Nauð­syn­leg­ar spurn­ing­ar í fyr­ir­hug­aðr­i rann­sókn Reykj­a­vík­ur­borg­ar á starf­sem­i vögg­u­stof­a að mati Rétt­læt­is

Eins og kunnugt er þá hefur Reykja­víkur­borg sam­þykkt að ráðast í rann­sókn á starf­semi vöggu­stofa á tíma­bilinu 1949–1973*. Þau mark­mið sem Borgar­ráð kynnti sem grund­völl rann­sóknar, sem nefnd er at­hugun, á starf­semi vöggu­stofa borgarinnar eru að mati Rétt­lætis öldungis ó­full­nægjandi. Raunar verður alls ekki séð að „at­hugun“ sem grund­vallast á upp­gefnum mark­miðum skili niður­stöðum sem mestu máli skipta. Ef texti mark­miða er skoðaður þá kemur í ljós að orðið „rann­sókn“ er aldrei nefnt. Þess í stað eru orðin „at­hugun“, „að lýsa“ og „leitast við“ notuð og það er ekki hægt að túlka öðru­vísi en að grunnt verði kafað. Þá ber eftir­farandi mark­mið með sér al­gjört skilnings­leysi á starfs­háttum vöggu­stofa borgarinnar: „Að leitast við að stað­reyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofnuninni hafi sætt illri með­ferð...“ Það er ó­um­deild stað­reynd, studd með mörgum rann­sóknum, að starfs­hættir þeir sem tíðkuðust á vöggu­stofum borgarinnar buðu ekki upp á annað en skað­lega og illa með­ferð á öllum börnum sem þar voru vistuð. Þetta at­riði er út­gangs­punktur og þarf því ekki að rann­saka sér­stak­lega. Vegna þess hve mark­mið borgar­yfir­valda eru illa skil­greind og eftir því ó­mark­viss þá vill Rétt­læti leggja á­herslu á að rann­sóknin þarf að svara eftir­farandi spurningum:

  1. Hverjar voru á­stæður þess að börn voru vistuð á vöggu­stofum borgarinnar?
  2. Hver var á­stæða þess að stór­skað­legir starfs­hættir, sem gengu þvert gegn fyrir­liggjandi rann­sóknum, heil­brigðri skyn­semi og mann­legu eðli, voru við lýði á vöggu­stofum borgarinnar?
  3. Hvernig þrifust börn á meðan þau voru vistuð á vöggu­stofum borgarinnar?
  4. Hversu mörg börn voru ætt­leidd eða vistuð í fóstur frá vöggu­stofum borgarinnar og á hvaða for­sendum?
  5. Hversu mörg börn létust á vöggu­stofum borgarinnar og hver var dánar­or­sökin?
  6. Hvað varð um börn sem vistuð voru á vöggu­stofum borgarinnar og hvernig vegnaði þeim í lífinu?

Inn í ofan­greindar grund­vallar­spurningar fléttast aðrar spurningar sem máli skipta. Hér að neðan fylgja spurningarnar með ítar­legum rök­stuðningi fyrir nauð­syn þeirra. Að þessu sögðu þá er það von Rétt­lætis að borgar­yfir­völd taki fullt til­lit til á­bendinganna svo að úr verði al­vöru rann­sókn.

*Loks vill Rétt­læti í­treka nauð­syn þess að víkka rann­sóknina til ársins 1979. Vöggu­stofa Thor­vald­sens­fé­lagsins var vissu­lega starf­rækt til ársins 1973 en var þá breytt í upp­töku­heimili fyrir 23 börn, frá 3 mánaða til 12 ára aldurs. Fyrir liggur að á upp­töku­heimilinu var vöggu­stofa sem rekin var til ársins 1979. Hún var rekin af og á á­byrgð Reykja­víkur­borgar rétt eins og Vöggu­stofan að Hlíðar­enda og Vöggu­stofa Thor­vald­sens­fé­lagsins. Á­stæða þess að rann­sóknin var í upp­hafi miðuð við tíma­bilið 1949–1973 var ein­fald­lega sú að ofan­greindar upp­lýsingar lágu þá ekki fyrir. Þor­björg Guð­rún Sigurðar­dóttir veitti þessari vöggu­stofu for­stöðu til ársins 1975 eins og fram kemur í við­tali við hana í Frétta­blaðinu 2. mars 2022 (sjá neðar). Þar stað­festir Þor­björg skelfi­lega starfs­hætti sem enn voru við lýði. Tölu­verður fjöldi barna var vistaður á vöggu­stofu upp­töku­heimilisins á tíma­bilinu 1973–1979. Þessi börn urðu fyrir skaða eins og önnur börn sem vistuð voru fyrri vöggu­stofum borgarinnar og því ó­verjandi að taka þau út fyrir sviga.

1.Hverjar voru á­­stæður þess að börn voru vistuð á vöggu­­stofum borgarinnar?

