Skattaf­slættir eins og þeir um að stofna til sér­eignar­sparnaðar eru al­gengir. Sem dæmi má nefna skatt­af­slátt til ein­stak­linga vegna kaupa á hluta­bréfum og skattaf­slætti til fyrir­tækja sem vilja reka stór­iðju­ver hér á landi eða taka upp kvik­myndir í ís­lensku um­hverfi.

Með skattaf­slætti vegna sér­eignar­sparnaðar er stefnt að mikil­vægum þjóð­fé­lags­legum mark­miðum eins og að efla inn­lendan sparnað, auka eftir­spurn eftir ríkis­skulda­bréfum og lækka vexti.

Undan­tekning frá þeirri reglu að skatt­af­sláttur komi ekki síðar niður á þeim sem hans njóta snýr ekki að stór­iðju­verum eða kvik­mynda­mógúlum. Hún snýr að fólki 60 ára og eldra sem öðlast hefur heimild til að taka út sér­eignar­sparnað. Gagn­vart þessu fólki er höfð uppi hörð skatt­krafa. Hún felst í að skatt­leggja sér­eignar­sparnað eins og hann væri launa­tekjur. Hann er það ekki. Hann er eign.

Tekjur eru eins og straum­vatn, eignir eins og stöðu­vatn. Eignir sæta annars konar skatt­lagningu en tekjur og standa skýr rök til þess. Sér­eignar­sparnaður stendur saman af sparnaðar­greiðslum og á­vöxtun þeirra. Drýgstur hluti eignarinnar á rót að rekja til á­vöxtunar yfir langan tíma.

Ríkið viður­kennir sér­eignar­sparnaðinn sem eign. Hún er varin fyrir kröfu­höfum. Lög heimila að ráð­stafa sér­eignar­sparnaði skatt­frjálst inn á hús­næðis­lán. Þeir sem huga að í­búðar­kaupum geta fengið sér­eign út­borgaða skatt­frjálst upp í fyrstu greiðslu.

Sér­eignar­sparnaðurinn er skatt­lagður eins og hann væri tekjur. Þrepin í tekju­skatti eru 31,5%, 38% og 46%. Skattur af fjár­magns­tekjum er 22%. Skatt­fram­kvæmd sem leggur skatt á eign sem hún væri tekjur stenst ekki.

Fólki er mis­munað eftir tekjum við skatt­lagningu á sér­eign sinni. Þeir sem falla undir á­kvæði um í­búðar­kaup sleppa við skattinn. Á jafn­ræðis­reglan ekki við nema stundum?

Fólkið 60+ býr við of­sköttun og mis­munun við skatt­lagningu sér­eignar­sparnaðar. Hversu lengi á þetta að standa?

Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi Alþingismaður.