Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar of­beldi ýmist af fjöl­miðlum eða í gegnum fjöl­miðla, yfir­leitt er þeim stillt upp á á­kveðinn hátt í fjöl­miðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafn­vel ó­sýni­legar. Það verður til þess að fólki þykir auð­veldara að af­manneskju­væða þær og leyfir sér því frekar að tala um þær á meira of­stopa­fullan hátt. Þær þurfa lítið að gera til þess að fólk leyfi sér að ráðast á þær, það þarf ekki að vera nema ein skoðun á á­kveðnu mál­efni, að hækka róm sinn um of eða að hlæja á ó­sam­þykktum tíma­punkti. Hvernig fjöl­miðlar leyfa sér að fjalla um konur ýtir undir meira þol og jafn­vel sam­þykki á því að þær séu út­settar fyrir og beittar of­beldi. Það verður á­kveðin normalí­sering á því að stilla femínískum aktív­istum upp sem smelli­beitum og þá fyrir al­mennan borgara á­samt fjórða valdinu að beita þær of­beldi.

Ef við förum að­eins yfir söguna er það skýrt að konum hefur verið stillt upp á nei­kvæðan hátt í fjöl­miðlum í aldanna rás í þeim til­gangi að draga úr trú­verðug­leika þeirra. Þegar upp kom um fram­hjá­hald Bill Clin­ton, fyrrum Banda­ríkja­for­seta, árið 1998 við unga konu, Moni­ca Lewins­ky sem starfaði á skrif­stofu hans, var allt gert til að gera hana seka að því „hneykslis­máli“. Í fjöl­miðlum var hún máluð upp sem kyn­þokka­full, feit, kven­leg eða ó­kven­leg drusla. Niður­læging hennar varð al­þjóð­legt sjónar­spil í fjöl­miðlum sem leiddi til þess að hún eyddi tveimur ára­tugum í að forðast sviðs­ljósið.

Það þarf ekki að leita langt til að finna dæmi um að­för að konum í fjöl­miðlum hér­lendis. Konur sem berjast gegn ó­sann­girni í góðri trú eru út­settar fyrir æru­meiðingum og of­beldi af hálfu fjöl­miðla og þeirra sem ekki að­hyllast sömu hug­mynda­fræði. Þessi að­för fylgir alltaf sömu upp­skriftinni og virðist hafa það mark­mið að fá femíníska aktív­ista til að brenna út. Sól­ey Tómas­dóttir og Hildur Lillien­dahl fengu að upp­lifa þessa að­för og upp­lifa enn í dag. Femínískir aktív­istar virðast ekki mega anda án þess að fjöl­miðlar taki það upp og birti sem smelli­beitur. Ýmist deila fjöl­miðlar síðan fréttunum á sínum miðlum með fyrir­sögnum á borð við „eru les­endur sam­mála þessu?“ og „er þetta rétt hjá henni?“, allt til þess að skapa skot­færi á hatur­s­orð­ræðu gegn þeim. Það er ekki langt síðan Hildur Lillien­dahl skrifaði „Hérna… þessi mótor­hjól á Lauga­veginum, hvað er þetta eigin­lega?“ inn á hverfis hópinn sem hún er partur af. Fjöl­miðlar voru ekki lengi að skrifa frétt um þessa litlu sak­lausu spurningu og velja eins gildis­hlaðna fyrir­sögn og hægt var. Svona fram­ganga fjöl­miðla hefur í för með sér al­var­legar af­leiðingar þar sem fjórða valdið nær að kynda undir fyrir­litningu í ein­stak­lingum sem síðan beita aktív­ista of­beldi eða hóta þeim of­beldi.

Konur sem berjast gegn ó­sann­girni í góðri trú eru út­settar fyrir æru­meiðingum og of­beldi af hálfu fjöl­miðla og þeirra sem ekki að­hyllast sömu hug­mynda­fræði. Þessi að­för fylgir alltaf sömu upp­skriftinni og virðist hafa það mark­mið að fá femíníska aktív­ista til að brenna út.

Sama má segja um Sól­eyju Tómas­dóttur, þar sem fjöl­miðlar eiga sömu­leiðis sögu um að taka flest úr sam­hengi sem hún segir og skrifar til að geta birt smelli­beitu fréttir. Það virðist engu máli skipta hversu oft og vel konur og aktív­istar út­skýra mál sitt, alltaf eru fjöl­miðlar til­búnir að líta fram­hjá því fyrir fleiri smellur og meiri um­ferð á miðlana sína. Fjöl­miðlar reyna að gera eina femíníska bar­áttu­konu að hold­gerving femínísma í einu. Þeir herja síðan á þær og reyna að láta þær svara fyrir þau femínísku mál­efni sem brenna á allra vörum hverju sinni. Fjöl­miðlar reyna að mála upp á­kveðna mynd af þessum konum, t.d. með því að setja af þeim ó­að­laðandi myndir með fréttunum sem þeir birta, grafa undan þeim, draga úr trú­verðug­leika þeirra, gera þeim upp skoðanir og síðast en ekki síst - gera þær að smellu­brellum æsi­frétta­miðla.

Núna, 24 árum frá að­förinni að Moni­ca Lewins­ky, erum við enn á þeim stað að þurfa berjast fyrir því að konur séu ekki smánaðar í fjöl­miðlum og að fjórða valdið sé ekki notað til að beita konur á­fram­haldandi of­beldi. Ný­legt dæmi um smánun í fjöl­miðlum hér­lendis er að­förin að bar­áttu­konunni Eddu Falak sem er gerð í þeim eina til­gangi að draga úr trú­verðug­leika hennar. Allt sem hún gerir hefur verið stillt upp í fjöl­miðlum á þann hátt að kommenta­kerfið logar með ó­geðs­legum at­huga­semdum sem oftast fá að standa ó­á­reittar.

Fjöl­miðlar hafa einnig tekið þátt í að­förinni gegn henni með því að birta fréttir upp úr mjög svo aug­ljós­lega fölsuðum skila­boðum sem eiga að líta út fyrir að vera frá henni. Fjöl­miðlar halda því fram að allt sem hún geri varði við al­menning líkt og hvernig brauð hún borðar og hvernig klippingu hún kýs að vera með. Þetta er að­ferð sem fjöl­miðlar beita og Jameela Jamil, leik­kona, hefur fjallað um. Hún notar hug­takið „tabloid over exposure“ sem felur í sér að fjöl­miðlar fjalla ó­hóf­lega mikið um á­kveðna konu, taka hlutina sem hún segir úr sam­hengi og láta líta út eins og þessi til­tekna kona sé alltaf að biðja um við­töl. Þessi að­ferð fjöl­miðla gerir það að verkum að al­menningur fær ógeð af þessari konu og í kjöl­farið leyfir sér að tjá sig með ó­geð­felldum hætti í kommenta­kerfum. Sam­fé­lagið okkar elskar að sjá konur vera niður­lægðar og fjöl­miðlar taka þátt í því með því að beita ofan­greindum að­ferðum.

Höfundar hafa einnig eigin reynslu af slæmri fjöl­miðla­um­fjöllun og að­för að sér sem þol­endur af hálfu fjórða valdsins.

Höfundar pistilsins eru stjórnarmeðlimir Öfga: Hulda Hrund, Ninna Karla, Ólöf Tara, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða

Heimildir:
The influ­ence of media on views of gender
Moni­ca Lewins­ky
Tabloid exposure