Skoðun

Málefni unga fólksins á dagskrá

Elvar Páll Sigurðsson, þriðja sæti hjá Samfylkingunni í Kópavogi.

Ég hef ákveðið eftir þó nokkra umhugsun að feta nýjar og ótroðnar slóðir og hef ákveðið að bjóða mig fram fyrir Samfylkinguna í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, þar mun ég skipa þriðja sætið. Ég býð mig fyrst og fremst fram því mér finnst að rödd ungs fólks þurfi að heyrast betur í bæjarmálum og ég vil leggja mitt að mörkum til að svo verði.

Ég hef ekki verið viðloðinn pólítík áður en hef alltaf fylgst náið með framvindu mála í Kópavogi og þykir ótrúlega vænt um bæjarfélagið enda búið hérna öll mín 26 ár. Bæjarpólítíkin í Kópavogi á að mínu mati ekki að snúast um það hvort pólítískar skoðanir liggi til hægri eða vinstri. Hún á að snúast um að gera það besta fyrir bæjarfélagið. Gera Kópavog betri og samkeppnishæfari á öllum sviðum. Vera móttækilegur fyrir öllum góðum hugmyndum hvaðan sem þær koma þannig að hugsað sé um hagsmuni allra bæjarbúa.

Eins og staðan er núna þá finnst mér sem ungum Kópavogsbúa hægt að gera mun betur fyrir ungt fólk og unga foreldra eins og mig sjálfan. Erfitt er fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum, langur biðlisti er eftir dagforeldrum, leikskólar undirmannaðir, leiguverð hátt, íbúðaverð hátt og of lítið framboð af íbúðum sem henta ungu fólki svo fátt eitt sé nefnt.

Það sem hefur að mínu mati sárvantað er að innan bæjarstjórnar sé einhver sem talar máli ungs fólks. Einhver sem veit af eigin raun hversu erfitt það er að byggja upp fjölskyldu við þær aðstæður sem ungt fólk býr við í dag og hefur virkilega ástríðu fyrir því að breyta til batnaðar. Enginn undir þrítugu hefuru verið í bæjarstjórn Kópavogs í tvo áratugi hið minnsta. Það er kominn tími til að gefa ungu kynslóðinni háværari rödd innan bæjarstjórnar svo að ungt fólk hafi alltaf einhvern sem talar þeirra máli og hefur þeirra hagsmuni að leiðarljósi.  

Setjum málefni unga fólksins á dagskrá í Kópavogi!

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Fjölgun hjúkrunar­fræði­nema við HA
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir

Skoðun

Breytt klukka – betri líðan
Erla Björnsdóttir

Skoðun

Að breyta í verki
Sandra Hlíf Ocares

Auglýsing

Nýjast

Tækifærin í ferðaþjónustu
Arnheiður Jóhannsdóttir

Um gildar „ástæður“ gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands
Lára Magnúsardóttir

Skrifaðu veggjöld
Hanna Katrín Friðriksson

Sannleikurinn um elstu konuna
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir

Hnípin þjóð
Kolbrún Bergþórsdóttir

Frá Brexit til Íslands
Þorvaldur Gylfason

Auglýsing