­ir vönd­uð­um rann­sókn­um á strand­veið­um, hver raun­ver­u­leg­ur á­vinn­ing­ur þeirr­a sé fyr­ir at­vinn­u­líf á þeim land­svæð­um sem þær eru stund­að­ar, á gæð­um og verð­mæt­um afl­ans og hvort strand­veið­ar séu í raun jafn um­hverf­is­væn­ar og marg­ir hald­a fram.

Með upp­gang­i ferð­a­þjón­ust­unn­ar und­an­far­in ár hafa hin­ar dreifð­u byggð­ir lands­ins feng­ið vett­vang sem þétt­býl­ið get­ur ekki keppt við. Aust­ur­völl­ur sel­ur ekki kaff­i við heim­skauts­baug og eng­inn stenst stað­kunn­ug­u heim­a­fólk­i snún­ing við að fylgj­a ferð­a­mönn­um um nátt­úr­u­perl­ur í sinn­i heim­a­byggð.

Fyr­ir fram­tíð­in­a er svo mikl­u meir­a vit í að byggj­a öfl­ugr­i inn­við­i fyr­ir ferð­a­þjón­ust­u um allt land en að við­hald­a trú­ar­brögð­um um úr­elt­an at­vinn­u­rekst­ur sem eng­inn trú­ir á í raun og veru.

Önnur bylt­ing styð­ur einn­ig þess­a á­lykt­un. Sú kyn­slóð sem nýt­ir kosn­ing­a­rétt sinn í fyrst­a skipt­i næst­a haust hef­ur mun sterk­ar­i á­byrgð­ar­til­finn­ing­u gagn­vart um­hverf­in­u en eldri kyn­slóð­ir. Hún er marg­falt lík­legr­i til að taka af­stöð­u með um­hverf­in­u í öll­um neysl­u­hátt­um. Æ fleir­i munu ger­ast veg­an á næst­u árum og neyt­end­um fisks og kjöts mun hald­a á­fram að fækk­a.

Þess­i þró­un mun aug­ljós­leg­a hafa á­hrif á land­bún­að og sjáv­ar­út­veg og þar með at­vinn­u­veg­i á lands­byggð­inn­i og byggð­a­þró­un í land­in­u. Stjórn­mál­a­flokk­ar verð­a að horf­ast í augu við þett­a við út­færsl­u stefn­u­mál­a sinn­a fyr­ir kom­and­i kosn­ing­ar.

Sókn­ar­fær­i lands­byggð­ar­inn­ar liggj­a í feg­urð­inn­i og sér­stöð­unn­i sem gest­ir okk­ar sækj­a í. Þar á lands­byggð­in fram­tíð­in­a, enda óumdeilt að flestir staðir landsins eru fegurri en Reykjavík.