Það liggur fyrir að börn voru aðal­lega vistuð á vöggu­stofum fyrir milli­göngu Barna­verndar Reykja­víkur. Oftast nær lágu bágar fé­lags­legar að­stæður mæðra til grund­vallar vistun barna þeirra. Einatt var um að ræða börn ungra, fá­tækra, ein­hleypra eða veikra mæðra úr lægri þrepum sam­fé­lagsins sem á­litið var að gætu ekki alið önn fyrir börnum sínum. Fá­tækt og einnig ungur aldur mæðra með veikt bak­land var því talin vera gild á­stæða til að svipta þær börnum sínum. Einnig eru þekkt dæmi þess að prestar hafi haft milli­göngu um vistun barna. Þá höfðu ungar og fá­tækar mæður leitað til þeirra í vand­ræðum sínum og var þá ráð­lagt í góðri trú að vista börn sín á vöggu­stofu. Þá höfðu for­stöðu­konur hverju sinni vald til rann­saka að­stæður á heimilum og á­kveða hvort börn skyldi tekin úr um­sjón for­eldra. Auður Jóns­dóttir, for­stöðu­kona á Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lagsins, sagði í blaða­við­tali að börn væru ein­göngu tekin af ein­hleypum mæðrum eða frá heimilum þar sem voru veikindi og barna­verndar­nefnd taldi að koma þyrfti börnum fyrir. Loks má nefna að þegar Thor­vald­sens­fé­lagið færði Reykja­víkur­borg vöggu­stofuna að Dyngju­vegi 18 að gjöf árið 1963 fylgdi sú kvöð að fé­lagið hefði for­ræði yfir fimm rúmum á vöggu­stofunni. Þessi furðu­lega kvöð var við lýði til ársins 1967.

Skoða þarf sér­stak­lega starfs­hætti Barna­verndar Reykja­víkur enda leiddu þeir stundum til þess að mæður misstu börn sín að ó­sekju er þau voru vistuð á vöggu­stofum. Hvernig mátti það vera að mæður voru sviptar börnum sínum fyrir það eitt að vera ungar, ein­stæðar, fá­tækar og með veikt bak­land? Ó­um­deild er að flestar þessara mæðra voru úr lægri þrepum sam­fé­lagsins. And­stætt voru full­trúar Barna­verndar og fé­lags­mála­yfir­valda sem voru úr efri þrepum sam­fé­lagsins og oft pólitískt skipaðir. Því þarf að skoða hvort for­dómar og pólitík hafi haft á­hrif á ör­lög mæðra í bágri stöðu og börn þeirra.

Þá þarf að töl­fræði­greina fjölda þeirra barna sem vistuð voru á vöggu­stofunum 1949–1979. Alls munu 510 börn hafa verið vistuð á Vöggu­stofunni að Hlíðar­enda á starfs­tíma hennar 1949–1963. Ekki liggja fyrir ná­kvæmar tölur yfir fjölda barna er vistuð voru á Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lagsins á starfs­tíma hennar 1963–1973. Talið er að um 100 börn hafi verið vistuð þar ár­lega fram undir lok sjöunda ára­tugarins. Þá skortir allar upp­lýsingar um hve mörg börn voru vistuð á vöggu­stofu­deild Upp­töku­heimilisins að Dyngju­vegi 18 á starfs­tíma þess 1973–1979. Hver var heildar­fjöldi barna er vistuð voru á vöggu­stofum borgarinnar á starfs­tíma þeirra? Hver var heildar­fjöldi barna á hverri vöggu­stofu fyrir sig? Hversu mörg börn voru vistuð ár­lega á vöggu­stofu í til­liti til hvers árs fyrir sig og ár­legs meðal­tals?

2. Hver var á­stæða þess að stór­skað­legir starfs­hættir, sem gengu þvert gegn fyrir­liggjandi rann­sóknum, heil­brigðri skyn­semi og mann­legu eðli, voru við lýði á vöggu­stofum borgarinnar?

Það var auð­vitað nauð­syn­legt að bregðast við fé­lags­legum vanda­málum sem bitnuðu á vel­ferð hvít­voðunga. Fé­lags­mála­yfir­völd töldu sig leysa þau með því að fjar­lægja börnin af heimilum sínum. Á vöggu­stofum var í raun ekki farið eftir ein­hverri á­kveðinni eða niður­njörvaðri hug­mynda­fræði en við­mið voru úr­elt og aðal­lega sótt til sjúkra­húsa. Á vöggu­stofum var í for­svari hverju sinni hjúkrunar­kona, sem jafn­framt var for­stöðu­kona, og einn á­byrgur læknir. Starfs­konur voru al­mennt ó­fag­lærðar en klæddust sem hjúkrunar­konur í hvítum sloppum og með kappa á höfði. Vöggu­stofur voru því reknar sem heil­brigðis­stofnanir enda var allt innan­húss málað hvítt, hús­gögn fá, veggir auðir og allt dauð­hreinsað. Ofur­á­hersla var lögð á kerfis­bundna reglu­semi, kyrrð og að hús­næðið væri tandur­hreint í því skyni að fyrir­byggja líkam­leg veikindi. Um­hirða barnanna var vél­ræn eftir klukku og örvun á vits­muna- og til­finninga­þroska barnanna var alls ekki á dag­skrá. Þvert á móti þá var starfs­konum for­boðið að sinna öðru en líkam­legum þörfum barnanna til að fyrir­byggja tengsl.

