Að­eins 20 lönd reka vís­ind­a­rann­sókn­ar­stöðv­ar allt árið um kring á Suð­ur­heim­skaut­in­u, sem veit­ir þeim að­gang að þess­ar­i stærst­u nátt­úr­u­leg­u „rann­sókn­ar­stof­u nátt­úr­unn­ar“ með mög­u­leik­a á metn­að­ar­full­um rann­sókn­ar­á­ætl­un­um og al­þjóð­leg­u sam­starf­i. Öfga­kennd­u veð­ur­fars­skil­yrð­in sem ríkj­a á Suð­ur­heim­skaut­in­u, strang­ar kröf­ur um um­hverf­is­vernd og gíf­ur­leg­ar skip­u­lags­leg­ar kröf­ur sem fylgj­a því að við­hald­a rann­sókn­ar­stöðv­um og rekstr­i vís­ind­a­á­ætl­an­a, gera þett­a land­svæð­i einn­ig að próf­un­ar­stað fyr­ir nýja tækn­i. Suð­ur­skauts­land­ið er nú einn­ig orð­ið eitt mik­il­væg­ast­a svæð­ið fyr­ir rann­sókn­ir á um­hverf­is­breyt­ing­um á jörð­inn­i.

Pólsk­ir vís­ind­a­menn sem voru með­al braut­ryðj­end­a rann­sókn­a á Suð­ur­skauts­svæð­in­u, fet­uð­u í fót­spor sam­land­a síns Henr­yk Arctowsk­i, ferð­a­langs, jarð­eðl­is­fræð­ings og land­fræð­ings. Eftir nám í Belg­í­u, að­eins 26 ára gam­all, tók Arctowsk­i þátt í að skip­u­leggj­a leið­ang­ur á Suð­ur­heim­skaut­ið árið 1897 og hóf þar með ár­a­langt heim­skaut­a­rann­sókn­ar­æv­in­týr­i. Leið­ang­ur­inn sigld­i á fyr­ir­hug­að­an stað og mun vera sá fyrst­i til að hafa vet­ur­set­u á ís Suð­ur­heim­skauts­ins.

Rann­sókn­ir Arctowsk­i gátu af sér marg­ar nýj­ar og af­hjúp­and­i vís­ind­a­leg­ar til­gát­ur, þar á með­al til­gát­un­a um Antarct­and­es fjall­garð­inn, sem nú hef­ur ver­ið stað­fest af nú­tím­a­vís­ind­um, það er fjall­a­kerf­i sem teng­ir sam­an ein­kenn­i jarð­fræð­i­legr­ar upp­bygg­ing­ar Andes­fjall­ann­a í Suð­ur-Amer­ík­u og Grah­am Lands fjall­ann­a á Suð­ur­skauts­skag­an­um. Kenn­ing­in um öld­u­hreyf­ing­u fell­i­bylj­a var einn­ig sett fram, sem og kenn­ing­in um or­sak­ir þess að um­gjörð Suð­ur­heim­skauts­syll­unn­ar er dýpr­i en fannst á ystu mörk­um ann­arr­a meg­in­land­a. Á seinn­i árum tók Arctowsk­i þátt í rann­sókn­ar­verk­efn­i um Sval­barð­a og gegnd­i ýms­um mik­il­væg­um störf­um á nátt­úr­u­fræð­i­söfn­um og við há­skól­a í Belg­í­u, Band­a­ríkj­un­um og Pól­land­i. Hann hef­ur lán­að nafn sitt til skag­a og jök­ul­skers á Suð­ur­skauts­land­in­u, fjalls og jök­uls á Sval­barð­a og til Pólsk­u suð­ur­heim­skauts­vís­ind­a­stöðv­ar­inn­ar á Suð­ur-Hjalt­lands­eyj­um.

Í ár­a­tug­i hafa pólsk­ir vís­ind­a­menn hald­ið á­fram þess­um á­gæt­u hefð­um og stund­að um­fangs­mikl­ar rann­sókn­ir á heim­skaut­a­svæð­um þar sem starf­rækt­ar eru bæði heils­árs­stöðv­ar og árs­tíð­a­bundn­ar stöðv­ar. Heils­árs­stöðv­ar eru sér­stak­leg­a mik­il­væg­ar og Pól­land er með eina á suð­ur­hvel­i og aðra á norð­ur­hvel­i jarð­ar: Henr­yk Arctowsk­i pólsk­a Suð­ur­skauts­stöð­in og Stanisław Si­ed­leck­i pólsk­a Heim­skaut­a­stöð­in, Horns­und, á sunn­an­verð­um Sval­barð­a.

