Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 er gerð sú aðhaldskrafa á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs að draga saman seglin um 147 milljónir. Þessi niðurskurður gengur þvert gegn stefnu stjórnvalda og ítrekuðum loforðum um aukin framlög til vísindamála. Ef af verður mun þetta koma verulega niður á veitingu nýrra styrkja frá sjóðnum og koma verst niður á ungum vísindamönnum á Íslandi. Samkeppnissjóðir Rannsóknasjóðs gegna lykilhlutverki við að fjármagna vísindastörf hér á landi, og fer meirihluti fjármagns þeirra í laun doktorsnema og nýdoktora sem vinna að rannsóknum við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir.

Ungir vísindamenn á Íslandi búa við afar lítið starfsöryggi og reiða sig að miklu leyti á úthlutanir Rannsóknasjóðs. Boðaður niðurskurður mun því hafa verulega slæm áhrif á möguleika þessa hóps að starfa við rannsóknir á Íslandi. Verði af niðurskurði munu nýveitingar styrkja úr Rannsóknarsjóði dragast saman um rúm 17% og strax á næsta ári má leiða líkur að því að um 25 störf ungra vísindamanna muni hverfa úr samfélaginu. Þessar aðgerðir jafngilda því fjöldauppsögnum á ungum vísindamönnum.

Atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi er raunverulegt vandamál. Fyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir unga íslenska vísindamenn eru að enn fleiri munu hverfa til annarra starfa og jafnvel fara úr landi þar sem fleiri tækifæri eru til að starfa við vísindi. Fyrir þjóðfélagið þýðir niðurskurðurinn tap á fjárfestingu í þjálfun þeirra og menntun.

Forsenda fyrir góðu vísindastarfi er lágmarksfjármögun. Innlendir samkeppnissjóðir eru grunnstoð þess vísindastarfs sem hefur nú þegar verið byggt upp á Íslandi. Þeir eru nauðsynlegir til þess að ungt fólk hafi tækifæri til að mennta sig og vinna innan vísinda. Einnig eru þeir grundvöllur þess að vísindafólk sem sækir menntun í öðrum löndum hafi möguleika á að koma heim að námi loknu. Á Íslandi er staðan sú að vísindasjóðir eru fáir og undirfjármagnaðir sé miðað við hin norrænu ríkin og önnur nágrannalönd. Framlög til Rannsóknasjóðs hafa hvorki fylgt launa- og verðlagsþróun milli ára né heldur aukinni sókn vísindamanna í sjóðinn eftir því sem vísindasamfélagið stækkar með auknum hagvexti. Því hefur hlutfall þeirra umsókna sem hlutu styrki af heildarfjölda umsókna farið úr 25% árið 2016 og niður í 18% árið 2018, og mun hlutfallið lækka enn frekar gangi þessi niðurskurður eftir.

Samkvæmt stefnu ríkistjórnarinnar á að efla vísindastarf á Íslandi. Markmið ríkisstjórnarinnar er að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun fari úr 2% í 3% af landsframleiðslu árið 2024. Þannig gengur þessi niðurskurður þvert gegn kosningaloforðum, og yfirlýstri stefnu stjórnvalda. Breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar veldur því gríðarlegum vonbrigðum og er í hrópandi mótsögn við áherslur eigin ríkisstjórnar. Rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða nýrrar þekkingar og tækni, nýsköpunar og menntunar. Án öflugs vísindastarfs er ómögulegt að byggja upp öflugan hátækniiðnað á Íslandi. Það er margsannað að fjárfesting í grunnvísindum er ein besta leið samfélagsins til að hvetja til langvarandi hagvaxtar, og er grunnforsenda þess að nýsköpunar- og sprotafyrirtæki geti dafnað á Íslandi. Skilningsleysi stjórnvalda á þessum grundvallaratriðum er sláandi og alvarlegt. Við, þegnar þessa lands, þurfum að hafa metnað til að mennta og styðja við unga vísindamenn til að viðhalda þekkingu, skapa ný tækifæri og tryggja hagvöxt til framtíðar.

Við undirrituð erum ungt vísindafólk, og við skorum á Alþingi að taka til baka fyrirhugaðan niðurskurð til rannsókna og vísinda á Íslandi og sýna í verki að raunverulegur vilji sé fyrir hendi til að byggja upp sterkt og fjölbreytt þekkingarsamfélag á Íslandi. Ennfremur skorum við á ríkistjórn Íslands að framfylgja eigin stefnumálum á sviði vísinda og tækni, og að marka sér metnaðarfulla stefnu til framtíðar í þessum mikilvæga málaflokki.

Niðurskurður til vísinda – Höfundar greinarinnar

Albína Hulda Pálsdóttir

Sérfræðingur/doktorsnemi

Landbúnaðarháskóli Íslands/Universitetet i Oslo

Auðlinda- og umhverfisdeild/Department of Biosciences

Arngrímur Vídalín

Nýdoktor

Háskóli Íslands

Íslensku- og menningardeild

Árni Guðmundsson

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Menntavísindasvið

Auður Magndís Auðardóttir

Doktorsnemi

Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Barbara Kleine

Nýdoktor

Háskóli Íslands, Jarðvisindastofnun

Benjamin Hennig

Dósent

Háskóli Íslands, Líf-og umhverfisvísindadeild

Berglind Ósk Einarsdóttir

Nýdoktor

Háskóli Íslands, Læknadeild

Birna Ásbjörnsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Lækna- & matvæla- og næringarfræðideild

