Við sem skipum lista Sjálf­stæðis­manna á Sel­tjarnar­nesi viljum fara raun­hæfa og skyn­sama leið í byggingu nýs leik­skóla. Vilji okkar stendur til þess að hefjast handa strax í júní við loka­út­færslu nýrrar leik­skóla­byggingar á Ráð­hús­reit í nánu sam­ráði við fag­fólk og stjórn­endur leik­skólans. Við gerum ráð fyrir að ný leik­skóla­bygging þjóni 150 –180 börnum, að þar verði starfs­að­staða til fyrir­myndar og að hún verði til­búin í lok árs 2024.

Vert er að hafa í huga að með fyrir­hugaðri 1.200–1.400 fm byggingu eykst vinnu­rými til muna en til saman­burðar eru Mána­brekka og Sól­brekka sam­tals um 1.300 fm. Nánar til­tekið er því um tvö­földun á nú­verandi vinnu­rými leik­skólans að ræða á þessum stað og mun starf­semin þá öll rúmast á einum reit. Sam­hliða verður ráðist í endur­bætur á Mána­brekku og Sól­brekku og að­búnaður bættur í takt við nú­tíma­kröfur um vinnu­að­stöðu og leik­rými. Með stækkuninni verður jafn­framt hægt að veita börnum frá 12 mánaða aldri leik­skóla­vist.

Þar til nýr leik­skóli opnar ætlum við að fjölga val­kostum með heim­greiðslum þar til börn fá leik­skóla­vist eða pláss hjá dag­for­eldri. Sjálf­stæðis­menn hafna al­farið hug­myndum annarra fram­bjóð­enda í bænum um í­búða­byggð á þessum reit enda börnin í for­gangi.

Fram undan eru bjartir tímar fyrir Sel­tjarnar­nes­bæ með nýrri blandaðri byggð úti við Gróttu, byggingu leik­skóla, auknu upp­lýsinga­flæði og auknu sam­tali við bæjar­búa.

Dagbjört skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Þór er oddviti flokksins í sveitarfélaginu.