Henr­yk Arctowsk­i pólsk­a Suð­ur­skauts­stöð­in var stofn­uð 1977 og er vís­ind­a- og rann­sókn­ar­stof­a sem er stjórn­að af Líf­efn­a­fræð­i- og eðl­is­fræð­i­stofn­un­ar pólsk­u vís­ind­a­ak­ad­em­í­unn­ar. Stöð­in, sem er stað­sett í meir­a en 14.000 km fjar­lægð frá Pól­land­i, á King Ge­or­ge-eyju, tek­ur þátt í vís­ind­a­rann­sókn­um á svið­um haf­fræð­i, jarð­fræð­i, jökl­a­fræð­i, land­mót­un­ar­fræð­i, lofts­lags­fræð­i, ör­ver­u­fræð­i, gras­a­fræð­i, vist­fræð­i, fugl­a­fræð­i, erfð­a­fræð­i, sjáv­ar­líf­fræð­i, efn­a­fræð­i og kort­a­gerð, auk þess að bera á­byrgð á á­fram­hald­and­i á­tak­i í um­hverf­is­mæl­ing­um. Rann­sókn­ar­menn sem vinn­a við stöð­in­a líta á breyt­i­leik­a vist­kerf­a heim­skaut­ann­a, þró­un, sam­setn­ing­u og hreyf­i­öfl líf­fræð­i­legs fjöl­breyt­i­leik­a og á­hrif lofts­lags­breyt­ing­a sem mæl­an­leg­ar eru á Suð­ur­skauts­skag­an­um á virkn­i vist­kerf­a sjáv­ar og jarð­ar. Efnið og gögn­in sem safn­að hef­ur ver­ið í yfir 40 ár af sam­felld­um rann­sókn­um eru til að mynd­a virt fram­lag til vís­ind­a í heim­in­um.

Frá sjón­ar­hól­i dags­ins í dag fela sum­ar sér­leg­a mik­il­væg­ar rann­sókn­ir í sér upp­lýs­ing­a­öfl­un sem skipt­ir máli fyr­ir hnatt­ræn­ar lofts­lags­breyt­ing­ar, um­hverf­is­mæl­ing­arn­ar á stærð og á­sig­kom­u­lag sjó­fugl­a og hreif­a­dýr­a­stofn­a veit­ir aft­ur mik­il­væg­a inn­sýn í á­stand alls vist­kerf­is­ins og vökt­un kol­efn­is­styrks í úr­kom­u, í öll­um sín­um mynd­um (svo sem regn eða snjór), til að á­kvarð­a mög­u­legt inn­streym­i meng­un­ar­efn­a frá bæði fjar­læg­um og stað­bundn­um flutn­ing­i and­rúms­lofts.

Sam­kvæmt bók­un­inn­i um um­hverf­is­vernd við Suð­ur­skauts­sátt­mál­ann er allt Suð­ur­heim­skaut­ið nátt­úr­u­frið­land til­eink­að frið­i og vís­ind­um. Hins veg­ar er mik­il­vægt að hafa í huga á­stand­ið á hin­um pól jarð­ar­inn­ar okk­ar, á Norð­ur­heim­skaut­in­u. Þrátt fyr­ir á­hyggj­ur af ein­stök­u um­hverf­i sínu kepp­ast lönd svæð­is­ins um á­hrif og hvetj­a nám­u­fyr­ir­tæk­in sín til að leit­a að olíu og gasi. Ógn­vekj­and­i sjón­ar­mið um eyð­ing­u nátt­úr­u­auð­lind­a jarð­ar­inn­ar hafa heyrst að minnst­a kost­i frá því að fyrst­a skýrsl­a Róm­ar­klúbbs­ins var gef­in út árið 1972. Viss­u­leg­a, þeg­ar um­ræð­an um fram­tíð­ar­að­geng­i að orku á jörð­inn­i magn­ast, mun freist­ing­in til að kann­a svæð­i sem ekki enn­þá hafa ver­ið nýtt, að­eins magn­ast.

Hin mik­il­væg­ast­a pólsk­a Heim­skaut­a­stöð, það er Stanisław Si­ed­leck­i pólsk­a Heim­skaut­a­stöð­in, Horns­und, á Norð­ur­heim­skaut­in­u, byrj­að­i sem árs­tíð­a­bund­in starf­sem­i árið 1957 og fram­lengd­i starf­sem­in­a í heils­árs­starf­sem­i árið 1978. Henn­i er stjórn­að af Jarð­eðl­is­fræð­i­stofn­un pólsk­u vís­ind­a­ak­ad­em­í­unn­ar. Rann­sókn­irn­ar sem þar eru gerð­ar miða að betr­i skiln­ing­i á nátt­úr­leg­u kerf­i Norð­ur­heim­skauts­ins og þeim breyt­ing­um sem verð­a á því, að­al­leg­a í tengsl­um við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Það má með á­nægj­u á­lykt­a að rann­sókn­ir sem gerð­ar hafa ver­ið frá pólsk­u Heim­skaut­a­stöðv­un­um hafi not­ið verð­skuld­aðs al­þjóð­legs orð­spors og veitt mik­il­vægt fram­lag til rann­sókn­a á heims­vís­u á land­svæð­i sem skipt­ir sköp­um fyr­ir fram­tíð plán­et­u okk­ar.

Text­inn er birt­ur sam­tím­is í pólsk­a mán­að­ar­leg­a tím­a­rit­in­u „Wszyst­ko Co-Najważniejsze“ sem hlut­i af verk­efn­i sem unn­ið var með Þjóð­ar­minn­ing­ar­stofn­un­inn­i (the Insti­tut­e of Nat­i­on­al Rem­embr­anc­e) og Seðl­a­bank­a Pól­lands (Nar­od­ow­y Bank Pol­ski.)

Höf­und­ur er próf­ess­or við Pólsk­u vís­ind­a­ak­ad­em­í­un­a.