Þó­nokkur um­ræða (sem betur fer) hefur orðið ný­lega vegna á­kvörðunar skóla og frí­stunda­ráðs Reykja­víkur­borgar um að gera „sund­kennslu“ að val­fagi á efsta stigi grunn­skólans. Ég set hér sund­kennslu orðið innan gæsa­lappa þar sem orðið er nokkuð villandi fyrir full­trúa Reykja­víkur­borgar sem greini­lega er að gefa sér vald til að breyta Aðal­nám­skrám Mennta- og Menningar­mála­ráðu­neytis. Orðið sund­kennsla segir ekki rétti­lega til um það sem stendur í aðal­nám­skrá um mark­mið og verk­efni ung­linga­stigs um í­þróttir og sund.

Ef Aðal­nám­skrá fyrir efsta stig er skoðuð er ljóst að þetta stig er mjög mikil­vægt í grunn­skóla­kennslunni, Á þessum aldri hafa ung­lingarnir verið að þyngjast hvað mest og fallið út úr ýmis­konar hreyfingu. Á þessu stigi fer einnig fram mest af þeirri kennslu í skyndi­hjálp og björgunar­málum sem kennd eru í grunn­skóla. Þessi þáttur í Aðal­nám­skrá er talinn ó­frá­víkjan­legur þáttur í grunn­skóla í­þrótta­kennslunnar. (minni á að sund er 1/3 af allri í­þrótta­kennslu í grunn­skólum).

Fram til 1999 var sund og sund­kennsla og björgun sett með lögum frá 1940. Að auki fer fram mjög mikil­vægt heilsu­upp­eldi þar sem nem­endum er boðið upp á fjöl­breytta hreyfingu í vatni sem nýtist alla ævina. Ekkert land í Evrópu hefur á­líka að­stöðu til sundiðkunar og við Ís­lendingar. Sund­laugar hafa í gegnum árin verið fé­lags­mið­stöð ung­linga þar sem ung­lingar hittast í heitu pottunum, spjalla og síðan farið í ein­hverja hreyfingu í lauginni.


Að loknum þessum inn­gangi og lestri á fundar­gerð Skóla- og frí­stunda­ráðs frá 11. janúar 2022 langar mig að varpa fram eftir­farandi spurningum:


1. Var við á­kvörðun á þessari breytingu, tekið til­lit til hversu stórt hlut­fall nem­enda í Reykja­vík óskaði eftir þessari breytingu?
a. Er hér verið að tala um lítinn minni­hluta­hóp að ræða eða flesta nem­endur?

2. Var haft sam­ráð við sér­fræðinga þessa lands um þetta mál­efni?
a. Þarna er miðað við Í­þrótta­fræðinga/sund­kennara
b. Há­skóla­kennara sem hafa skrifað nám­skrárnar undan­farin 20 ár

3. Var haft sam­ráð við Í­þrótta­fræðinga/sund­kennara/for­stöðu­menn sund­lauga um hvort hægt væri að gera breytingar á sund­stöðum til að koma til móts við um­kvartanir þessa hóps?
a. Veit fyrir víst að margir sund­kennarar hafa reynt að vinna með for­stöðu­mönnum að því að koma til móts við þennan hóp.

4. Var farið í skoðun á því hvort þessi breyting á sund­námi myndi nýtast þessum sér­staka hópi nem­enda?
a. Ef svo er hverjar voru niður­stöður þeirrar rann­sóknar?
b. Ég er með efa­semdir um að slíkt muni gerast, þar sem þessi hópur hefur lík­lega ekki stundað námið vel að 7. bekk og mun því þurfa að vera á­fram í sundi til að ná hæfni­við­miðum 10. bekkjar.
c. Til­finning mín er sú að þetta muni nýtast þeim helst sem hafa ekkert á móti því að vera í sundi og eru góðir sund­menn í gegnum skóla­gönguna.

5. Getur verið að Reykja­víkur­borg taki já­kvætt í þessa mála­leitan þar sem hugsan­lega sparast tals­verður aksturs­kostnaður í skóla akstri til lauga? Það er ekki hagur barna.

Sem á­huga-, fræði- og fag­maður um sund og þá frá­bæru hreyfingu, heilsu­eflingu og vel­líðan sem fæst með því að vera í vatni, tel ég að Reykja­víkur­borg sé að stíga um það bil 50 ár aftur í tímann, þar sem bar­áttu­menn börðust fyrir því að gera ís­lensku þjóðina synda með megin mark­miði að geta bjargað sér og öðrum úr vatni við ýmis­konar að­stæður og njóta þeirrar hreyfingar sem vatnið býður upp á.
Von mín er að Reykja­víkur­borg endur­skoði þessa á­kvörðun sína eða þá að ný stjórn í Reykja­vík nú að loknum kosningum muni snúa þessari vit­lausu á­kvörðun við.

Verk­efni Það að gera öllum kleift að njóta vatnsins í laugunum er bara verk­efni sem vinna þarf með öllum hópum og klára það verk­efni, en ekki bara henda verk­efninu til að losa sig undan því að þurfa takast á við eitt af heilsu verk­efnum Reyk­víkinga.

Höfundur er fyrrum sund­maður, sund­kennari sund­þjálfari, Í­þrótta­fræðingur, Lektor við Há­skóla Ís­lands sem hefur menntað ís­lenska Í­þrótta­fræðinga og sund­kennara sl. 25 ár og verið mjög stoltur af því starfi sem þeir hafa unnið í gegnum tíðina.