Fyrir okkur hjá Lands­neti eru raf­orku­mál lofts­lags­mál og í okkar huga er fram­tíðin klár­lega raf­mögnuð. Í raf­væddri fram­tíð reiðir fólk sig í meira mæli á örugga raf­orku og fyrir okkur er mikil á­byrgð fólgin í því að geta tryggt öruggt raf­magn inn í fram­tíðina. 

Nýir orku­fram­leið­endur hafa komið til sögunnar, raf­bílum fjölgar og aukin sjálf­virkni­væðing og tækni­breytingar munu fleyta okkur hraðar í þessa átt en áður. 

Við hjá Lands­neti erum á fullri ferð inn í fram­tíðina með auknu sam­tali og sam­ráði um verk­efnin okkar. Fyrir okkur skiptir máli að hlusta og heyra hvað fólki finnst um þau verk­efni sem eru í gangi og höfum við sett á lag­girnar sam­ráðs­vett­vanga, bæði verk­efna­ráð og hags­muna­ráð. Mark­miðið er að tryggja virkara sam­tal, skilning og betra upp­lýsinga­flæði í að­draganda á­kvarðana um fram­kvæmdir á okkar vegum og ná þannig meiri sátt en áður. 

Er upp­selt? 

Staðan í dag er þannig að það sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að af­hendingu raf­magns á landinu og má í raun segja að það sé ekki mikið svig­rúm til að bæta nýjum við­skipta­vinum inn á raf­orku­kerfið nema að fara í styrkingu. 

Við erum þjónustu­fyrir­tæki og höfum sett okkur það mark­mið að byggja upp flutnings­kerfi raf­orku til fram­tíðar á sama tíma og við viljum tryggja jafnt að­gengi allra að öruggu raf­magni. Til að svo megi verða er þörf á að styrkja kerfið. 

Fram­undan er vinna við tengingu á milli Hafnar­fjarðar og Suður­nesja og er sú lína unnin í sam­ráði við verk­efna­ráð sem skipað er full­trúum sveitar­fé­laga og um­hverfis- og náttúru­verndar­sam­taka á svæðinu. Fram­undan er einnig til­færsla á nokkrum möstrum í Hamra­nes­línu. Var það verk­efni unnið í sam­starfi við Hafnar­fjarðar­bæ og gert til að færa línuna frá byggð á meðan Lykla­fells­lína fer í nýtt mat. 

Á Norður­landi eru þrjár línur í undir­búningi og fram­kvæmd, Blöndu­lína 3, Hóla­sands­lína 3 og Kröflu­lína 3 en allar þessar línur munu skipta sköpum fyrir af­hendingar­öryggi á svæðinu og er unnið með verk­efna­ráðum að fram­gangi þeirra. 

Við erum einnig að vinna að jarð­strengs­lögnum á Snæ­fells­nesi og í Dýra­fjarðar­göngum og í við­halds­verk­efnum sem miða að því að nýta betur þau mann­virki sem fyrir eru. Á­samt styrkingu á kerfinu okkar á Austur­landi með spennu­hækkun og fjölgun flutnings­leiða. 

Spennandi tímar 

Í kerfis­á­ætlun okkar fyrir árin 2018–2027 sem finna má á www.lands­net.is er hægt lesa meira um þau verk­efni sem eru fyrir­huguð á næstu árum. 

Fyrir okkur skiptir máli að taka um­ræðuna um þessi verk­efni og hvetjum við ykkur til fylgjast vel með okkur m.a. á sam­fé­lags­miðlum. Ef það er eitt­hvað sem brennur á ykkur, hafið þá sam­band við okkur - við erum alltaf til í sam­tal.