Skoðun

Reykjalundur SÍBS - virðingarvottur

Nú gerist það á síðastliðnu vori 2017 að Landspítali forðar í annað sinn dauða mínum, með snarræði, og fumlausri aðgerð þar sem kransæðar voru meir og minna stíflaðar. Fyrir það verð ég þeim störfum þakklátur það sem eftir lifir. Í framhaldi af því fær heimilislæknir minn, því framkomið að ég skuli í desember sama ár fá 4 vikna meðferð á Reykjalundi til uppbyggingar þreks og heilsueflingar. Veru mína þar langar mig hér ögn að vegsama.

Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga SÍBS er stofnað 1938. Er því 80 ára á þessu ári. Snemma er því fundinn staður í hermannabröggum í Mosfellssveit og ekki síst vegna jarðhita sem þar var að finna. Fyrstu kynni mín af þessari stofnun, eru jú leikföng sem þarna voru framleidd af vistfólki sem og hini vinsælu Legokubbar sem fundust á flestöllum heimilum landsins, og styttu stundir flestra barna þessa lands.

Næstu kynni mín er svo fyrrnefnd innlögn mín. þá er ég mæti til viðtals þann 20. nóvember. Yfirlæknir Magnús R. Jónsson tekur mig tali og talar tæpitungulaust. Gerir mér grein fyrir, að hér sé ekki góðgerðarstofnun, heldur meðferð á þeim sem virkilega vilja taka á sínum málum, og tilbúnir að leggja talsvert á sig, til uppbyggingar eigin líkama og sálar. Hér sé t.d. ekki áhugi fyrir fólki sem reyki tóbak. Sá hinn sami hafi ekki einlægan né raunhæfan áhuga til uppbyggingar. Þótti mér fljótlega sem þarna væri réttur máður á réttum stað. Ég lofa því að standa mig, og fæ því næst viðtal við hjúkrunarfræðing, sem fer yfir mín mál og kynnir fyrir mér gang mála á þessu heimili. Á vegg skrifstofu hennar hangir skrautritað plagg sem mér fannst ég kannast við handbragðið á, og reynist vera ritað af systur minni, sem þakkarskjal fyrir hönd bróður okkar Þórarins Víkings sem þarna hafði þá dvalist eftir hjartaaðgerð. En nú er eins komið fyrir mér, sem honum þá. 

Mér er þörf að færa fram þakklæti. Er einfaldlega yfir mig ánægður með alla þá aðstöðu og meðferð sem ég naut þarna. Þangað virðist mér hafa valist úrvals starfsfólk í sérhverja stöðu, fólk sem af alúð og einlægni, leggur sig fram svo hverjum og einum megi líða sem best og fá sem mest út úr veru sinni og uppbyggingu. Þá er og aðstaða öll, umgengni og þrif til stakrar prýði.

Undirritaður telur sig ganga sterkari á sálu og líkama, og í betri stakk til að takast á við framtíð sína. Þökk sé SÍBS og starfsfólki þess.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fastir pennar

Nekt í banka
Kolbrún Bergþórsdóttir

Fastir pennar

Að vera einn, án annarra
Guðmundur Steingrímsson

Guðmundur Brynjólfsson

Klám
Guðmundur Brynjólfsson

Auglýsing

Nýjast

Drögum úr ójöfnuði
Sonja Ýr Þorbergsdóttir

„Ég er nóg“
Óttar Guðmundsson

Þriggja metra skítaskán
Sif Sigmarsdóttir

Lýst er eftir leiðtoga
Kristín Þorsteinsdóttir

Er um­ræðan um klukku­stillingu á villi­götum?
Gunnlaugur Björnsson

Nóg hvað?
Þórarinn Þórarinsson

Auglýsing