Þor­björg Guð­rún Sigurðar­dóttir veitti Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lagsins for­stöðu 1972–1975. Hún sagði í fyrr­nefndu við­tali, við Frétta­blaðið 2. mars 2022, að sér hafi blöskrað það sem við henni blasti er hún hóf störf. Þor­björg kynntist vöggu­stofunni fyrst þegar hún var við nám í Fóstru­skólanum árið 1964. Þá fóru nokkrir nemar og unnu á vöggu­stofunni í fá­eina daga. Þeim varð svo mikið um að sjá hvernig starfs­hættir voru að þær kvörtuðu við dr. Sigur­jón Björns­son, sál­fræðing, sem var þá einn af kennurum Fóstru­skólans. Hann fór lengra með málið og fékk það meðal annars tekið fyrir í borgar­stjórn árið 1967. Mikil­vægasti hluti við­talsins er þegar Þor­björg lýsir starfs­háttum:

Þetta var þannig að við máttum ekki hugga börnin ef þau grétu. Við áttum að gefa þeim pela á fjögurra klukku­stunda fresti og skipta á þeim, en ekki að skipta okkur af þeim annars. Síðan var okkur upp­á­lagt að baða börnin en það mátti að­eins taka fimm mínútur. Það var allt á þennan veg. Börnin áttu mjög bágt, þau voru hrædd við snertingu og mjög inn í sér. ... Síðan kom ég aftur að heimilinu árið 1972 og þá sem for­stöðu­kona eins og áður segir. Þá beitti ég mér fyrir breytingum en mætti mikilli and­stöðu. Ég lét mála allt í glaðari litum, keypti leik­föng handa börnunum og passaði það að ef komið var með syst­kini á vöggu­stofuna að þau væru ekki skilin að. Ég fann fljót­lega mun á börnunum því að þau fengu að­eins meiri örvun og um­hyggju og ég fann að starfs­fólkið, meira að segja læknirinn sem var mjög mót­fallinn þessu, sá fram­farirnar.

Þarna talar fyrrum for­stöðu­kona og vitnis­burður hennar er afar mikil­vægur því hún stað­festir það sem Rétt­læti hefur haldið fram. Sam­kvæmt á­reiðan­legum heimildum frá eldri lækni þá vildu læknar á þessu tíma­bili helst ekki heim­sóknir til barna á sjúkra­húsum. Rétt eins og á sjúkra­húsum þá var sam­neyti barna og for­eldra talið ó­æski­legt á vöggu­stofum. Þar voru þau þó í raun strang­lega bönnuð. Mikillar tregðu gætti í þessum efnum hér á landi enda voru heim­sóknir til inni­liggjandi barna á sjúkra­húsum ekki gefnar frjálsar fyrr en 1977. Þetta skýtur skökku við þar sem sýnt hafði verið fram á skað­semi þess að ein­angra börn frá mæðrum sínum fyrir síðari heims­styrj­öld. Síðan stað­festu vel kunnar rann­sóknir, René Spitz frá 1945 og James Roberts­son og John Bowlby frá 1952 (sjá nánar neðar), skað­semi þess að svipta börn eðli­legum tengslum við mæður sínar og raunar öll tengsl við fólk. Niður­staða þeirra varð til þess að breytingar voru gerðar á fyrir­komu­lagi vistana barna í Bret­landi og víðar. Þá vaknar spurningin hvort engum hér á landi hafi verið kunnugt um skað­semina? Lítið er um heimildir en þó kemur fram í blaða­grein í Þjóð­viljanum frá 25. apríl 1956 að vit­neskja var vissu­lega til staðar um skað­semi starfs­hátta eins og tíðkuðust vöggu­stofum. Þar segir m.a.:

