Við stöndum frammi fyrir hröðum við­snúningi í hag­stjórn vegna eigna­bólu á hús­næðis­markaði, stríðs í Evrópu og eftir að­gerðir í heims­far­aldri.

Á­byrgð ríkis­stjórnarinnar í nú­verandi verð­bólgu­á­standi og vaxta­hækkunar­um­hverfi er marg­þætt, en benda má sér­stak­lega á þrjá þætti:

Fyrir það fyrsta kynti ríkis­stjórnin undir verð­bólgunni á tímum heims­far­aldurs þegar á­kveðið var að örva hag­kerfið með ó­beinum hætti í gegnum eigna­markaði í stað þess að ráðast hratt og örugg­lega í mark­vissar að­gerðir á hlið ríkis­fjár­málanna. Kreddu­fastar og úr­eltar hug­myndir um hlut­verk ríkis­sjóðs komu okkur í þessa klemmu. For­ystu­menn ríkis­stjórnarinnar hikuðu við að beina fjár­magni þangað sem þess var þörf og út­vistuðu þess í stað björgunar­að­gerðum til Seðla­bankans. Að­gerðir sem þöndu eigna­markaði.

Í öðru lagi báru tveir af æðstu ráða­mönnum þjóðarinnar í fjár­málum, seðla­banka­stjóri og fjár­mála­ráð­herra, út þann boð­skap á síðustu árum að Ís­land væri að stíga inn í nýtt og lang­varandi lág­vaxta­tíma­bil. Fjár­mála­ráð­herra rak sína kosninga­bar­áttu haustið 2021 á þeim skila­boðum að hag­stjórnin undir hans hand­leiðslu hefði leitt af sér lágt vaxta­stig, ekki að um tíma­bundna kreppu­vexti væri að ræða. Nú­verandi staða er al­gjör for­sendu­brestur fyrir ungt fólk, lág­tekju­fólk og fjöl­skyldu­fólk sem tók á­kvörðun um að skuld­setja sig mikið fyrir dýrri eign, í boði eigna­bólu ríkis­stjórnarinnar, á for­sendum lágra vaxta sem ráða­menn eignuðu sér í að­draganda kosninga.

Í þriðja lagi hafa ytri að­stæður í heims­málum skapað sigur­vegara og tapara og varpað skýru ljósi á undir­liggjandi vanda­mál í ís­lensku sam­fé­lagi. Ís­lenskt hag­kerfi nýtur góðs af auð­linda­grein, stór­út­gerðinni, sem hefur hagnast veru­lega undan­farna mánuði vegna snar­hækkandi heims­markaðs­verðs á sjávar­af­urðum í kjöl­far stríðs og að­fanga­truflana eftir heim­far­aldur. Orku­krísan og hækkandi ál­verð hefur einnig skilað mikilli arð­semi til Lands­virkjunar. En munurinn er sá að þjóðin fær hlut sinn ó­skertan af arð­semi orkunnar í gegnum Lands­virkjun. Um það er ekki að ræða í sjávar­út­vegi. Á sama tíma eru heimili hér á landi í stöðu tapara: mörg hver hafa séð kaup­mátt sinn rýrna vegna hækkandi hús­næðis­greiðslu­byrði og hækkunar á nauð­synja­vörum.

Fókus á pólitískt um­boð, ekki ó­kjörna em­bættis­menn

Enginn vilji er aftur á móti hjá for­ystu­mönnum ríkis­stjórnarinnar til að dreifa á­batanum og dempa efna­hags­höggið, en slíkt gerist ekki sjálf­krafa í nú­verandi um­hverfi. Slíkar að­gerðir krefjast auð­vitað skýrrar pólitískrar sýnar um sann­gjarnt vel­ferðar­sam­fé­lag. Landinu er aftur á móti stýrt úr fjár­mála­ráðu­neytinu þar sem hlut­verk ríkis­ins hefur verið endur­skil­greint frá því að vera afl­vaki sam­stöðu og sam­á­byrgðar, og því að styðja við borgarana, í að draga úr bol­magni grunn­þjónustunnar, lækka skatta og hvetja til hólfa­skiptingar í sam­fé­laginu.

Seðla­banki Ís­lands vill dempa eigna­bóluna í landinu með vaxta­tólinu, en sú að­gerð er al­menn og gerir ekki greinar­mun á stöðu fólks. Skiptar skoðanir eru um á­herslur í peninga­mála­stjórn víða um heim þessa dagana. En í lok dags er Seðla­bankinn með það lög­bundna hlut­verk að stuðla að verð­stöðug­leika. Við búum því miður við sam­fé­lags­gerð þar sem ó­kjörnir em­bættis­menn í Seðla­bankanum geta haft gífur­leg á­hrif á jöfnuð með að­gerðum sínum í þágu verð­stöðug­leika, en hafa ekki um­boð til að vinna á móti þeim hliðar­á­hrifum. Það eitt og sér er efni í mikla um­ræðu. En í nú­verandi á­standi þarf að horfa til þess hvar getan, á­byrgðin og um­boðið liggur.

Al­þingi hefur vald sem Seðla­bankinn hefur ekki; til að dreifa byrðunum af vaxta­hækkunum með sann­gjörnum hætti um sam­fé­lagið. Ríkis­stjórninni ber bein­línis skylda til þess miðað við fyrr­greinda og þrí­þætta á­byrgð hennar á stöðunni: að­komu hennar að eigna­bólu, eftir ó­á­byrgar og há­pólitískar hag­stjórnar­yfir­lýsingar ráða­manna um vaxta­stigið og vegna sögu­legs vilja­leysis um að breyta sam­fé­lags­gerð sem skapar sigur­vegara og tapara.

Á þá skyldu og á­byrgð á fókusinn að vera í þing­sal Al­þingis þessa dagana. Ekki að­gerðir ó­kjörinna em­bættis­manna í Seðla­bankanum. Sam­fylkingin hefur nú þegar lagt fram þing­mál um sam­stöðu­að­gerðir vegna vaxta­hækkana og verð­bólgu sem snúa að því að dreifa á­batanum og högginu af nú­verandi efna­hags­á­standi með sann­gjörnum hætti um sam­fé­lagið: með hval­reka­sköttum á fjár­magn og stór­út­gerð sem eyrna­merkja á í vaxta­bætur og barna­bætur og með til­lögu um leigu­bremsu á meðan verð­hækkunar­kúfurinn gengur yfir.

Það er ekki hægt að fría for­ystu­menn ríkis­stjórnarinnar á­byrgð á stöðunni. Valdið sem og að­gerða­leysið í nú­verandi á­standi er þeirra.