Bar­áttan fyrir frelsi kvenna snýst um yfir­­ráð þeirra yfir líkama sínum og lífi. Að konur hafi sjálfs­á­­kvörðunar­rétt í eigin lífi. Lög­­festing réttinda og að­­gengi að nauð­­syn­­legri heil­brigðis­­þjónustu er for­­senda þess að mann­réttindi séu virt. Frelsi kvenna og sjálfs­á­­kvörðunar­réttur fer einnig hönd í hönd með fjár­hags­­legu sjálf­­stæði þeirra. Oftar en ekki ræður fjár­hags­­leg staða kvenna miklu um raun­veru­­legt frelsi þeirra.

Meiri­hluti Hæsta­réttar Banda­­ríkjanna á­kvað í liðinni viku að nema úr gildi stjórnar­­skrár­bundinn rétt kvenna til þungunar­rofs. Það þýðir að þau réttindi eru nú háð á­­kvörðunum ríkis­þinga. Nú þegar hafa lög tekið gildi í mörgum ríkjum sem leggja nær undan­­tekningar­­laust bann við þungunar­rofi. Dómara og stjórn­­mála­­menn varðar hvorki um nauðganir, sifja­­spell né líf og heilsu kvenna. Þau eru drifin á­­fram af öfga­­sinnaðri bók­stafs­­trú en ekki hug­­myndum réttar­­ríkisins. Það eiga þau reyndar sam­eigin­­legt með bók­stafs­­trúar­­mönnum um allan heim, hvort sem þeir til­­heyra kristinni eða kaþólskri kirkju, íslam eða hindú­­isma. Bak­slagið er víðar en í Banda­­ríkjunum eins og dæmin sanna, en á­­fallið er þyngra þegar í hlut á land sem hefur lengið gefið sig út fyrir að vera í for­ystu lýð­ræðis í heiminum.

Um allan heim eiga kven­réttindi og mann­réttindi minni­hluta­hópa í vök að verjast. Pólitísku of­beldi vex ás­­megin og réttar­bætur sem sóttar hafa verið á liðnum ára­tugum eru í hættu. Það á líka við um mann­réttindi hin­­segin fólks. Á Ís­landi eru einungis þrjú ár frá því að Al­þingi tryggði réttinn til þungunar­rofs án tak­­markana sem áður höfðu verið í gildi. Það var löngu tíma­bær og nauð­­syn­­leg réttar­bót. Nú reynir á stjórn­­mála­hreyfingar sem styðja kven­­frelsi og mann­réttindi allra hópa í sam­­fé­laginu. Ís­­lensk stjórn­völd verða að tala skýrt á al­­þjóð­­legum vett­vangi gegn þeim sem hrifsa mann­réttindi af fólki. Við í Sam­­fylkingunni munum ekki gefa neitt eftir í þeirri bar­áttu. Henni er sannar­­lega ekki lokið.


Höfundur er þing­kona Sam­fylkingarinnar.