Skoðun

Má bjóða þér raf­magnaða fram­tíð?

Fyrir okkur hjá Lands­neti eru raf­orku­mál lofts­lags­mál og í okkar huga er fram­tíðin klár­lega raf­mögnuð. Í raf­væddri fram­tíð reiðir fólk sig í meira mæli á örugga raf­orku og fyrir okkur er mikil á­byrgð fólgin í því að geta tryggt öruggt raf­magn inn í fram­tíðina. 

Nýir orku­fram­leið­endur hafa komið til sögunnar, raf­bílum fjölgar og aukin sjálf­virkni­væðing og tækni­breytingar munu fleyta okkur hraðar í þessa átt en áður. 

Við hjá Lands­neti erum á fullri ferð inn í fram­tíðina með auknu sam­tali og sam­ráði um verk­efnin okkar. Fyrir okkur skiptir máli að hlusta og heyra hvað fólki finnst um þau verk­efni sem eru í gangi og höfum við sett á lag­girnar sam­ráðs­vett­vanga, bæði verk­efna­ráð og hags­muna­ráð. Mark­miðið er að tryggja virkara sam­tal, skilning og betra upp­lýsinga­flæði í að­draganda á­kvarðana um fram­kvæmdir á okkar vegum og ná þannig meiri sátt en áður. 

Er upp­selt? 

Staðan í dag er þannig að það sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að af­hendingu raf­magns á landinu og má í raun segja að það sé ekki mikið svig­rúm til að bæta nýjum við­skipta­vinum inn á raf­orku­kerfið nema að fara í styrkingu. 

Við erum þjónustu­fyrir­tæki og höfum sett okkur það mark­mið að byggja upp flutnings­kerfi raf­orku til fram­tíðar á sama tíma og við viljum tryggja jafnt að­gengi allra að öruggu raf­magni. Til að svo megi verða er þörf á að styrkja kerfið. 

Fram­undan er vinna við tengingu á milli Hafnar­fjarðar og Suður­nesja og er sú lína unnin í sam­ráði við verk­efna­ráð sem skipað er full­trúum sveitar­fé­laga og um­hverfis- og náttúru­verndar­sam­taka á svæðinu. Fram­undan er einnig til­færsla á nokkrum möstrum í Hamra­nes­línu. Var það verk­efni unnið í sam­starfi við Hafnar­fjarðar­bæ og gert til að færa línuna frá byggð á meðan Lykla­fells­lína fer í nýtt mat. 

Á Norður­landi eru þrjár línur í undir­búningi og fram­kvæmd, Blöndu­lína 3, Hóla­sands­lína 3 og Kröflu­lína 3 en allar þessar línur munu skipta sköpum fyrir af­hendingar­öryggi á svæðinu og er unnið með verk­efna­ráðum að fram­gangi þeirra. 

Við erum einnig að vinna að jarð­strengs­lögnum á Snæ­fells­nesi og í Dýra­fjarðar­göngum og í við­halds­verk­efnum sem miða að því að nýta betur þau mann­virki sem fyrir eru. Á­samt styrkingu á kerfinu okkar á Austur­landi með spennu­hækkun og fjölgun flutnings­leiða. 

Spennandi tímar 

Í kerfis­á­ætlun okkar fyrir árin 2018–2027 sem finna má á www.lands­net.is er hægt lesa meira um þau verk­efni sem eru fyrir­huguð á næstu árum. 

Fyrir okkur skiptir máli að taka um­ræðuna um þessi verk­efni og hvetjum við ykkur til fylgjast vel með okkur m.a. á sam­fé­lags­miðlum. Ef það er eitt­hvað sem brennur á ykkur, hafið þá sam­band við okkur - við erum alltaf til í sam­tal.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Hvetjum ungmenni til að rækta góðar svefnvenjur
Sigur­björn Árni Arn­gríms­son og Steinn Jóhanns­son

Bakþankar

Blæbrigði
Sirrý Hallgrímsdóttir

Fastir pennar

Partí­leikur Sig­mundar Davíðs
Sif Sigmarsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Martröð
Kristín Þorsteinsdóttir

Slökkvistarf eða forvarnir gegn einelti?
Margrét Júlía Rafnsdóttir

Skýr leiðarvísir
Hörður Ægisson

Ekki metin er til fjár
Þórlindur Kjartansson

Jólaeftirlitið
María Rún Bjarnadóttir

Mannasiðir
Ólöf Skaftadóttir

Auglýsing