Ham­fara­hlýnunin sem nú er hafin er stærsta ógnin sem mann­kynið stendur frammi fyrir og við höfum innan við tíu ár til að grípa til rót­tækra að­gerða til að forðast skelfi­legar af­leiðingar. Þær munu hafa á­hrif á orku­notkun, fram­leiðslu­ferla, vinnu­markaðinn og neyslu­venjur. Sam­tök launa­fólks verða því að koma að stefnu­mótun lofts­lags­að­gerða sem munu hafa á­hrif á launa­fólk og al­menning.

Með rétt­látum um­skiptum (e. Just Transition) tryggjum við hags­muni launa­fólks og al­mennings þegar farið verður í lífs­nauð­syn­legar breytingar og sköpum þar með betri sátt um þær. Í ein­földu máli snúast rétt­lát um­skipti um að há­marka á­hrif lofts­lags­að­gerða til að ná kol­efnis­hlut­leysi en lág­marka nei­kvæð á­hrif þeirra á launa­fólk og al­menning.

Sköpun grænna og góðra starfa þýðir að störfin séu launuð með sann­gjörnum hætti, starfs­fólkið njóti vinnu­markaðs­tengdra réttinda og geti haft á­hrif á starfs­að­stæður sínar. Gera þarf fólki kleift að efla þekkingu sína og færni fyrir ný eða breytt störf vegna lofts­lags­að­gerða og sjálf­virkni­væðingar.

Þegar hag­rænum hvötum er beitt þarf að gæta að því að fólk í lægri tekju­hópum beri ekki hlut­falls­lega þyngri byrðar. Slíkar að­gerðir kunna að vera nauð­syn­legar en þá þarf að beita mót­vægis­að­gerðum sem geta falist í því að ríki fjár­festi í sam­bæri­legum lof­lags­vænum lausnum í stað þeirrar sem verið er að skatt­leggja eða nýti hluta af tekjum af lofts­lags­sköttum í bein­greiðslur til heimila sem á­lögurnar lenda harðast á.

BSRB, ASÍ og BHM gáfu ný­verið út skýrslu um rétt­lát um­skipti þar sem lagt er til að stofnaður verði form­legur vett­vangur aðila vinnu­markaðarins og stjórn­valda til að móta stefnu og að­gerðir fyrir rétt­lát um­skipti og fylgja þeim eftir. Við megum engan tíma missa og verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr losun án þess að ógna af­komu- og at­vinnu­öryggi launa­fólks.