Snið­ganga skóla eða skóla­forðun er skil­greind sem með­vituð eða ó­með­vituð hegðun sem barn eða ung­lingur sýnir þegar mæta á í skólann. Hegðunin birtist í erfið­leikum með að sækja skóla hvort sem um er að ræða heilan skóla­dag eða hluta úr degi í lengri eða skemmri tíma.

Rann­sóknir sýna að skóla­forðun hefur farið vaxandi og hefst mun fyrr en á ung­linga­stigi og á sér oft rætur í leik­skóla. Miklar fjar­vistir frá skóla geta verið kvíða­valdandi fyrir börn og ung­linga og valdið því að snið­gangan á­gerist enn frekar þegar þau missa í­trekað úr námi. Skóla­forðun kemur til vegna þess að barninu líður illa í skólanum. Með því að forðast skólann er barnið oftast að senda skila­boð þess efnis að eitt­hvað „í skólanum“ valdi svo mikilli van­líðan og streitu að það geti ekki hugsað sér að sækja skólann.

Á­stæður sem má nefna eru t.d. erfið­leikar í námi, raskanir (greindar eða ó­greindar) og/eða fé­lags­legir þættir, að barni sé strítt eða það lagt í ein­elti. Stundum er um að ræða sam­spil margra þátta. Sum börn glíma við kvíða og fé­lagskvíða sem veldur því að þau vilja ekki fara út eða blanda geði við aðra krakka. Dæmi um á­stæður skóla­forðunar geta einnig verið að barnið vill frekar vera heima við tölvu, eigi það þess kost, fremur en að fara í skólann. Öll mál af þessu tagi þarf að vinna á ein­stak­lings­grunni.

Í kjöl­far far­aldursins

Skóla­sókn er komin í eðli­legt horf eftir tveggja ára skeið sem litast hefur af far­sóttinni með til­heyrandi fylgi­fiskum. Leiða má líkur að því að skóla­forðun hafi aukist með far­aldrinum og fleiri börn hafi bæst í þann hóp sem forðast skólann. Þeim börnum sem leið ekki vel í skólanum fyrir far­aldurinn, líður kannski ekki betur nú. Um þessar mundir bíða rúm­lega 1800 börn eftir fagað­stoð, m.a. sál­fræðinga, og bið­listinn lengist með hverri viku. Settar hafa verið 140 m.kr. í að fjölga fag­fólki hjá skóla­þjónustunni sem er því miður að­eins dropi í hafið. Hækka þarf fjár­heimildir um­tals­vert til þessa mála­flokks ef takast á að hjálpa þessum börnum sem mörg hafa beðið mánuðum saman eftir að­stoð.

Sam­ræmdar skóla­sóknar­reglur eða mið­lægt við­miðunar­kerfi hefur nú verið við lýði í fjögur ár í skólum borgarinnar og er hugsað til að greina á milli á­stæðu fjar­vista. Í kerfinu er ekki gerður greinar­munur á á­stæðu fjar­veru, s.s. vegna veikinda annars vegar og ó­leyfi­legra fjar­vista hins vegar. Vel kann að vera að stjórn­endum ein­hverra skóla finnist erfitt að ekki skuli gerður slíkur greinar­munur. Mikil­vægt er að skoða með mark­vissum hætti hvort og þá hvernig hinar sam­ræmdu við­miðunar­reglur um skóla­sókn hafi nýst þeim grunn­skólum sem stuðst hafa við þær og hefur Flokkur fólksins lagt fram til­lögu um að slík út­tekt verði gerð.

Um­fram allt þarf að komast að raun um með barni, for­eldrum og kennara hvað það er sem barnið forðast í skólanum. Finna þarf hina undir­liggjandi á­stæðu og leysa úr henni með öllum til­tækum ráðum. Því lang­vinnari sem vandinn er því erfiðari er hann viður­eignar. Kvíðinn vex og úr­vinnsla verður flóknari og erfiðari þegar fram líða stundir. Börn sem eru hætt að mæta í skólann ná sér ekki öll aftur á strik.

Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur