Í alls­nægtum nú­tímans er stundum erfitt að meta ein­fald­leikann og gildi hlutanna. Það er auð­vitað frá­leitt hvernig gæðum heimsins er mis­skipt og sorg­legt þegar þau okkar sem njótum meiri partsins kunnum ekki að meta það.

Fyrst er auð­vitað að muna að sóun verð­mæta er há­stig plebb­isma. Að hlaða á diskinn á hlað­borði og svo bara pota í matinn og skila fullum diski er rugl. Það er heldur bara ekkert smart við að drekka Dom Pe­rignon á mánu­degi, því hvernig í ó­sköpunum á þá að vera há­tíð­legt að skála í slíkum guða­veigum við við­eig­andi tæki­færi? Það eru um það bil engar á­stæður til að fara ekki bara vel með það sem þér á­skotnast.

Nýtni er sjálf­sögð og snýst líka um sam­hengið og til­efnið. Allir þekkja það að sumt bragðast dá­sam­lega við til­teknar að­stæður, en alls ekki aðrar. Fáir skella til dæmis í fulla jóla­mál­tíð með ora­baunum og öllu saman um há-grill­tímann. Eins eru fáir sem drekka sangríu á gaml­árs­kvöld. Að þessu ætti maður að huga þegar maður lítur yfir „út­runnið“ í eld­hús­skápunum og ætlar að henda. Reyndar ætti aldrei að trúa slíkum full­yrðingum um þurr­vöru, enda frá­leitt að tveggja milljón ára saltið úr Himala­ya­fjöllum sem ég fann í eld­hús­skápnum hjá mér renni út í júlí á næsta ári.

Á göngu um Horn­strandir hitti ég ungt par sem hafði það fyrir reglu að fara í sumar­bú­staðinn og hreinsa upp út­runna þurr­vöru þar og hafa með sér í fjall­göngur. Það er heilla­ráð. Tveggja ára tómat­súpa frá Toro er nefni­lega lost­æti á Látra­bjargi.