Náttúran er það dýr­mætasta sem við eigum. Við erum ekki æðri náttúrunni heldur erum við hluti af henni. Náttúran er undir­staða okkar til­veru og vel­sældar. Á þessu byggir frasinn „náttúran á á­vallt að njóta vafans“. Þessar stað­reyndir virðast oft gleymast í um­ræðunni og á­kvarðana­töku um auð­linda­nýtingu og orku­fram­leiðslu. Nú þegar við stöndum frammi fyrir hnatt­rænni lofts­lag­s­krísu og mestu eyði­leggingu vist­kerfa í mann­kyns­sögunni er lausnin ekki að eyði­leggja meiri náttúru. Svo ein­falt er það!

Ó­fag­leg vinnu­brögð og gölluð rök

Ríkis­stjórnin náði sátt um hvernig ætti að af­greiða 3. á­fanga ramma­á­ætlunar og keyrði hann í gegnum þingið á ör­skots­stundu rétt fyrir þing­lok. Brugðið var frá því fag­lega mati sem verk­efna­hópur ramma­á­ætlunar lagði fram. Slíkt er ekki ó­eðli­legt enda kveða lögin á um að þingið megi leggja til breytingar. En þegar brugðið er frá þver­fag­legu mati hlýtur að þurfa að standa vel að því.

Einn virkjana­kostur var færður úr bið­flokki í nýtingar­flokk, fimm voru færðir úr verndar­flokki í bið­flokk, og þrír úr nýtingar­flokki yfir í bið­flokk. Rökin fyrir til­færslunum eru veik; haldið er fram að verndar­gildi kunni að hafa verið of­metið og látið er eins og vafi sé á um lög­mæti mats á ein­staka kostum, þrátt fyrir að gögn frá ráðu­neytinu segi annað.

Rétt­lætingar til­færslnanna halda ein­fald­lega ekki vatni. Þau svæði sem búið er að meta sem svo að þau eigi skilið frið­lýsingu, á ekki að færa úr verndar­flokki án þess að eitt­hvað nýtt hafi komið fram sem dregur veru­lega úr verndar­gildi svæðisins. En þetta var ekki raunin. Ef eitt­hvað er þá hefur verndar­gildið einungis aukist, þar sem sótt er harðar að náttúrunni með hverju árinu, bæði hérna á Ís­landi og á heims­vísu. Þetta kemur skýrt fram í fjöl­mörgum skýrslum frá IUCN, IP­BES, IPCC, WEF og fleiri al­þjóð­legum stofnunum.

Ó­á­sættan­legt að skýla sér á bak við skuld­bindingar Ís­lands

Það að ná skuld­bindingum og mark­miðum Ís­lands í lofts­lags­málum er ekki gild af­sökun fyrir því að færa virkjana­kosti milli flokka. Lofts­lags­málin snúast um svo miklu meira en orku­skiptin sem ná einungis til tæp­lega 12% losunar Ís­lands. Auð­vitað þurfum við að losa okkur við jarð­efna­elds­neytið, en það eru til svo miklu fleiri lausnir til þess heldur en að auka raf­orku­fram­leiðslu. Við þurfum nauð­syn­lega að auka í­myndunar­aflið okkar og endur­teikna mörkin sem við drögum utan um það sem við teljum raun­hæft. Í stað þess að skipta út öllum bensín- og dísil­bílum fyrir raf­bíla ættum við að fækka bílum. Í stað þess að halda á­fram að verja um 80% allrar raf­orku sem við fram­leiðum í stór­iðju ættum við að veita henni í sjálf­bærari far­vegi. Það sama mætti segja um raf­mynta­gröft og svona mætti lengi draga upp mögu­legar fram­tíðar­sviðs­myndir.

Flestar þær sviðs­myndir sem hafa verið settar fram til þessa, til dæmis í Græn­bók um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráðu­neytisins um stöðu og á­skoranir Ís­lands í orku­málum, gera ráð fyrir að sam­fé­lagið og hag­kerfið okkar muni undir­gangast mjög litlar breytingar og að þess vegna muni orku­þörfin aukast veru­lega. Þetta hefur verið gagn­rýnt af hinum ýmsu sér­fræðingum, svo sem Bjarna Bjarna­­syni, for­­stjóra Orku­veitu Reykja­­­ví­kur, og ný­lega Ágústu Jóns­dóttur, stjórnar­með­lim hjá Land­vernd, með reikni­hermi sem sýnir fram á að þær for­sendur sem hafðar eru til grund­vallar fyrir þessum spám eru vægast sagt of­metnar.

Breytum sam­fé­laginu – ekki náttúrunni

Það að takast á við lofts­lags­vána á full­nægjandi hátt mun krefjast ýmiss konar breytinga. En þessar breytingar eiga ekki að fela í sér eyði­leggingu á náttúrunni heldur breytingar í sam­fé­laginu og hag­kerfinu. Með náttúruna raun­veru­lega í hjarta þurfa stjórn­völd að taka ó­vin­sælar á­kvarðanir. Þó að eyði­legging á náttúrunni skili auknu fjár­hags­legu verð­mæti undir nú­verandi hag­kerfi, þá er hag­kerfi heimsins að breytast og við verðum einungis upp­vís að því að hafa pissað í skóna þegar fram líður, ef við gröndum meiri náttúru.

Höfundar þessarar greinar voru ekki svo heppin að fá að kynnast ó­snortnu náttúrunni á Vestur­­ör­æfum áður en Kára­hnjúka­virkjun sökkti svæðinu að stórum hluta. Það stingur í hjartað að hugsa til þess að við munum aldrei geta notið þess. Koma þarf í veg fyrir að fleiri ó­metan­leg náttúru­svæði verði eyði­lögð. Fram­tíðar­kyn­slóðir eiga ekki að þurfa að upp­lifa sömu sorg og við finnum fyrir gagn­vart Vestur­ör­æfum heldur eiga þær að fá að njóta þeirra náttúru­ger­sema sem eftir eru á Ís­landi um ó­komna tíð.

Finnur Ricart Andrason er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og Þorgerður María Þorbjarnardóttir situr í stjórn Landverndar.