Með Heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna 2015-2030 settu öll þjóð­ríki heims sér 17 skil­greind mark­mið varðandi lofts­lags­mál og sjálf bæra þróun. Mark­miðin krefjast virkrar þátt­töku fjár­festa og fyrir­tækja sem lúta gjarnan lög­sögu margra ríkja. Vel rekin fyrir­tæki horfa til langs tíma. Það leiðir þó meðal annars af um­hverfi fjár­mála­markaða að á­herslan er oft á skemmri tíma, jafn­vel árs­fjórðunga. Hins vegar krefst náttúran, sem fyrir­tæki starfa í, þess að horft sé til mun lengri tíma, ára­tuga og alda. Þetta bil þarf að brúa. Þó stofnana­fjár­festar þurfi al­mennt að horfa til langs tíma vegur á­hersla á skamm­tíma­árangur oft þungt. En síðustu ár hafa al­þjóð­legir fjár­festar lagt aukna á­herslu á lang­tíma­sýn og sjálf­bærni við eigna­stýringu og á­hættu­stýringu. Ís­lenskir fjár­festar eru hluti af þessu al­þjóð­lega sam­fé­lagi fyrir­tækja og fjár­festa.

Föstu­daginn 25. septem­ber síðast­liðinn undir­rituðu for­sætis­ráð­herra, fyrir hönd ríkis­stjórnarinnar, og aðilar sem fara fyrir hátt í 80 prósentum af eignum á ís­lenskum fjár­mála­markaði „Vilja­yfir­lýsingu um fjár­festingar í þágu sjálf bærrar upp­byggingar“. Að verk­efninu standa einnig Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­á­byrgð og sjálf­bærni, Lands­sam­tök líf­eyris­sjóða og Sam­tök fjár­mála­fyrir­tækja.

Í vilja­yfir­lýsingunni kemur fram að sjálf bær þróun sé meðal undir­stöðu­at­riða við fjár­veitingar, fjár­festingar og út­lána­starf­semi. Sjálf bær þróun sé meðal leiðar­ljósa við ráð­stöfum fjár­magns og vísað er til við­miða sem ís­lensk stjórn­völd og fjár­festar vinna eftir. Þá er til sam­ræmis við á­herslur víða er­lendis vísað til þess að sjálf bær þróun er mikil­vægt leiðar­ljós í því upp­byggingar­starfi sem fram undan er vegna á­hrifa CO­VID-19.

Á­hersla á sjálf­bærni styður við trausta á­vöxtun og lang­tíma­hags­muni fyrir­tækja og felur í sér marg­þætt ný­sköpunar-, við­skipta- og at­vinnu­tæki­færi.

Vilja­yfir­lýsingunni um fjár­festingar í þágu sjálf­bærrar upp­byggingar verður fylgt eftir með upp­lýsinga­gjöf, skoðana­skiptum, fræðslu og öðrum hætti.