Spennan og orkan var á­þreifan­leg í loftinu, næstum því snertan­leg. Því­lík upp­söfnuð orka sem hér er að leysast úr læðingi, hugsaði ég þar sem ég var stödd á Drag Djók-við­burði í tengslum við Hin­segin daga.

Kannski ekki ó­svipað kvikunni sem hefur legið undir niðri en fær svo loksins tæki­færi til að brjótast upp á yfir­borðið, lýsa upp um­hverfið í allri sinni dýrð og móta nýtt land.

Í því sam­hengi er frekar erfitt að skilja hvers vegna það er ekki jafn sjálf­sagt að njóta sköpunar­gleði móður náttúru í okkur mann­fólkinu eins og í eld­gosi.
Páll Óskar Hjálm­týs­son orðar það vel þegar hann þakkar móður náttúru „fyrir að hafa búið okkur til ná­kvæm­lega eins og við erum“. Það er ó­mögu­legt að á­kveða það hvernig hver og ein manneskja eigi að lifa lífi sínu eða elska.

Það er engin „ríkis­leið“ til varðandi það! Við elskum bara og erum eins og við erum. Það er í raun ekki flóknara en það í mínum huga, svo framar­lega sem við sköðum ekki aðra.

Það var dá­sam­legt að finna þá sam­stöðu og kær­leik sem ríkti í mið­bænum í gleði­göngunni. Sem dæmi um það langaði son minn mikið í fána sem reyndist erfitt að finna til kaups en á sama augna­bliki höfðu tvær konur gefið honum fána.

Takk fyrir!


Ef okkur tekst að móta sam­fé­lagið í þeim anda sem ríkir í gleði­göngu þá verður það gott sam­fé­lag!

Næstu helgi ætla ég að ganga í það heilaga með ástinni minni og óska öllum sömu tæki­færa til gleði og stolts yfir því að vera sköpuð ná­kvæm­lega svona.