Opið bréf til Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra og Helga Gríms­sonar sviðs­stjóra Skóla- og frí­stunda­sviðs.

Allir nem­endur grunn­skóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi náms­um­hverfi í við­eig­andi hús­næði sem tekur mið af þörfum þeirra og al­mennri vel­líðan. (Úr 13. gr. laga nr. 91/2008 um grunn­skóla, en greinin ber yfir­skriftina Réttur nem­enda).

Bréf­ritari er að­standandi ein­hverfs barns sem fætt er árið 2015 og á því að byrja grunn­skóla­göngu sína í haust. Fag­aðilum ber saman um að barninu sé best borgið í sér­deild fyrir ein­hverfa og var sótt um skóla­vist fyrir barnið í sam­ræmi við það. For­eldrum var tjáð að svar um inn­göngu mundi liggja fyrir um miðjan apríl.

Svar, ef svar skyldi kalla, barst frá Skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­víkur­borgar 21. apríl með eftir­farandi yfir­skrift: „Fyrir­huguð synjun um­sóknar um skóla­vist í sér­hæfðri sér­deild fyrir ein­hverfa nem­endur.“

Í bréfinu kemur fram að barnið sé ekki í hópi um­sækj­enda í mestri þörf fyrir pláss í sér­deild, þrátt fyrir tölu­verða þörf. Einnig að sótt hafi verið um fyrir 38 nem­endur í sér­deildum þessum en að­eins 8 pláss séu til ráð­stöfunar. Þetta þýðir að af 38 nem­endum með ein­hverfu komist 8 að, það er um 21% um­sækj­enda.

Þessi niður­staða verður að teljast sér­kenni­leg, enda má telja að stað­fest greining á ein­hverfu barns sé fyrir hendi tveimur til þremur árum áður en skóla­ganga hefst.

Ekki er hægt að draga aðra á­lyktun af af­greiðslu þessa máls en að um sé að ræða and­vara­leysi hjá skóla­yfir­völdum og for­ráða­mönnum Reykja­víkur­borgar. Hvernig telja þessir aðilar unnt að fram­fylgja grunn­skóla­lögum en vísa þó ná­lægt 80% barna frá því úr­ræði sem fag­aðilar eru sam­mála um að henti þeim best?

Skóla­yfir­völd vísa kannski til hug­myndarinnar um skóla án að­greiningar, sem kann vel að vera góð og gild ef þannig væri um hnútana búið að skólarnir gætu hagað starfi sínu í sam­ræmi við mis­munandi þarfir nem­enda. Sé litið til þess hve margir nem­endur eiga erfitt upp­dráttar í grunn­skóla er ljóst að langt er í land í því efni. Skóla­yfir­völdum ætti að vera full­kunnugt um að ein­hverfir nem­endur eiga erfitt með tjáningu og sam­skipti og verða iðu­lega fyrir að­kasti og út­skúfun annarra nem­enda. Hvernig ætla skóla­yfir­völd að sjá til þess að tekið sé mið af þörfum þessara barna og al­menn vel­líðan þeirra í skólanum sé höfð að leiðar­ljósi?

Það er á­byrgðar­leysi af hálfu skóla­yfir­valda að hunsa ráð­leggingar fag­aðila um að barn fái sér­úr­ræði eins og hér er til um­fjöllunar. Að fara gegn slíkum ráðum má hæg­lega túlka sem yfir­völdum standi á sama um vel­ferð og þarfir þessara barna innan skóla­kerfisins. Á tímum þar sem margir starfa við á­ætlana­gerð og stefnu­mótun ætti að vera unnt að taka mið af til­lögum fag­aðila frá ári til árs, í stað þess að láta skeika að sköpuðu og hafa þarfir fjölda barna að engu.