Síðast­liðinn laugar­dag stóð ég stoltur við hlið Fumio Kis­hida, for­sætis­ráð­herra Japans og íbúa Hiros­hima á minningar­at­höfn um for­dæma­lausar ham­farir.

Fyrir sjö­tíu og sjö árum var kjarn­orku­sprengjum varpað á íbúa Hiros­hima og Naga­saki.

Tíu þúsund konur, börn og karlar voru drepin á auga­bragði, fuðruðu upp í vítis­logum. Byggingar um­breyttust í ryk. Fal­legar ár borganna voru litaðar blóði.

Þeir sem lifðu af glímdu við bölvun geisla­virkni, og lát­laus veikindi auk þess að búa við smán vegna kjarn­orku­á­rásarinnar.

Ég naut þess heiðurs að hitta hóp eftir­lif­enda, svo­kallaðra hibakusha, en þeim fer óðum fækkandi. Þau sögðu mér frá ein­stökum hetju­dáðum sem þau urðu vitni að þennan skelfi­lega dag 1945.

Það er kominn tími til að veraldar­leið­togar öðlist sömu glögg­skyggni og hibakusha-fólkið og viður­kenni hið sanna eðli kjarn­orku­vopna. Þau þjóna engum til­gangi. Þau munu ekki tryggja öryggi eða vernd. Í eðli sínu geta þau einungis valdið dauða og eyði­leggingu.

Þrír fjórðu hlutar aldar eru liðnir frá því sveppa­löguð skýin mynduðust fyrir ofan Hiros­hima og Naga­saki. Á þessum tíma hefur mann­kynið þraukað tíma kalda stríðsins, og ára­tugi af fá­rán­legum línu­dansi. Nokkrum sinnum hefur mátt minnstu muna að mann­kynið yrði ger­eyðingu að bráð.

En jafn­vel á meðan á fimbul­vetri kalda stríðsins stóð, sömdu kjarn­orku­veldin um veru­lega fækkun í kjarn­orku­vopna­búrum sínum. Al­mennt sam­komu­lag var um megin­sjónar­mið um notkun þeirra, út­breiðslu og til­raunir með kjarn­orku­vopn.

Í dag er hætta á að við séum að gleyma lær­dómunum frá 1945.

Nýtt vopna­kapp­hlaup er að færast í aukana og ríkis­stjórnir verja hundruðum milljarða Banda­ríkja­dala til að upp­færa kjarn­orku­vopn sín. Nærri 13 þúsund kjarn­orku­vopn eru nú í vopna­búrum um allan heim. Deilur færast í vöxt, þar sem kjarn­orku­vopn eru undir­tónn, frá Mið­austur­löndum til Kóreu­skaga, að ó­gleymdri inn­rás Rúss­lands í Úkraínu.

Enn einu sinni er mann­kynið að leika sér með hlaðna byssu. Við erum einum mis­tökum, einum mis­skilningi frá dóms­degi.

Leið­togum ber að hætta að berja að dyrum dóms­dags og fjar­lægja mögu­leikann á notkun kjarn­orku­vopna í eitt skipti fyrir öll.

Það er ó­á­sættan­legt að ríki sem búa yfir kjarn­orku­vopnum skuli viður­kenna mögu­leikann á kjarn­orku­stríði því slíkt myndi hafa í för með sér enda­lok mann­kyns.

Að sama skapi ber kjarn­orku­ríkjum að skuld­binda sig til að vera ekki fyrst til að grípa til slíkra vopna. Þeim ber einnig að full­vissa þau ríki sem ekki búa yfir slíkum vopnum, um að þau muni hvorki nota né hóta að nota kjarn­orku­vopn gegn þeim og vera full­kom­lega gegn­sæ að öllu leyti. Hótunum verður að linna.

Þegar upp er staðið er að­eins ein lausn á kjarn­orku­vánni: Að kasta kjarn­orku­vopnum fyrir róða. Þetta þýðir að nýta þarf hvern einasta vett­vang við­ræðna, stjórnar­erind­reksturs og samninga til að draga úr spennu og eyði­leggja þessi ban­vænu ger­eyðingar­vopn.

Við sjáum já­kvæð teikn á lofti í New York þar sem tíunda endur­skoðunar­ráð­stefna Samningsins um tak­mörkun út­breiðslu kjarn­orku­vopna stendur yfir. Samningurinn er ein á­stæða þess að kjarn­orku­vopnum hefur ekki verið beitt síðan 1945. Hann felur í sér skuld­bindingar um kjarn­orku­af­vopnun. Hann getur reynst þungur á metunum í bar­áttunni fyrir af­vopnun, einu leiðarinnar til að eyða þessum skelfi­legu vopnum í eitt skipti fyrir öll.

Og í júní hittust aðilar samningsins um bann við kjarn­orku­vopnum í fyrsta skipti til að þróa veg­vísi í átt til veraldar sem er laus við þessar vítis­vélar.

Við getum ekki lengur sam­þykkt til­vist vopna sem ógna fram­tíð mann­kyns.

Það er tími til kominn að taka undir boð­skap hibakusha fólksins: „Aldrei fleiri Hiros­hima! Aldrei fleiri Naga­saki“

Tími út­breiðslu friðar er kominn.

Í sam­einingu getum við, skref fyrir skref, fjar­lægt þessi vopn af yfir­borði jarðar.