Að neyða neytendur til að kaupa rafmagn af aðila, sem hvorki býr til rafmagn né leggur rafmagn heldur bara kaupir rafmagn af einhverjum öðrum og veit ekkert hver leggur það, er sannkallað 21. aldar fyrirbæri. Erum við nú í alvörunni með skrifstofur, þar af eina í eigu borgarbúa, sem hafa það eina verkefni að semja um að kaupa af heildsala og láta þig kaupa það í smásölu, án þess yfirleitt að stinga neinu í samband. Skal þá engan undra, í okkar ofmenntaða landi, eftir að búið var að semja við heildsalann og senda út auglýsingu, að einhver setjist niður og pæli í hvernig hægt sé að okra smá.

Toppurinn

Allt er nú að sjóða upp úr í fjölmiðlaheiminum, var fólk nú tæpt fyrir. María Sigrún Hilmarsdóttir opinberaði að hún hefði lesið sjálfar kvöldfréttirnar í jakka úr H&M sem er eldri en starfsfólk H&M. Svava Kristín Grétarsdóttir á Stöð 2 toppaði það með skyrtu frá því á síðustu öld sem kostaði minna en kerti í H&M. Elín okkar Hirst toppaði það með jakka svo gömlum að hann var með axlapúðum stærri en Svava. Verða fréttirnar í kvöld lesnar af Boga Ágústssyni í loðfílafeldi.