Í gær var á­stæða til að gleðjast því tveir dómar féllu þar sem fólki hafði verið neitað um rétt­láta úr­lausn í málum sínum. Fyrst ber að telja mál Freyju Haralds­dóttur, aðjúnkts við mennta­vísinda­svið Há­skóla Ís­lands gegn Barna­verndar­stofu og í annan stað mál leikarans og leik­stjórans Atla Rafns Sigurðar­sonar gegn leik­hús­stjóra Borgar­leik­hússins, Kristínu Ey­steins­dóttur og Leik­fé­lagi Reykja­víkur.

Dómurinn í máli Freyju komst að því að Barna­verndar­stofu hefði verið ó­heimilt að synja Freyju um að sækja nám­skeið fyrir fóstur­for­eldra, en hún hefur sem kunnugt er haft hug á að verða fóstur­for­eldri, og að henni hefði verið mis­munað vegna fötlunar.

Í máli Atla Rafns komst dómurinn að þeirri niður­stöðu að farið hefði verið á svig við lög og reglur þegar honum var sagt upp störfum. Leik­hús­stjóra og leik­húsi hafi m.a borið að gæta hags­muna Atla og upp­lýsa hann um þær sakir sem á hann voru bornar. Atla voru að auki dæmdar miska­bætur þar sem upp­sögnin hefði verið meiðandi og vegið hefði verið að æru hans og per­sónu.

Mannfjandsamleg viðhorf


Freyja Haralds­dóttir og Atli Rafn hafa bæði orðið fyrir opin­beru að­kasti þar sem mann­fjand­sam­leg við­horf endur­speglast og er ó­hætt að segja að í máls­með­ferð beggja aðila hafi slík við­horf haft á­hrif sem urðu til þess að á þeim var brotið.

Í máls­með­ferð barna­verndar­stofu endur­speglast sá forn­eskju­legi hugsunar­háttur að fatlaðir ein­staklingar séu ekki jafn­rétt­háir ó­fötluðum. Þessir for­dómar eru byggðir á djúp­stæðu hatri á öllu sem er utan þess sem þykir venju­legt. Í fötlunar­h­atrinu sem beindist að Freyju þegar henni var meinað að sækja fóstur­for­eldra­nám­skeið er enga sam­úð að finna, enga sam­kennd með konu sem langar að eignast barn. Þarna er enginn skilningur á grund­vallar­mann­réttindum. Barna­verndar­stofa úti­lokar hana með einu penna­striki. Gleymum ekki að í okkar ver­öld eru engar kröfur gerðar til hæfis þegar barn­eignir eru annars vegar. Sið­blind ill­menni og al­gjör fífl eignast börn án þess að nokkur geri við það at­huga­semdir. Við þurfum að þreyta próf til að gegna ýmsum ein­földum störfum en engin próf eru nauð­syn­legir undan­farar barn­eigna. Ef al­menningur telur sig hæfan til að dæma fyrir­fram um hæfi Freyju til þess að verða móðir fóstur­barns erum við á villi­götum.

Freyja Haralds­dóttir er kona í ís­lensku sam­fé­lagi sem langar til að eignast barn og það eru mann­réttindi hennar að láta á það reyna. Fólkið sem vinnur hjá Barna­verndar­stofu eru hins­vegar ó­hæft til að virða aug­ljós mann­réttindi.

Í máls­með­ferð Kristínar Ey­steins­dóttur og Leik­fé­lags Reykja­víkur við brott­rekstur Atla birtist hins­vegar ný­stár­legur skilningur á mann­réttindum. Nú er réttur kvenna til að bera aðra sökum án þess að þurfa að standa fyrir máli sínu viður­kenndur af stjórn­endum Leik­fé­lags Reykja­víkur. Réttur karl­manna til að bera hönd fyrir höfuð sér er hins vegar fyrir borð borinn.

Leik­fé­lag Reykja­víkur og Kristín Ey­steins­dóttir sam­þykkja einum rómi að konur skuli aldrei vé­fengja og þær skuli alltaf vernda að ó­at­huguðu máli. Kristín Ey­steins­dóttir og Leik­fé­lag Reykja­víkur virða að vettugi þau mann­réttindi Atla að fá upp­gefnar sakar­giftir og tæki­færi til að verja sig. Kristín Ey­steins­dóttir stígur á svið Borgar­leik­hússins bæði sem lög­regla og dómari verandi hvorugt og telur sig aug­ljós­lega í krafti mann­réttinda­sjónar­miðanna hinna nýju hafa um­boð til að rétta yfir Atla Rafni og dæma hann með brott­rekstri ó­hæfan til að starfa í leik­húsi vitandi full­vel að mann­orð hans muni hljóta hnekki af.