Það er út­breidd skoðun að lítil börn séu fljót að gleyma og þótt þau finni sárt til að­skilnaðarins frá for­eldrunum þegar þau þurfa að fara á sjúkra­hús, þá gleymi þau ó­þægindunum svo fljótt að það komi ekki að sök. Í mörgum löndum er þessi skoðun nú talin úr­elt. Í Sovét­ríkjunum fer móðirin með á sjúkra­húsið þegar litla barnið verður veikt. Í Banda­ríkjunum er víða byrjað á því sama eða þá að for­eldrarnir eru hvattir til að heim­sækja barnið eins oft og unnt er. Einnig í Eng­landi vex þessu máli fylgi og þar hefur verið gerð rann­sókn til að fylgjast ná­kvæm­lega með við­brögðum barnanna. ... Niður­stöður rann­sóknanna eru því þessar: Leyfðar eru dag­legar heim­sóknir for­eldra, jafn­vel til allra yngstu barna, vegna þess að það styrkir sam­bandið milli móður og barns. Það er miklu betra að barnið sjái móður sína á hverjum degi, þótt það verði sorg­bitið þegar hún fer, en eiga á hættu að barnið fái það á til­finninguna að það sé gleymt og svikið. Talið er hag­kvæmast að móðirin fylgi ung­barninu á sjúkra­húsið og búi þar ef kostur er. Ef það er ekki hægt er bezt að móðirin sé hjá barninu allan daginn. For­eldrar vilja gera allt til þess að mega heim­sækja börnin. Rann­sóknin sýndi enn fremur að for­eldrar setja allt á annan endann til þess að geta heim­sótt börn sín. Margir for­eldranna komu langt að og töpuðu miklu fé með vinnu­tapi og flutnings­kostnaði til þess að heim­sækja börnin. Þá sjaldan ,að mæður gátu ekki komið, stafaði af því að ung­barn var á heimilinu, veikur heimilis­faðir eða móðirin var sjálf veik. Þá komu afar og ömmur eða aðrir nánir ættingjar. Það kom sem sagt í ljós að aldrei þarfnast börnin for­eldra sinna meira en þegar þau eru veik, og það er al­rangt að skilja veikt barn al­ger­lega frái föður sínum og móður.

Í bók sinni, Um ætt­leiðingu, Rvík, 1964, bls. 109–111, kemst höfundurinn, prófessor Símon Jóh. Ágústs­son, svo að orði:

Nú­tíma rann­sóknar­menn hafa leitt að því mjög sterk rök, að allt frá þriggja mánaða aldri og einkum úr því að barnið er 6 mánaða, er það í hættu, þegar það er van­rækt til­finninga­lega. Skað­sam­legar af­leiðingar fyrir barnið hefur úr því til­finninga­leg van­ræksla, sem stendur lengur en þrjá mánuði og ef hún stendur lengur en eitt ár, má búast við því, að barnið kunni að bera hennar menjar alla ævi. Hér er átt við börn á aldrinum sex mánaða til tveggja ára. Án hæfi­lega fjöl­breyttra ytri skyn­hrifa og fé­lags­legrar örvunar sljóvgast og visnar sálar­líf barnsins. Þessi örvun fer fram á marg­vís­legan hátt: með líkam­legri ná­lægð og snertingu móðurinnar ... . Ef barnið fer að miklu leyti á mis við þessa örvun, einkum úr því að það er þriggja mánaða, hefur það skað­sam­leg á­hrif á allan sálar­þroska þess og per­sónu­gerð ... . Mikið vand­hæfi er á að reka vöggu­stofur á þann hátt, að börn fái þar næga örvun. Þeim er yfir­leitt ekki sinnt nóg, svo að þau skortir hvatningu, sem mann­legur fé­lags­skapur og um­hverfi annars veitir þeim í góðum og sæmi­legum fjöl­skyldum. Oft er aukið á þessa ein­angrun með ó­heppi­legu og úr­eltu fyrir­komu­lagi ... . Fjöl­margar rann­sóknir á börnum, sem lengi hafa verið á vöggu­stofum reknum á þennan hátt, hafa ó­tví­rætt leitt í ljós, að ein­angrun, skortur á örvun og fé­lags­tengslum við aðra, stór­heftir allan and­legan þroska þeirra. Kemur það fram á ýmsan hátt: sem deyfð, á­huga­leysi, þung­lyndi og til­finninga­sljó­leiki.

Enn fremur segir sami höfundur: ,,... má full­yrða, að of fá­breytt um­hverfi, þar sem ung­barnið skortir skynjunar­örvun og er ekki í eðli­legum fé­lags­tengslum við móður sína (stað­gengil hennar) og síðar við annað fólk, sé mjög ó­hag­stætt öllum and­legum þroska þess. Ef á þetta brestur mikið sakir af­skipta­leysis og ein­angrunar, er and­legur þroski barna að miklu leyti kyrktur í fæðingunni og per­sónu­gerð þeirra raskast. Slík með­ferð ung­barna er sama eðlis og hinn ó­hugnan­legi „heila­þvottur,“ sem flestir eiga ekki nógu sterk orð til að for­dæma.

Það er því ljóst að vit­neskjan um skað­semi starfs­hátta vöggu­stofanna var ljós hér á landi en ekkert var að­hafst. Þessi ó­eðli­lega með­ferð á börnunum leiddi til al­var­legra truflana á tengslum þeirra við annað fólk. Börnin fóru m.a. á mis við nauð­syn­lega örvun, fé­lags­mótun, at­ferlis­stjórnun og síðast en ekki síst, bráð­nauð­syn­lega hlýju og ást. Það er brýnt að rann­saka hvað olli því að fjöl­mörg börn voru sköðuð til lang­frama þrátt fyrir fyrir­liggjandi vit­neskju um skað­semi starfs­háttanna. Svara þarf þeirri spurningu hvers vegna gagn­rýni var kæfð og hvers vegna börnin fengu aldrei að njóta vafans?

