Hressandi á­minning var að hitta fyrir kjós­endur á Eski­firði um daginn þar sem menn höfðu á­hyggjur af upp­gangi vinstri­flokkanna í komandi kosningum. Ótti manna er skiljan­legur. Hætta á fjöl­flokka vinstri­stjórn er raun­veru­leg. Vinstri­­flokk­arnir vaða uppi í fjöl­miðlum undir for­ystu skæru­liða þeirra vinstri­manna, Gunnars Smára. Og þar lofa þeir öllu fögru. Hvers kyns upp­hlaup yrði til að skapa sundrung og ó­sætti í sam­fé­laginu.

Ó­stöðug fjöl­flokka vinstri­stjórn?

Það er auð­vitað rök­rétt, að fólkið í landinu hafi á­hyggjur af komandi kosningum. Blöðin greina þessa dagana frá könnunum um að fylgi fram­boða sé í járnum, mjótt á mun­um og smá­­vægi­­leg­ustu fylg­is­breyt­ing­ar hefðu tölu­verðar af­­leiðing­ar, bæði á þing­manna­fjölda og niður­stöðu. Við gætum setið uppi með fimm eða sex flokka ríkis­stjórn til vinstri þar sem stöðugt ó­sam­lyndi knýr á dyr stjórnar­slita.

Þar væri efna­hags­legur árangur og stöðug­leiki síðustu ára lagður að veði. Um það vitna vinstri­s­lys fyrri ára. Hafa menn gleymt óða­verð­bólgu vinstri­stjórnanna frá 1978-1983 þegar niður­rifs­öflin réðu ríkjum? Og rökkur­heimar Jóhönnu­stjórnar hræða enn.

Þær þúsundir sem koma að at­vinnu­lífi lands­byggðar hafa skiljan­lega á­hyggjur. Sjávar­út­vegur, fisk­eldi, land­búnaður, ál­ver, orku- og iðnaðar­upp­bygging sæta stöðugum á­rásum vinstri­manna með hótunum um sí­fellt auknar tak­markanir, hindranir og á­lögur. Borgar­systurnar Sundrung og Ó­sætti.

Öllum er hollt að horfa til ó­stjórnar og hneykslis­mála hjá Reykja­víkur­borg þeirra Sam­fylkingar­manna og fylgi­nauta, þar sem hvert tæki­færi er nýtt til að hnýta í lands­byggðina. Þar hefur lands­byggðin þurft í­trekað slá skjald­borg um flug­völl allra lands­manna.

Undir slíkum kring­um­stæðum hlýtur at­vinnu­rekstur að velta fyrir sér efna­hags­legum stöðug­leika. Spor vinstri­flokkanna hræða vegna á­ætlana um stór­aukna skatt­heimtu á at­vinnu­starf­semi, meira og flóknara reglu­verk og aukin ríkis­af­skipti og mið­stýringu. Á­fram land tæki­færa!

Við sjáum nú að ís­lenskt efna­hags­líf er á góðum vegi til efna­hags­legrar endur­reisnar. Jafn­vel nú á tímum heims­far­aldurs hefur hag­kerfið sýnt sterkan við­náms­þrótt og vöxt í öðrum út­flutningi en ferða­þjónustu. Heimilin og fyrir­tækin hafa verið varin á­föllum og út­lit er fyrir meiri hag­vöxt en áður var reiknað með.

Við Esk­firðinga og aðra segi ég: Hlustum ekki á sundur­lyndis­öflin. Full á­stæða er til bjart­sýni ef haldið er á­fram að fylgja efna­hags­stefnu sem Sjálf­stæðis­flokkurinn hefur góðu heilli haft for­ystu um síðustu árin. Einungis þannig verður Ís­land á­fram land tæki­færanna.