Efna­hags­leg á­hrif veirufar­aldursins bitna á sveitar­fé­lögum og í­búum þeirra með ó­líkum hætti. Fast­eigna­skattur er næst­mikil­vægasti tekju­póstur sveitar­fé­laganna, á eftir út­svari, og inn­heimtu þau 48 milljarða króna af fast­eigna­eig­endum árið 2019. Skatt­stofninn er á­ætlað sölu­verð­mæti við­komandi eignar og er hann byggður á flóknum út­reikningum Þjóð­skrár sem stærir sig af beitingu gervi­greindar­að­ferða við á­kvörðun skatt­stofnsins. Niður­staða þessa fyrir­komu­lags eru ó­fyrir­sjáan­legar sveiflur skatt­stofns og skatt­tekna sem hvorki eru í sam­ræmi við greiðslu­getu skatt­greiðanda né þjónustu sveitar­fé­lags. Gervi­greindar­að­ferðirnar nýtast örugg­lega betur annars staðar.

Ný­lega hafa vextir fast­eigna­lána snar­lækkað og stuðlað að hækkun eigna­verðs. Þannig hækkar skatt­stofn fast­eigna­skatts og þar með tekjur sveitar­fé­laga af skattinum. Skatturinn á til­teknum svæðum mun haldast hár þar til nægjan­lega margar eignir hafa selst á lækkuðu verði svo gervi­greindar­for­múlan bregðist við og lækki skatt­stofninn. Á svæðum þar sem at­vinnu­líf hefur orðið fyrir þungum höggum vegna far­aldursins geta sveitar­fé­lög lent í því að bæði út­svars­tekjur og fast­eigna­skattar hrynji sam­tímis. Á öðrum svæðum gengur hækkun fast­eigna­verðs vegna vaxta­lækkunarinnar ekki til baka og þeir sem þar búa þurfa að borga hærra hlut­fall af tekjum sínum til að geta staðið undir aukinni skatt­byrði. Í kórónu­kreppunni hafa fáir skatt­greið­endur fengið aukið svig­rúm til að greiða hærri fast­eigna­skatta. Lág­tekju­fólk og þeir sem hafa misst tekjur vegna far­aldursins eru við­kvæmir og eiga á hættu að missa eignir og jafn­vel ævi­sparnað til fjár­sterkra aðila. Þessi út­færsla skattsins er í and­stöðu við eigin­leika sem lýst er í greinar­gerð með lögum um fast­eigna­skatt frá 1989, að fast­eigna­skattur eigi ekki að vera eignar­skattur.

Allt gerist þetta vegna gervi­greindar­for­múlu og undar­legrar verka­skiptingar hinna tveggja arma (ríkis og sveitar­fé­laga) hins opin­bera skatt­heimtu­kerfis. Þessir armar virðast stundum vera í reip­togi um skatt­greið­endur. Sjálf­bærni og jöfnuður eru al­geng hug­tök í stjórn­mála­um­ræðunni. Fast­eigna­skattur í nú­verandi mynd er ó­sjálf­bær ó­jafnaðar­stefna.