3. Hvernig þrifust börn á meðan þau voru vistuð á vöggu­stofum borgarinnar?

Sem fyrr segir þá var ofur­á­hersla var lögð á hrein­læti á vöggu­stofunum. Mark­miðið var að fyrir­byggja líkam­leg veikindi barnanna. Miðað við þess tíma mæli­kvarða þá fengu börnin bestu mögu­legu næringu. Því vekur það at­hygli hve illa börn þrifust al­mennt á meðan vistun þeirra stóð. Mjög al­gengt var börnin voru of létt við út­skrift og undir við­miðunar­kúrfu. Þekkt var að börn þyngdust í upp­hafi vistunar, enda stundum van­nærð við inn­ritun, en síðan lá þyngdar­kúrfan niður á við. Rann­sóknir hafa stað­fest að al­var­legar tengslaraskanir barna valda því að þau þrífast mun verr en ella. Í versta falli „slökkva þau á sér“, vilja ekki nærast og deyja.

Við upp­haf starf­semi vöggu­stofa borgarinnar árið 1949 hafði þegar verið sýnt fram á að það þarf að sinna ung­börnum til­finninga­lega því annars veslast þau upp og skaðast varan­lega (sjá Spitz 1945 o.fl. neðar). Öndunar­færa­sýkingar voru ó­venju al­gengar meðal vöggu­stofu­barnanna. Þekkt er að sum þeirra urðu fyrir ó­aftur­kræfum lungna­skaða vegna lungna­bólgu sem erfitt reyndist að upp­ræta. Þar bætti ekki úr skák að börnin lágu á mikið bakinu og voru í lengstu lög ekki flutt á sjúkra­hús. Vegna ó­náttúr­legs og dauð­hreins­aðs um­hverfis þá þroskaðist ó­næmis­kerfi barnanna ekki sem skyldi. Einnig skorti mót­efni sem börn fá að öllu jöfnu með móður­mjólkinni. Þá var hreyfingu veru­lega á­fátt og því styrktust ekki vöðvar og lungu sem skyldi. Börnin komust sjaldnar en ella í tæri við bakteríur og veirur en þegar það skeði þá var líkami þeirra síður í stakk búinn til að takast á við ó­væruna. Vöggu­stofu­börn voru eftir á í líkam­legum þroska vegna við­varandi rúm­legu fyrstu mánuði ævinnar. Örvun var engin og því þroskuðust hvorki gróf- né fín­hreyfingar sem skyldi. Vegna al­var­legrar tengsla­röskunar þá var skorti upp á eðli­legan mál­þroska barnanna og þekkt var að þau voru ó­ta­landi við tveggja ára aldur. Fjöl­mörg dæmi eru um ó­aftur­kræfan augnskaða sem börnin urðu fyrir vegna skorts á sjón­rænu á­reiti. Mörg þeirra urðu rang- eða til­eygð og sjón­skekkja var al­geng af sömu sökum. Önnur skað­leg á­hrif vistunar á vöggu­stofum var skortur á trausti sem er undir­staða tengsla­myndunar hjá börnum. Traust barna gat ekki myndast vegna al­gjörs skorts á per­sónu­legum tengslum við á­kveðnar mann­eskjur. Þessu með­ferð á börnunum leiddi á­falla­streitu­röskunar en nánar verður vikið að því síðar.

Árni H. Kristjánsson, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertsson.
Mynd/Samsett

4. Hversu mörg börn voru ætt­leidd eða vistuð í fóstur frá vöggu­stofum borgarinnar og á hvaða for­sendum?


Auð­vitað var stundum nauð­syn­legt að vista börn á vöggu­stofum þar sem engin önnur úr­ræði voru fyrir hendi. Jafn­framt var öðru hverju talið nauð­syn­legt að svipta ó­hæfa for­eldra for­ræði yfir börnum sínum og vista þau á vöggu­stofum. En fyrir kom að for­eldrar sviptir börnum sínum fyrir litlar eða engar sakir. Jafnan voru þetta for­eldrar í krappri stöðu, svo sem ungar ein­stæðar mæður eða fá­tækar með veikt bak­land. Þá var alls ó­víst hvort börn og mæður yrðu sam­einuð á ný því á vöggu­stofunum var sýslað með börn til fósturs og ætt­leiðinga. Þetta var al­kunna á þessum tíma enda löngu fyrir daga ætt­leiðinga er­lendis frá. Fyrir barn­laus hjón lá beint við að freista gæfunnar hjá vöggu­stofum borgarinnar. Góð sam­bönd greiddu fyrir mögu­leika á barni en um þræði héldu for­stöðu­kona hverju sinni og Barna­vernd Reykja­víkur. Þegar barn­laus hjón höfðu „fest sér barn“ þá var stundum hart gengið fram, með full­tingi fé­lags­mála­yfir­valda, til að fá for­eldra til að af­sala sér barni sínu. Auð­vitað lentu börn oft hjá ást­ríku fólki og var ætt­leiðingin þeim til gæfu. Eftir stendur að endrum og sinnum voru for­eldrar sviptir börnum sínum fyrir það eitt að vera fé­lags­lega illa stödd. Þá réð úr­slitum yfir­gengi­legt valda­ó­jafn­vægi og vald­níðsla.