Birna Þorvaldsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Læknadeild

Bjarki Þór Elvarsson

Sérfræðingur

Hafrannsóknastofnun, Botnsjávarlífríki

Bjarni Gunnar Ásgeirsson

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Björn Reynir Halldórson

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Sagnfræði og heimspekideild

Bylgja Hilmarsdóttir

Náttúrufræðingur

Landspitalinn, Meinafræðideild

Charlotta Oddsdóttir

Dýralæknir, PhD              

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Meinafræðideild

Cynthia Trililani              

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Menntavísindasvið

Deirdre Elizabeth Clark

Doktorsnemi

Raunvísindastofnun, Jarðvisindastofnun

Dipankar Ghosh

Doktorsnemi

Raunvísindastofnun Háskólans

Drífa Hrund Guðmundsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Læknadeild

Edda Elísabet Magnúsdóttir

Aðjúnkt

Háskóli Íslands, Líf-og umhverfisvísindadeild

Eiríkur Briem

Deildarstjóri

Landspítali, Erfða- og sameindalæknisfræðideild

Elísabet A Frick

Doktorsnemi

Háskóli Ísland, Læknadeild

Erlendur Jónsson            

Nýdoktor           

Chalmers Tekniska Högskola/University of Cambridge, Eðlisfræðideild/Efnafræðideild

Ermenegilda Rachel Muller

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Eva Þórdís Ebenezersdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild

Eyrún Lóa Eiríksdóttir

Doktorsnemi    

Háskóli Íslands,  Íslensku- og menningardeild

Freydís Vigfúsdóttir

Sérfræðingur

Háskóli Íslands, Líf-og umhverfisvísindadeild og Hagfræðideild

Freyja Imsland

Nýdoktor

Háskóli Íslands, Læknadeild

Gotje von Leesen

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Líf-og umhverfisvísindadeild

Gro Birkefeldt

Nýdoktor

Háskóli Íslands, Jarðvísindadeild

Guðlaug Erlendsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Menntavísindasvið

Guðmundur Brynjólfsson

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Guðrún Kristinsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Mála- og menningardeild

Gunnhildur Ásta Traustadóttir

Nýdoktor

Háskóli Íslands, Læknadeild

Haukur Ingvarsson

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Heimir van der Feest Viðarsson

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Hildur Knútsdóttir

Nýdoktor

Johns Hopkins Háskóli, Heilbrigðisverkfræði

Hildur Magnúsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Líf-og umhverfisvísindadeild

Hlynur Bárðarson

Sérfræðingur

Hafrannsóknastofnun, Ferskvatnslífríkissvið

Hrönn Egilsdóttir,

Sérfræðingur

Hafrannsóknastofnun, Botnsjávarlífríki

Hulda Rún Jónsdóttir

Nýdoktor

Universität Bern, Læknadeild

Inga María Ólafsdóttir Doktorsnemi Háskóli Íslands, Sálfræðideild

Ingibjörg Eyþórsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Iris Edda Nowenstein

Doktorsnemi, Háskóli Íslands

Íslensku- og menningardeild

Jessica Till

Sérfræðingur

Háskóli Íslands, Jarðvisindastofnun

Johnny F. Lindholm

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Katrín Halldórsdóttir

Sérfræðingur

Háskóli Íslands, Líf-og umhverfisvísindadeild

Katrín Harðardóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Katrín Lísa van der Linde Mikaelsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Kristín Elísabet Allison

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Líf- og umhverfisvísindadeild

Lilja Gunnarsdóttir

Doktorsnemi    

Háskóli Íslands / Hafrannsóknastofnun, Líf- og umhverfisvísindadeild / Umhverfissvið

 

Linda Sólveigar- Guðmundsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands,

Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild

Lísa Anne Libungan

Sérfræðingur

Hafrannsóknastofnun, Uppsjávarlífríki

Lísabet Guðmundsdóttir

Sérfræðingur/doktorsnemi

Háskóli Íslands, Sagnfræði og heimspekideild

Magnús Thorlacius

Sérfræðingur

Hafrannsóknastofnun, Botnsjávarlífríki

Margrét Helga Ögmundsdóttir

Aðjúnkt

Háskóli Íslands, Læknadeild

Maria Helena Janebo

Nýdoktor

Háskóli Íslands, Jarðvisindastofnun

Martin Voigt

Nýdoktor

Háskóli Íslands 

Jarðvisindastofnun

Nanna Hlín Halldórsdóttir

Nýdoktor

Háskóli Íslands, sagnfræði og heimspekideild

Óskar Örn Hálfdánarson

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Læknadeild

Ottó Elíasson

Doktorsnemi

Árósarháskóla, Eðlisfræðideild

Quinten van der Meer

Nýdoktor

Háskóli Íslands,  Jarðvisindastofnun

Ragnhildur Guðmundsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands 

Líf-og umhverfisvísindadeild

Sæmundur Ari Halldórsson

Fræðimaður

Raunvísindastofnun, Jarðvisindastofnun

Sara Sigurbjörnsdóttir

Nýdoktor

Háskóli Íslands                  Læknadeild

Siggeir F. Brynjólfsson

Sérfræðingur

Landspitalinn, Ónæmisfræðideild

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Sagnfræði og heimspekideild

Sigurður Halldór Árnason

Doktorskandidat

Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskólasetur Vestfjarða, Fiskalíffræði, Haf-og Strandsvæðastjórnun

Sunna Símonardóttir

Nýdoktor

Háskóli Íslands, Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild

Teresa Sofia Giesta Da Silva

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Líf-og umhverfisvísindadeild

Una Bjarnadóttir

Sérfræðingur

Landspitalinn, Ónæmisfræðideild

Valborg Guðmundsdóttir

Nýdoktor

Háskóli Íslands, Læknadeild

Védís Ragnheiðardóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Íslensku- og menningardeild

Vigdís Vala Valgeirsdóttir

Doktorsnemi

Háskóli Íslands, Sálfræðideild

Þorkell Guðjónsson

Nýdoktor

Háskóli Íslands, Læknadeild