Skoðun

Sýnum öldruðum innflytjendum líka virðingu

Öldungaráð Reykjavíkur efndi á dögunum til ráðstefnu þar sem fjallað var um kjör aldraðra innflytjenda og þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir. Þar kom fram að kjör þessa fólks eru oft afar léleg. Það stafar ekki síst af því að aldraðir innflytjendur hafa gjarnan búið hér í of stuttan tíma til að eiga rétt á óskertri tekjutryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins. Lagaákvæðin sem kveða á um að fólk fái fyrst fulla tekjutryggingu þegar það hefur búið á Íslandi í 40 ár á aldrinum 16 til 67 ára miðast við allt annað þjóðfélag en nú er um að ræða.

Framundan er mikil fjöldun aldraðra af erlendum uppruna. Margir í þeim hópi hafa komið hingað til að vinna. Við vitum að við þurfum svo sannarlega á þeim að halda á vinnumarkaðnum. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt, borg, ríki og samtök aldraðra búi sig undir það að þessu fólki fer fjölgandi. Telur Öldungaráð Reykjavíkurborgar að borgin, Félag eldri borgara í Reykjavík og ríkið  þyrftu að efna til samstarfs við ríkið og önnur sveitarfélög um að móta stefnu og tillögur um það hvernig lífskjör aldraðra af erlendum uppruna verða öruggari en nú er.  Við sendum frá öldungaráði nýverið tillögu til borgarráðs um slíka vinnu.  

1. janúar 2017 voru tæplega 36 þúsund innflytjendur á Íslandi eða 10.6% mannfjöldans. Af þeim býr liðlega helmingur í Reykjavík. Árið 2017 bjuggu í Reykjavík bara 263 aldraðir – 67 ára og eldri - einstaklingar af erlendum uppruna í borginni frá um 104 löndum. Í ljós hefur komið að þetta eldra fólk nýtir sér að takmörkuðu leyti þá þjónustu sem borgin býður okkur eldra fólki upp á t.d. í félagsstarfinu. Þar er tungumálið hindrun en líka menningarmunur og skortur á þekkingu á réttindum.

Viðmót okkar sem tökum á móti nýjum Íslendingum skiptir sköpum. Sýnum þeim virðingu og vináttu og stuðlum þar með að því að þau geti orðið virkir þátttakendur í lífi og starfi þjóðarinnar. Um þessar mundir eru þau tiltölulega fá, bara nokkur hundruð, sem eru öldruð og innflytjendur. Það ætti þess vegna að vera auðvelt fyrir ríkið og sveitarfélögin að taka á réttindamálum þessa fólks þannig að sómi sé að. Meðferðin á þessu fólki núna er hins vegar ekki sómasamleg.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Rislítið mektarmanna-partí
Sif Sigmarsdóttir

Skoðun

Í brimróti
Kristín Þorsteinsdóttir

Bakþankar

Fjórða valdið?
Sirrý Hallgrímsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Fjár­fest í sjálf­bærni, fjár­fest til á­vinnings
Sandra Rán Ásgrímsdóttir

Friðlýsingar á dagskrá
Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Svikalogn
Hörður Ægisson

Einu sinni fyrir langa löngu …
Þórlindur Kjartansson

Bjartur Clinton
María Rún Bjarnadóttir

Hinn hljóði hópur
Vilborg Gunnarsdóttir

Auglýsing