Mæður vöggu­stofu­barna voru sem fyrr segir flestar úr lægri þrepum sam­fé­lagsins og urðu fyrir for­dómum og vald­níðslu. Þar var starfs­fólk vöggu­stofanna engin undan­tekning en meðal þess ríktu einnig for­dómar gagn­vart mæðrunum. Sneri það meðal annars að meintu laus­læti þeirra og að þær bæru þá mögu­lega með sér ó­væru. Eða eins og starfs­kona orðaði það: „Maður vissi ekkert hvað þær væru að bera með sér eða hjá hverjum þær sænguðu.“ Heimildar­maður segir um­mælin endur­óma þau við­horf sem ríktu al­mennt meðal starfs­fólks. Af þessum á­stæðum var meðal annars talið eðli­legt að mæður fengu að­eins að sjá börn sín úr fjar­lægð í gegnum gler.

Fyrir liggur að á árunum 1950–1970 voru um 2% fæddra barna á Ís­landi ætt­leidd. Spyrja má hvaða hvati lá að baki þeirri á­herslu sem lögð var á að koma börnunum í fóstur eða til ætt­leiðinga. Það var ekki um auðugan garð að gresja fyrir barn­laus hjón því fram­boð á börnum var minna en eftir­spurn. Vegna þessa skapaðist þrýstingur sem fé­lags­mála­yfir­völd tóku þátt í að létta. Í heimildum frá fé­lags­mála­yfir­völdum kom meðal annars fram að vistun barns á einka­heimili væri fjár­hags­lega hag­kvæmt fyrir borgina. Segja má að fyrir barn­laus hjón og fé­lags­mála­yfir­völd hafi sam­vinna verið beggja hagur. Það blasir við að ef börnin færu á sjálf­bært einka­heimili þá losnaði borgin við kostnað. Hvort heldur sem börnin væru á­fram á stofnun eða hjá for­eldrum sem þyrftu stuðning við fram­færslu barna sinna til lengri tíma. Því þarf að skoða hvort fjár­hags­legir hags­munir borgar­yfir­valda hafi átt þátt í að ráða ör­lögum vöggu­stofu­barna og for­eldra þeirra.

Fyrr­nefndur Símon Jóh. Ágústs­son tók saman tölur yfir ætt­læðingar á mis­munandi tíma­bilum. Á árunum 1952–1958 voru 500 börn ætt­leidd og á tíma­bilinu 1959–1962 voru 388 börn ætt­leidd. Sam­tals voru því 888 börn ætt­leidd á 10 ára tíma­bili 1952–1962. Á tíma­bilinu 1960–1970 voru 843 börn ætt­leidd. Til saman­burðar þá má nefna að á 30 ára tíma­bili 1990–2020 voru 205 börn frum­ætt­leidd og að lang­mestu leyti frá út­löndum.

Í janúar árið 1963 hélt Hákon Gunnars­son erindi um ætt­leiðingar hjá Kven­réttinda­fé­lagi Ís­lands. Á­stæða þess var að fé­lags­konur höfðu á­hyggjur af ó­eðli­lega miklum fjölda ætt­leiðinga hér á landi. Á þessum tíma voru sem fyrr segir um 2% fæddra barna á Ís­landi ætt­leidd. Fram kom að bág fé­lags­leg staða mæðra ætti ekki að leiða til þess að þær þyrftu að af­sala sér barni sínu. Einnig kom fram gagn­rýni á lög um ætt­leiðingar. Eitt kyn­legt á­kvæði í lögunum var að kjör­for­eldrar gátu skilað barni, sem þeir höfðu ætt­leitt, ef þau töldu ein­hverja van­kanta vera á barninu. Slíkt var ein­mitt þekkt á vöggu­stofunum þar sem kjör­for­eldrar skiluðu börnum og völdu sér annað í staðinn. Í lok fundar var eftir­farandi til­laga sam­þykkt: „Fundur Kven­réttinda­fé­lags ís­lands, haldinn 15. janúar 1963, telur ætt­leiðingar var­huga­verðar af sið­ferði­legum, ætt­fræði­legum og fé­lags­legum á­stæðum. Fundurinn hvetur því lög­gjafann og allan al­menning til að vinna gegn ætt­leiðingu og stöðva þá ó­heilla­þróun, sem hér hefur orðið í því efni undan­farið.“

Auk ætt­leiðinga var nokkuð um að börn færu í fóstur en um það skortir heimildir. Það þarf að rann­saka hve mörg börn fóru í fóstur og á hvaða for­sendum. Ofan­greind töl­fræði yfir ætt­leidd börn hér á landi styður þá til­gátu að ó­eðli­lega mörg börn hafi verið ætt­leidd frá vöggu­stofum borgarinnar. Mikil­vægt er að rann­saka hve mörg þessi börn voru og á hvaða for­sendum þau voru ætt­leidd í raun.

