Bakþankar

Misheppnaðir riddarar

Það fór ekki framhjá neinum þegar kjararáð hækkaði laun alþingismanna ansi ríflega í lok október 2016. Þar með hækkuðu líka laun margra sveitarstjórnarmanna sem tengja laun sín launum þingmanna. Ákvörðun kjararáðs sætti, eðlilega, nokkurri gagnrýni. Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað í kjölfar þess að slá sig til riddara með því að afþakka launahækkunina, aftengja sig launum þingmanna og tengja laun sín framvegis launavísitölu. Virðingarvert framtak, eða hvað?

Samtök atvinnulífsins minntu á það nýlega á vef sínum að launavísitala mælir alls ekki hækkun meðallauna í landinu, eins og sumir virðast halda. Hagstofan reiknar vísitöluna með aðferð, svokallaðri pörun, sem þekkist líklega hvergi annars staðar í heiminum. Aðferðin leiddi til þess árin 2005-2016 að launavísitalan hækkaði að jafnaði um rúmlega 1% meira en meðallaun á hverju ári. Það er ekki ýkja mikið á einu ári, en á nokkrum árum er munurinn orðinn talsverður. Með þessu hefur meirihlutinn því tryggt sér launahækkanir umfram flesta aðra.

Það eru ekki ný tíðindi að launavísitalan sé ekki nothæf til að ákveða launahækkanir fram í tímann. Það hefur verið bent á þetta í þau tæplega 30 ár sem launavísitalan hefur verið reiknuð. Þetta er einmitt ástæða þess að nánast engum dettur í hug að nota vísitöluna til þess að ákveða launahækkanir með þessum hætti. Það hefði líklega verið skynsamlegra að kynna sér vísitöluna betur áður en menn ákváðu að nota hana til að slá sig til riddara. Það er því greinilega ekki bara fyrrverandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina sem þyrfti að læra að gúggla betur.

Tengdar fréttir

Bakþankar

Jólaeftirlitið
María Rún Bjarnadóttir

Bakþankar

Eftirförin
Guðrún Vilmundardóttir

Bakþankar

Sannleikur og réttlæti
Bjarni Karlsson

Auglýsing

Nýjast

Slökkvistarf eða forvarnir gegn einelti?
Margrét Júlía Rafnsdóttir

Skýr leiðarvísir
Hörður Ægisson

Ekki metin er til fjár
Þórlindur Kjartansson

Mannasiðir
Ólöf Skaftadóttir

Þegar aðeins ein leið er fær
Þorvaldur Gylfason

Ríkið getur lækkað vexti
Sigurður Hannesson

Auglýsing