Í þessari sjálf­hverfu um­ræðu sem ein­kennir þing og dóm­stóla, þykir mér rétt að rifja upp þetta þulu­brot eða orða­leik, sem á sér hlið­stæður í öðrum tungu­málum, því gamanið er grátt – og hafa svo röðina rétti­lega ranga, í sam­ræmi við tíðar­andann. En sjálf­skipaðir full­trúar rétt­hugsunar ríða röftum sem aldrei fyrr. Bæði til hægri og vinstri.

Lang­amma mín GÞJ sem var Val­gerðar­dóttir – ein­eggja tví­buri við Guð­rúnu Þórarins­dóttur, sem Egill gerði næstum fræga í Kiljunni, fyrir þann ó­trú­lega styrk og hetju­skap að vaða ó­frísk úr Hvann­dölum, þegar sunnan­átt gafst, um miðjan vetur yfir í Héðins­fjörð, þegar eldurinn slokknaði í eina bænum í dal­verpinu og hún þurfti að vernda börnin.

Hörð var æfi Guð­rúnar þessarar að sögn sam­tíðar­manna, en hér er GÞJ systur­dóttir (dóttir) sögu­miðja. Það skýrir fyrir­sögnina, því hún átti fleiri börn, en nú tíðkast, þótt fá yrðu full­orðin.

24. ágúst 1889 eignast GÞJ heil­brigða tví­bura, dreng og stúlku. Sömu nótt, þ.e. að­fara­nótt 24. ágúst 1889 deyr tíu ára sonur hennar Aðal­steinn Júlíus Magnús­son. Þann 7. septem­ber sama ár fer svo fram skírn og jarðar­för á Grund og í Grundar­kirkju, sem for­eldrarnir létu reisa. At­höfnin var í þremur hlutum I. Hús­kveðja, II. Lík­ræða, og III. Við skírn tví­bura. Nærri má geta að þetta var erfið stund. En nýi drengurinn fékk sama nafn, þ.e. Aðal­steinn Júlíus Magnús­son og dó líka úr Hvíta­dauða um þrí­tugt og nú er nafnið mitt. En hver var á­stæðan fyrir þessum harm­dauða? Það var Hvíti­dauði, berklar. Smit­sjúk­dómur sem er erfiður því bakterían kemur sér fyrir innan frumu eins og vírus. Það var blessun harmi gegn að áar mínir áttu þann góða vin sr. Jónas frá Hrafna­gili, sem studdi þau, en ég á orð hans, á­samt sálmi til á tæpum 30 þétt­skrifuðum blað­síðum og það væri lygi ef ég viður­kenndi ekki að mér vöknar jafnan um augu við lesturinn.

Það má nærri geta að smit- og smit­sjúk­dómar áttu hug for­eldranna sem lögðu stóran hluta til Krist­nes­spítala og vildu efla menntun með al­þýðu­skóla. Það er því há­mark ó­svífninnar að krefjast réttar til að fá að smita. Eins og mál­efni dagsins hljómar. Hvað fyndist þessum riddurum rétt­hugsunar um ef við fengjum meira smitandi e­bola­vírus, út­gáfu sem gæti auð­veld­lega, eins og um­ræddur vírus, dreift úr sér? Ætli menn mundu ekki reyna að halda sig heima? Við eigum eftir að kljást við vírusa aftur og aftur, svo langt sem séð verður, svo e.t.v. er þetta á­gætis æfing, þótt maður finni til með þeim sem orðið hafa fyrir harmi.

Höfundur er hagfræðingur og líffræðingur