5. Hversu mörg börn létust á vöggu­stofum borgarinnar og hver var dánar­or­sökin?

Dr. Sigur­jón Björns­son, sál­fræðingur, benti á þá stað­reynd árið 1967 að dauðs­föll vöggu­stofu­barna væru mun al­gengari en meðal barna sem ólust við eðli­legar/hefð­bundnar að­stæður. Austur­ríski barna­geð­læknirinn og sál­greinirinn René Spitz fram­kvæmdi kunna rann­sókn árið 1945. Niður­staðan var sú að börn eiga á hættu deyja ef þau fá ekki næga til­finninga­lega örvun og ást, jafn­vel þó þau hafi gott húsa­skjól, nægan mat og séu hrein og strokinn. Vöggu­stofu­börn sem ólust upp í slíkum að­stæðum komu mun verr út en þau sem lifðu við erfiðar að­stæður eins og t.d. í fangelsum með mæðrum sínum. Í rann­sókn Spitz kom m.a. fram að um 37% þeirra barna sem ólust upp á vöggu­stofum létu lífið fyrir tveggja ára aldur á meðan ekkert af börnunum í fangelsum lést. Börnin sem ólust upp í fangelsi voru síður lík­leg til að fá sýkingar, voru líkam­lega heil­brigð og þroski þeirra eðli­legur. Þá voru þau einnig vits­muna- og til­finninga­lega eðli­leg. Á móti þá voru börnin sem ólust upp á vöggu­stofum mun lík­legri til að fá sýkingar, áttu erfitt með að þyngjast, sýndu merki um til­finninga­legar raskanir, þroskaraskanir og fat­lanir. Spitz dró þá á­lyktun út frá niður­stöðum sínum að það væri ekki að­eins heilsu­spillandi að njóta ekki um­hyggju móður, heldur gæti það verið ban­vænt að alast ekki upp við ást og um­hyggju. Á vöggu­stofum var það ein­mitt skortur á þessum grunn­þörfum barna, enda yfir­lýst stefna, sem varð þeim að aldur­tila en ekki um­hverfið. James Roberts­son og John Bowlby komust að sömu niður­stöðum árið 1952 og því er ljóst að sláandi niður­stöður rann­sókna á skað­semi vöggu­stofa voru vel kunnar á starfs­tíma þeirra hér á landi.

Gert var ráð fyrir dauðs­föllum á vöggu­stofum borgarinnar því vöggu­stofu­börn dóu hér á landi sem annars staðar. Dánar­or­sakir hafa verið af fyrr­nefndum á­stæðum en einnig kom annað til. Sam­kvæmt heimildar­manni kom fyrir að börn voru flutt á vöggu­stofurnar beint af fæðingar­deild. Stundum voru börnin mikið fötluð eða al­var­lega veik og ekki hugað líf. Á Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lagsins var skírnar­fontur svo að börnin yrðu skírð áður en þau dóu og lík­her­bergi á fyrstu hæð hússins. Þá vaknar spurningin hvers vegna mikið fötluð eða veik börn voru flutt á vöggu­stofuna í stað þess að fá við­eig­andi um­önnun á sjúkra­húsi?

Það verður ekki hjá því komist að rann­saka dauðs­föll vöggu­stofu­barna og raun­veru­legar dánar­or­sakir. Skoða þarf dánar­tíðni og bera saman við tíðni and­láta hjá börnin sem ólust upp við eðli­legar/hefð­bundnar að­stæður. Auð­vitað hefur læknir skrifað dánar­vott­orð barnanna en full­yrða má að sjaldnast var þar nefnd raun­veru­leg á­stæða dauða þeirra.