Um réttinn til að þagga niður í sér


Hinn nýi mann­réttinda­skilningur sem kristallast víða í kjöl­far Met­oo og hjá Kristínu Ey­steins­dóttur og Leik­fé­laginu er mér um­hugsunar­efni. Ég hlaut bágt fyrir þegar ég lagði til að þær konur sem borið hafa Atla sökum í einka­spjalli við leik­hús­stjórann kærðu hann ef hann hefði brotið af sér. Ég er enn þeirrar skoðunar og jafn­framt þeirrar skoðunar að þær geri öllum fórnar­lömbum kyn­ferðis­of­beldis ó­leik með því að gera það ekki. Hver er þessi réttur þeirra til að þegja? Er það rétturinn til að þagga niður í sjálfum sér? Fyrst heimtum við að heimurinn hætti að þagga niður kyn­ferðis­of­beldi en nú viljum við hafa réttinn til að þagga sjálfar kyn­ferðis­of­beldi í hel og réttinn til að bera menn sökum án þess að þurfa að standa fyrir máli okkar? Það er of­beldi af verstu skúffu eins og dóms­úr­skurður í máli Atla ber vitni um.

Var tak­markið ekki að upp­ræta of­beldi? Eða var tak­markið bara að hafa vinnuna af Atla og troða mann­orð hans í svaðið? Var það nægi­leg refsing fyrir meinta glæpi hans?

Í fram­haldi af dóms­úr­skurði í máli Atla brutust út um­ræður í fjöl­miðlum þar sem til­finninga­þrungin skrif Þór­dísar Elvu Þor­valds­dóttur af Face­book um miska­bóta­greiðslur og vafa­samt fram­ferði leik­húss­fólks var birtur at­huga­semda­laust í fjöl­miðlum.

Af sjálfskipuðum leiðtoga fórnarlamba

Þór­dís Elva, sem hefur til­nefnt sjálfa sig sem tals­mann of­beldis­fórnar­lamba, stillti máls­bótum Atla vegna tekju­missis og miska­bótum vegna mann­orðsmissis á móti þeim miska­bótum sem fórnar­lömbum kyn­ferðis­of­beldis eru greiddar og fer þar með stað­lausa stafi. En þvælu­list (e. manipulation) er aðal­fag Þór­dísar Elvu. Það er þvælu­list að stilla því upp til að skapa ringul­reið að Atli sé kyn­ferðis­brota­maður sem fái hærri bætur en fórnar­lömb kyn­ferðis­of­beldis. Hvort Atli er kyn­ferðis­brota­maður veit enginn með vissu nema meint fórnar­lömb hans sem hafa valið að þagga meinta glæpi hans í hel en Þór­dís Elva sem skeytir engu um aðal­at­riði þegar kemur að eigin frama sem leið­toga fórnar­lamba of­beldis hrópar á Face­book:

„Hærri (bætur) en 17 ára stúlkan sem var haldið fanginni og nauðgað heila helgi.
Hærri en allir hóp­nauðgunar­þol­endur Ís­lands, líka þær sem smituðust af ó­læknandi sjúk­dómi við of­beldið.
Hærri en allir sem hafa verið mis­notaðir og sviptir æsku sinni. Burt­séð frá sekt eða sak­leysi ein­stakra manna er þessi heildar­mynd rammskökk.“

Miska­bætur til þol­enda kyn­ferðis­of­beldis eru skammar­lega lágar en mér er til efs og er reyndar viss um að peningar bæta aldrei slíkan skaða. Það sálar­tjón sem þol­endur of­beldis hljóta verður aldrei bætt með peningum. Aldrei. Að leggja slíka ofur­á­herslu á það er til marks um skilnings­leysi Þór­dísar Elvu á að­stæðum þeirra sem hafa orðið fyrir kyn­ferðis­of­beldi.

Miska­bæturnar sem Atla voru greiddar voru á pari við miska­bætur sem greiddar eru í kyn­ferðis­brota­málum. Um það vitna margir dómar. Lágar eru bæturnar en ekki ber mikið á milli.

