Það eru þó nokkur ár síðan fólk áttaði sig á því að hægt er að panta á­fengi að utan og láta senda það heim að dyrum án að­komu ÁTVR. Þetta bara smám saman gerðist, margir hafa nýtt sér þessa leið og and­stætt þeim hrak­spám sem koma venju­lega þegar boðuð eru skref í átt til frjáls­ræðis í þessum málum, þá höfum við hvorki farið í hundana né misst tökin. Nú hefur fyrir­tæki fundið leið til þess að gera enn betur og af­henda slíka pöntun sam­dægurs í stað þess að bíða þurfi í nokkra daga.

Við­brögð ÁTVR eru þau að ráðast að við­komandi vínsala og í frétta­til­kynningu er boðað lög­bann og lög­reglu­kæra, þar sem farið sé fram hjá einka­sölu­rétti ÁTVR hér á landi og þar með lýð­heilsu­sjónar­miðum. Á­fengis­lög­gjöfin hér á landi er marg­höfða skepna. Stundum og sér­stak­lega þegar það hentar þá eru það mark­miðin lýð­heilsa en annars eru það sölu­tölurnar.

Í fyrra stóð ÁTVR sig svo vel í síðar­nefnda flokknum meðal annars með því að reka eigin vef­verslun (já…) að fyrir­tækið setti sölu­met. Stofnunin sem vill fangelsa aðra á grund­velli lýð­heilsu­sjónar­miða hefur sem sagt aldrei selt meira af á­fengi.

Laga­ramminn í þessum málum saman­stendur annars vegar af gamal­dags við­horfum um að banna, fela og skamma á meðan netið, YouTu­be og sam­fé­lags­miðlar flæða í á­fengis­aug­lýsingum og net­verslun verður stöðugt ein­faldari. Og við setjum Ís­lands­met í á­fengis­inn­kaupum.

Þetta er eins og presturinn í Foot­loose og mega­peppaður Daddi diskó í einum og sama manninum sem vill ein­hvern veginn á sama tíma halda partíið og tryggja að enginn annar megi koma ná­lægt því. Út af lýð­heilsu.