Mörgum hnykkti við á mið­viku­dag þegar fréttist af árás innan veggja Borgar­holts­skóla. Af mynd­böndum að ráða, sem send voru til fjöl­miðla af at­burðinum, var fram­ganga þeirra sem fyrir á­rásinni stóðu hömlu­laus. Beiting bar­eflis og hnífa er til vitnis um hversu hættu­leg at­lagan var og hve mikið lán var að ekki fór verr.

Ekki hefur enn verið upp­lýst hver til­drögin voru en ýmis­legt bendir til að þetta hafi verið ætlað sem ein­hvers konar upp­gjör eða hefndar­að­gerð.

Að kvöldi sama mið­viku­dags greindi Frétta­blaðið frá slags­málum ung­menna sem brutust út í einu hverfa borgarinnar þar sem hnefar voru látnir skipta og hættu­spörkum beitt.

Ekki er langt síðan sagt var frá grófum slags­málum á Lauga­vegi og sömu­leiðis al­var­legri líkams­á­rás fjölda ung­menna við Hamra­borg í Kópa­vogi. Og þetta eru að­eins dæmi af handa­hófi. Það er á­stæða til að hafa á­hyggjur af vaxandi of beldi í sam­skiptum fólks. Í hverri viku þarf lög­regla að hafa af­skipti af fólki sem virðist líta svo á að of beldi sé leið til sam­skipta. Á rit­stjórnir fjöl­miðla berast dag­lega fréttir af á­rásum og róstum, ýmist á heimilum fólks eða á götum úti. Sumt af því á erindi við al­menning og þá sagðar af því fréttir. Frétta­blaðið hefur í­trekað fjallað um of beldi undan­farna mánuði, meðal annars gegn þeim sem standa höllum fæti og eiga bágt með að bera hönd fyrir höfuð sér.

„Niður­stöður rann­sóknar sem unnin var fyrir vel­ferðar­ráðu­neytið 2017 sýndi að 59 prósent fatlaðra kvenna höfðu orðið fyrir kyn­ferðis­legu, líkam­legu eða and­legu of beldi á lífs­leiðinni og 48 prósent fatlaðra karla,“ sagði Hrafn­hildur S.

Gunnars­dóttir, verk­efnis­stjóri hjá Fé­lags­vísinda­stofnun Há­skóla Ís­lands, í sam­tali við blaðið um miðjan desember. „Of beldið sem fatlaðar konur verða fyrir er svo marg­slungið og það sem vefst fyrir mér sem rann­sakanda er að ég er eigin­lega full­viss um að tíðni­rann­sóknir van­meti um­fang of beldisins, þótt þær gefi sannar­lega mikil­vægar vís­bendingar,“ segir Hrafn­hildur jafn­framt í fréttinni.

Allt eru þetta ein­hvers konar birtingar­myndir of beldis og of­ríkis sem sí­fellt virðist bera meira á. Nú má vel vera að þetta hafi alltaf verið svona. Of beldi hafi alltaf grasserað meðal fólks en aukin vitund þess, meðal annars vegna um­fjöllunar fjöl­miðla, birtingar mynd­banda á sam­fé­lags­miðlum og al­menn um­ræða, hafi dregið það fram í dags­ljósið.

Hvernig sem í því liggur er ljóst að of beldi er sam­fé­lags­mein. Við getum ekki sam­þykkt of beldi sem að­ferð til að koma skoðunum á fram­færi, knýja fram úr­slit mála, hafa á­hrif á fram­vindu þeirra eða bein­línis til að sýna mátt sinn og megin.

Sama í hvaða mynd, of beldi getur aldrei verið svar við neinu. Það meiðir og skemmir. Það þarf að upp­ræta.

Byrjum á þeim sem því beita. Þeir eru hjálpar þurfi og þurfa stuðning ekki síður en þeir sem fyrir því verða.