Mörg okkar hafa verið í þeirri stöðu að vera í anna­sömu starfi, þar sem á­byrgð var mikil og sím­töl töldu tugi og jafn­vel hundruð sama daginn og tölvu­póstarnir ó­teljandi. Sannar­lega „brjálað að gera“. Svo einn daginn er sú staða allt í einu breytt. Síminn þagnar. Tölvu­póstarnir eru fáir, jafn­vel engir. Allt í einu veltur heill þjóðar, fyrir­tækis eða fé­lags ekki lengur á þér og lúsa­póstar frá skólum barnanna markar há­punkt vikunnar.

Þetta getur gerst af ýmsum or­sökum. Sumir láta viljugir af störfum en það er hins vegar sárs­auka­fullt ef maður telur sig enn vera hinn út­valda til verkanna og best til þeirra fallinn. Þetta getur gerst af ýmsum or­sökum; maður veikist, er ekki kosinn eða missir vinnuna. Þetta upp­lifa margir sem mikla höfnun og ó­rétt­læti. Sem það stundum er.

Nú eru kosningar fram undan og ljóst að nokkrir sem nú bjóða sig fram til þjónustu við al­menning á Al­þingi munu upp­lifa ærandi þögn símans og tóm­læti tölvu­póstsins. Þetta er sér­stak­lega sárt fyrir fólk sem er ofar­lega á fram­boðs­listum og hefur lagt líf og sál sjálfs sín, vina og fjöl­skyldu í kosninga­bar­áttuna, sann­fært um að enginn sé betur til verksins fallinn.

En niður­staðan er ekki sann­leikur um erindi stjórn­mála­mannsins frekar en raun­veru­legt fram­lag starfs­mannsins sem missir vinnuna eða trúnaðar­manns fé­lags sem ekki fær brautar­gengi á­fram. Niður­staðan er summan af til­viljunum, ó­stöðugum stjórn­endum, jafn­vel veðrinu á kjör­dag og bara alls konar.

En lífið, það heldur á­fram með fjöl­skyldum og vinum. Og minna á­reiti. Njóttu.

Þinn (eigin) tími er kominn.