Hinn 31. ágúst sl. kvað Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Braga G. Kristjáns­sonar, sem sak­felldur var í Hæsta­rétti í septem­ber 2016 fyrir brot gegn skatta­lögum og al­mennum hegningar­lögum. Niður­staða MDE var að máls­með­ferðin og sak­fellingin hafi brotið gegn Mann­réttinda­sátt­mála Evrópu og var ís­lenska ríkið dæmt til að greiða Braga skaða­bætur, miska­bætur og máls­kostnað, sam­tals ríf­lega 108.000 evrur, eða jafn­virði ríf­lega 16 milljóna króna.

Frestur ríkisins til að óska eftir leyfi til á­frýjunar dómsins til Yfir­deildar MDE rann út 30. nóvember. Ríkið hefur nú lýst yfir að ekki hafi verið óskað eftir slíku leyfi og að ríkið uni dóminum.

Þetta eru mikils­verð tíðindi fyrir þá mörgu sem fengið hafa sams­konar dóma hjá ís­lenskum dóm­stólum um ára­bil. Nú þegar eru til með­ferðar hjá Endur­upp­töku­dómi hér á landi mörg mál þar sem óskað hefur verið endur­upp­töku slíkra mála. Endan­leg úr­slit í máli Braga G. Kristjáns­sonar munu þegar þar að kemur trú­lega hafa mikla þýðingu.