Hálsinn er gjarnan tví­skiptur, í efri og neðri háls. Efri háls er að stærð, sam­svarandi tveimur fingur­breiddum fyrir neðan hnakkann. Hann telur höfuð­kúpu­botn og tvo efstu háls­liðina. Hann er hreyfan­legasti hluti hryggjar og því veru­lega út­settur fyrir vanda­málum. Upp­bygging efri háls og mekanik er mjög flókin. Hann inni­heldur margt; liði, taugar, æðar, sinar lið­bönd. Vanda­mál í efri hálsi koma gjarnan fram sem verkir í hálsi, höfði, and­liti og skyn­færum (augum, eyrum) sem og svimi og ó­gleði. Vanda­mál í neðri hálsi, fyrir utan að búa til verk stað­bundið í hálsi, leiða í axlar­grind, brjóst­vegginn framan og eða aftan og í griplimi.

Rann­sóknir sýna á­berandi aukningu á stoð­kerfis­vanda­málum tengdum hálsi og öxlum. Margir tengja þetta tölvu­byltingunni á sínum tíma og svo nú á tímum gríðar­legri aukningu í notkun snjall­tækja.

Tveir af hverjum þremur hafa glímt við höfuð­verk frá hálsi og 13-15% Ís­lendinga þjást af háls­verkjum eða verkjum út í út­limi frá hálsi.

Svo­kallaðir fjar­verkir eru mjög al­gengir í líkamanum. Þetta þýðir að verkir finnast annars staðar en upp­tökin eru. Þetta er miklu al­gengara en fólk gerir sér al­mennt grein fyrir. Þekktasta dæmi um fjar­verk er höfuð­verkur. Höfuð­verkur á ör­sjaldan upp­tök sín í höfðinu. Al­gengasta or­sökin er efri hluti háls. Annað mjög al­gengt dæmi um fjar­verk, er verkur á herða­blaða­svæði. Sá verkur kemur mjög oft úr neðri hluta hálsins.

Auk verkja sem geta stafað frá hálsi getur fólk upp­lifað vanda­mál tengd sjón og heyrn. Efri háls er mjög tengdur skyn­færum eins og fyrr segir. Á­hrifin geta verið þ.a. sjónin er þoku­kennd, díl­ótt og mikill þrýstingur finnst í augum. Gagn­vart eyrum þá getur upp­lifunin verið; verkur, suð, ýlfur og hella.

Mynd/Getty Images

Efri hluti hálsins getur búið til auka ein­kenni við verki og doða. Allar „hæðir“ hryggjarins eru færar um að búa til verki og doða/dofa, og hefur verið sýnt fram á það með vel út­færðum líf­eðlis- og líf­efna­fræði­lega rann­sóknum. Efri háls getur þar að auki valdið ein­kennum sem eru dá­lítið eins og and­legu línunni en hafa fulla líf­færa­fræði­legar skýringar. Þessi ein­kenni eru t.d. að við­komandi upp­lifir sig flatan og fram­taks­lausan, með hálf­gerða heila­þoku. Eins og lokaður inni í sjálfum sér. Tómt á tanknum. Ein­beiting og minni er truflað og tal­hamlanir gera stundum vart við sig. Tal­hamlanirnar ein­kennast af því að ein­stak­lingurinn finnur ekki orðin sem hann er vanur að nota eða vill nota. Hann þarf reglu­lega að um­orða hlutina. Miðað við hans bak­grunn, upp­eldis­lega og náms­lega þá er hann vanur að nota á­kveðið orða­far en orðin koma kannski bara ekki eða of seint. Þetta geta verið hrein og klár tauga­líf­eðils- og líf­efna­fræði­lega ein­kenni frá efri hálsi.

Hálsinn er eins og fyrr segir hreyfan­legasti hluti hryggjar og fyrir vikið er hann við­kvæmur og út­settur fyrir á­lagi. Hálsinn verð­skuldar því á­kveðna nær­gætni og um­hyggju.

Sér­tæk með­ferð, fram­kvæmd af með­ferðar­aðili, vel menntuðum í stoð­kerfis­fræðum, virkar oft vel á vanda­mál frá efri hálsi. Fyrir utan það að laga sjúk­linginn stór­lega af tíðum höfuð­verkjum þá er oft eins og ein­stak­lingurinn hafi verið leystur úr á­lögum. Honum hleypt út úr þeim hjúpi sem hann upp­lifði sig lokaðan inn í. Hann endur­heimtir sína fram­taks­semi og vilja og langanir. Orku­inni­stæðan gagn­vart at­höfnum dag­legs lífs í leik og starfi kemur til baka. Sökum þessara ein­kenna frá efri hálsi, er hann oft kallaður „lykil­svæðið“. Hann veldur ekki bara verk á af­mörkuðu svæði, heldur getur þar að auki tekið mann­eskjuna bók­staf­lega niður al­mennt í lífs­gæðum.

Þekking þessi er byggð að hluta til á vísinda­legum rann­sóknum og að hluta til á reynslu­vísindum. Ef reynslan er upp­hafin sem slík. Það er oft talað um sam­bæri­leg ein­kenni þegar fólk fær höfuð­högg en vit­neskjan þar er líka ekki fullrann­sökuð vísinda­lega. Og auð­vitað fær fólk oft líka á­verka á háls sem fær höfuð­högg. Árangur þerapista hér heima og er­lendis af með­ferðum gagn­vart þessum ein­kennum er ó­tví­ræður. En það getur verið erfitt að full­sanna þessi mál; hvernig mælir þú t.d. frísk­leika? Hvernig mælir þú heila­þoku, eða tal­hamlanir?

Hálsinn er eins og fyrr segir hreyfan­legasti hluti hryggjar og fyrir vikið er hann við­kvæmur og út­settur fyrir á­lagi. Hálsinn verð­skuldar því á­kveðna nær­gætni og um­hyggju.

Höfundur er sjúkra­þjálfi og sér­fræðingur í stoð­kerfis­fræðum.