Bakþankar

Nútíma njósnasaga

Einu sinni óttuðust allir einlægir lýðræðissinnar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Snjallir gagnnjósnarar eins og James Bond o.fl. börðust við útsendara KGB um framtíð heimsins. Þegar rússneski björninn lét öllum illum látum í kalda stríðinu fylgdi her af slyngum KGB-mönnum. Samkvæmt frásögnum Moggans voru þetta kaldrifjaðir og lævísir menn sem svifust einskis. Sagan segir að KGB-menn hafi myrt milljónir manna í Sovétríkjunum meðan þeir Bería og Stalín voru við völd. Lítið hefur reyndar frést af umsvifum KGB-manna í heiminum eftir að járntjaldið féll.

Nýlega bárust þær fréttir að skuggalegir rússneskir erindrekar hefðu reynt að drepa fyrrverandi eigin njósnara og dóttur hans í Bretlandi. Þeir notuðu dularfullt gas en feðginin lifðu árásina af. Mikil hneykslunarhella fór yfir heiminn. Kalda stríðið vaknaði til lífs með öllum sínum ýkjum og ásökunum.

Í andsovéskum áróðri liðinna áratuga voru KGB-menn taldir náfrændur djöfulsins. Það kemur á óvart hversu mjög þessari öflugu leyniþjónustu hefur hrakað. Þessi morðtilraun var með ólíkindum og erfitt að sjá einhverja glóru í verknaðinum. Ástæða tilræðisins er á huldu og hið meinta morðvopn er hægt að rekja beint til Kremlar. Dyggir lesendur njósnabókmennta velta því fyrir sér hvað varð um snilld og klækjavit þessarar stofnunar. Gamla KGB hefði notað eitur eða byssu sem ómögulegt hefði verið rekja. Menn geta huggað sig við það að ógnin sem áður stafaði af Rússum er ekki fyrir hendi lengur. KGB-liðar minna frekar á Bakkabræður í kaupstaðarferð en alvöru njósnara. Félagi Stalín og félagi Bería munu snúa sér við í gröfinni þegar þeir heyra af þessum viðvaningum.

Tengdar fréttir

Bakþankar

Ófögnuðurinn trekkir að
Jón Sigurður Eyjólfsson

Bakþankar

Lúxusverkir
Lára G. Sigurðardóttir

Bakþankar

Spíser dú dansk?
Sirrý Hallgrímsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Er ó­lög­legt að nauðga á Ís­landi?
Gústaf Hannibal

Heimsmarkmið
Kjartan Hreinn Njálsson

Samstaða og barátta í sextíu ár
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Framsýn og ábyrg fjármálastjórn
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

„Já, en amma …?“
Ögmundur Jónasson

Konur og karlar
Gunnar Árnason

Auglýsing