Snorr­i Sturl­u­son, frænd­i minn, var sjálf­mið­að­ur mað­ur. Hon­um tókst allt­af að snúa at­burð­a­rás­inn­i í kring­um sjálf­an sig. Hann á­kvað öll hjón­a­bönd barn­a sinn­a með eig­in hags­mun­i að leið­ar­ljós­i. Dæt­ur sín­ar gift­i hann sið­blind­um höfð­ingj­um og fönt­um án þess að leið­a hug­ann að vilj­a og löng­un­um þeirr­a sjálfr­a. Yngstu dótt­ur­in­a, Þór­dís­i, gaf hann Þor­vald­i Vatns­firð­ing­i Snorr­a­syn­i sem var 45 árum eldri en hún og einn þekkt­ast­i of­beld­is­mað­ur lands­ins.

Um pásk­an­a not­að­i ég tím­ann til að horf­a á kvik­mynd­ir og lesa Sturl­ung­u. Ég sam­sam­að­i mig með mörg­um í þess­um bí­ó­mynd­um auk höf­uð­per­són­um bók­ar­inn­ar eins og Sturl­u frænd­a mín­um Sig­hvats­syn­i og Guð­mund­i góða Ara­syn­i bisk­up. Þeg­ar ég rædd­i þett­a við kon­un­a mína sagð­i hún að ég væri með sams kon­ar sjálf­hverf­u og Snorr­i. „Þér finnst þú vera mið­punkt­ur al­heims­ins.“ Með aldr­in­um fer reynd­ar þörf­in fyr­ir mig hratt minnk­and­i. Land­spít­al­inn virð­ist blómstr­a þótt ég sé að mest­u hætt­ur störf­um. Nýir geð­lækn­ar eru eft­ir­læt­i fjöl­miðl­a. Jafn­aldr­ar mín­ir verð­a æ ell­i­legr­i út­lits. Minn­ing­ar­grein­ar Mogg­ans eru skemmt­i­legr­i af­lestr­ar en heim­spek­i­leg­ar grein­ar gáf­u­mann­a um til­gang lífs­ins.

Þess­ar stað­reynd­ir eru erf­ið­ar und­ir tönn fyr­ir mann af mínu mik­il­væg­i. Heim­ur­inn þramm­ar á­fram þótt ég sé far­inn að hel­tast úr lest­inn­i. Gaml­i fras­inn að all­ir kirkj­u­garð­ar séu full­ir af ó­miss­and­i fólk­i rifj­ast upp. Það á kannsk­i við um alla hina en ekki mig. Mest­u skipt­ir að bera höf­uð­ið hátt og vera ó­miss­and­i sama hvað hver seg­ir. Sig­urð­ur heit­inn Breið­fjörð vitj­að­i mín í draum­i og fór með þess­a vísu:

Lát ei kúg­ast þank­a þinn

þeg­ar efni vand­ast.

Ég skal fljúg­a á for­lög­in,

fell­a þau og stand­ast.