6. Hvað varð um börn sem vistuð voru á vöggu­stofum borgarinnar og hvernig vegnaði þeim í lífinu?

Fyrir liggur að fjöl­mörg vöggu­stofu­börn áttu erfitt upp­dráttar í lífinu vegna þess skaða sem þau urðu fyrir. Sæunn Kjartans­dóttir, sál­greinir, hefur rann­sakað frum­bernskuna og m.a. gefið út tvær bækur um efnið, Árin sem enginn man og Fyrstu 1000 dagarnir. Eftir­farandi um­fjöllun byggir á erindi sem hún flutti á fræðslu- og sam­stöðu­fundi Rétt­lætis. Það er ó­um­deilt að frum­bernskan er mikil­vægasti tími ævinnar. Þá er heilinn í mótun og hvernig það tekst til veltur á nánasta um­hverfi barnsins. Unga­börn eru al­gjör­lega ó­sjálf­bjarga og al­farið háð um­hyggju full­orðinna til að komast af. Hlut­verk full­orðins um­önnunar­aðila er ekki að­eins að fæða og klæða barnið heldur þarf hann að veita því stöðuga um­hyggju og at­hygli svo að það finni til öryggis og þroskist eðli­lega. Að öðrum kosti myndast streita og ótti hjá barninu en það hefur á­hrif á hormóna­fram­leiðslu líkamans sem hefur á­hrif á mótun og virkni heilans. Þannig mótar reynslan sjálf heilann og stýrir því hvernig taugar tengjast og tauga­brautir myndast. Á­hrifa­mesta leiðin til að draga úr ótta barns og veita því verndar- og öryggis­til­finningu er að það eigi nánd við aðra mann­eskju. Sú þarf að vera næm og reiðu­búinn til að bregðast við marg­vís­legum þörfum barnsins og gleðjast yfir til­veru þess.

Frá fyrsta andar­drætti eru börn fé­lags­verur sem þarfnast náinna sam­skipta ekki síður en næringar. Sam­skipti eru upp­spretta vel­líðunar, öryggis og þroska. Með sam­skiptum fá börn fyrstu kynni af heiminum og læra að þekkja sig. Sam­hliða því sem heilinn mótast byrjar hugar­heimur barnsins að taka á sig mynd. Barn sem fær á­vallt svar við kalli sínu og hlýtt við­mót þróar með sér þá hug­mynd að það sjálft sé at­hygli vert og að heimurinn sé að jafnaði góður. Barnið byggir upp traust til annarra og upp­lifir að það sjálft geti haft á­hrif. Hvað ef barn elst upp við að full­orðna fólkið sé ekki það skjól sem það þarfnast, hefur ekki á­huga eða hrein­lega ýtir því frá sér? Þegar grátur skilar engu eða leiðir til hrana­legra við­bragða, jafn­vel of­beldis? Hvað ef enginn gleðst yfir barni sem lærir að láta lítið fyrir sér fara eða bjarga sér upp á eigin spýtur?

Ó­hjá­kvæmi­lega fá börn í slíkum að­stæðum önnur skila­boð um sig sjálf og það hefur bæði á­hrif á sjálfs­myndina og við­horf þeirra til annarra. Grunn­stefið verður: „Ég skipti ekki máli og fólki er sama um mig.“ Það sem verra er að barnið telur sig sjálft vera á­byrgt fyrir fram­komu hinna full­orðnu. Það liggur í hlutarins eðli að það hefur mjög mikil á­hrif á sjálfs­myndina þegar sú ó­með­vitaða hug­mynd tekur sér ból­festu í hugar­heimi barns að það sé ein­fald­lega ekki gott. Þetta er ein­mitt þekkt meðal full­orðinna sem hafa upp­lifað van­rækslu eða of­beldi sem börn. Sem börn leituðu þau síður til full­orðinna þegar eitt­hvað bjátaði á vegna þess að þau treystu þeim ekki. Þau voru þá að sjálf­sögðu verr í stakk búin til að verjast ein­elti og of­beldi. Af þeim sökum verða bjarg­ráð þeirra oft því marki brennd að veita skamm­vinna lausn og skapa meiri vanda en þau eiga að leysa. Til dæmis með því að leita í mat, tölvu­leiki, kyn­líf, á­fengi og vímu­efni eins fljótt og að­stæður leyfa.

Það er stað­reynd að mörg vöggu­stofu­barnanna misstu fótanna í lífinu þar sem þau kunnu ekki að takast á við á­falla­streitu­röskun, til­finninga­legan sárs­auka, höfnun og ó­skil­greindan ótta. Fjöl­mörg þeirra leituðu í á­fengi og fíkni­efni og mörg létust af þeim völdum. Einnig liggur fyrir að mörg barnanna glímdu sál­ræna kvilla/geð­raskanir og hluti þeirra tók eigið líf. Þau sem lifa hafa mörg glímt við brotna sjálfs­mynd, fé­lags­lega ein­angrun og ýmis konar sjúk­dóma og full­yrða má að tíðnin er mun hærri hjá þeim en gengur og gerist. Það er afar brýnt að rann­saka hvað varð um vöggu­stofu­börnin hvernig þeim vegnaði í lífinu í víðum skilningi. Það mætti gera með því töl­fræði­greina menntun, líkam­lega heilsu, geð­heilsu, á­fengis eða fíkni­efna­neyslu, sjálfs­víg og meðal­aldur með saman­burð við börn sem fengu hefð­bundið upp­eldi.

Reykja­vík 14. mars 2022

Fyrir hönd Rétt­lætis

Árni H. Kristjáns­son

Hrafn Jökuls­son

Tómas V. Alberts­son

Viðar Eggerts­son

Greinin var uppfærð 15.3.2022 kl. 11:50.