Drottnunargirni og hefndarfýsn

Þór­dís Elva var áður sjálf­skipaður braut­ryðjandi á Ís­landi í af­hjúpun of­beldis­manna að amerískri fyrir­mynd og hvatti fórnar­lömb til þess að stíga fram og segja frá í hópi sviðs­lista­kvenna. Hún hafði gert slíkt sjálf og bætti um betur, því hún markaðs­setti of­beldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir með eftir­minni­legum hætti í bók, með fyrir­lestrum þar sem henni fylgdi meintur of­beldis­maður um allar álfur og gekkst við því að kalla sig nauðgara til að styðja rétt hennar til að segja frá og mæta of­beldis­manni sínum. Verkið vakti mikla at­hygli.

Það skal viður­kennt að ég hef hreina and­styggð á þeirri drottnunar­girni og hefndar­fýsn sem birtist í þessu niður­lægjandi og sjálfs­upp­hefjandi verki Þór­dísar Elvu.

Í máli Atla Rafns kveður við nýjan tón hjá Þór­dísi. Nú styður hún rétt fórnar­lamba til að þegja og leggur ofur­á­herslu á að peninga­greiðslum til of­beldis­þola sé á­bóta­vant. Upp­rætum við of­beldi með því að ríkið greiði hærri bætur til þol­enda? Nei. Mun kyn­ferðis­of­beldi af­leggjast með öllu eigi fólk á hættu að verða fyrir fjár­tjóni vegna brota sinna? Nei. Bætum við líðan of­beldis­fórnar­lamba með peningum? Nei. Greiðslur, sama hversu háar, til fórnar­lamba of­beldis eru að­eins viður­kenning á því að á við­komandi hafi verið brotið en bætir engan skaða. Engan. Svo villu­ljós Þór­dísar Elvu er engum til gagns og allra síst þol­endum of­beldis.

Þjóðsögur og ævintýri Þórdísar Elvu

Þór­dís Elva skeytir heldur engu um trú­verðug­leika þegar hún fær tæki­færi til að stíga á stokk sem sér­fræðingur í of­beldis­málum. Þá er bara eitt­hvert vopn gripið úr vopna­búrinu. Það er ó­þolandi fyrir mig og marga aðra sem hafa orðið fyrir kyn­ferðis­of­beldi að sitja undir þvælu­listar-mál­flutningi hennar sí­endur­tekið. Ég óska eftir því að aðrar raddir heyrist án hennar rit­skoðunar eða leik­stjórnar því ég veit að mörg fórnar­lömb kyn­ferðis­of­beldis vilja ekki mæta of­beldi með meira of­beldi. Ég frá­bið mér að þessi kona skreyti sig á­fram möglunar- og rit­skoðunar­laust með sárum raun­veru­legra eða í­myndaðra fórnar­lamba eins og kom fram í Face­book færslu hennar:

„Ég þekki leik­konur sem voru neyddar til að leika í gaman­sýningum með dáið barn í maganum og brostið hjarta, og hættunni á að það færi að sturtu­blæða í miðri sýningu, en þær fengu ekki frí til að syrgja og láta skafa út fóstrið. Ég þekki leik­konur sem hafa verið reknar úr hlut­verkum sínum því þær fitnuðu, því röddin á þeim fór í taugarnar á ein­hverjum, eða 'af því bara'. Ég þekki leik­konur sem voru látnar leika á sviði við hlið manna sem káfuðu á kyn­færum þeirra, jafn­vel eftir að þær sögðu frá því. Ég þekki leik­konur sem voru reknar rétt fyrir frum­sýningu því þær voru 'of vel undir­búnar' og það ógnaði egói leik­stjórans. Réttur þeirra var, að því er virtist, enginn.“

Um hvað er manneskjan að tala? Hefur ein­hver haft fyrir því að komast til botns í þessum full­yrðingum? Er ein­hver fótur fyrir þessu eða er þetta bara nýr kafli í Þjóð­sögum og ævin­týrum Þór­dísar Elvu?

Bar­áttan heldur á­fram og hún er mikil­væg. En bar­áttu­fólk verður að bera hag fórnar­lamba of­beldis fyrir brjósti, ekki eigin frama eða at­hygli. Bar­áttu­fólk gegn of­beldi sem á­lítur það að niður­lægja fólk án dóms og laga full­kom­lega eðli­legt í sam­fé­lagi manna er að gera lítið annað en keppa í of­beldi.

Dómar í málum Freyju og Atla Rafns eru báðir á­nægju­legir. Í heimi þar sem sjálf­um­gleðin og hatrið geysa og mennskan er á undan­haldi er gott að vita að réttar­kerfið stóðst prófið í þessum til­teknu málum.