Á laugar­dag verður kosið til sveitar­stjórna um allt land. Rétt eins og stór­mót í í­þróttum eru kosningar til sveitar­stjórna á fjögurra ára fresti. Sjálfur hef ég þá bjarg­föstu trú að sveitar­stjórnar­kosningar séu meðal mikil­vægustu kosninga sem okkur standa til boða því þá getum við haft hvað mest á­hrif á nær­um­hverfi okkar. Samt hefur kjör­sókn til sveitar­stjórna verið tölu­vert lakari en þegar kosið er til Al­þingis.

Það er því á­stæða til að tala að­eins um lýð­ræði. Rétt okkar til að kjósa full­trúa til að fara með völdin sem eru ein mikil­vægustu mann­réttindi sem nokkur manneskja getur öðlast. Staðan er því miður þannig að vindar frelsis og lýð­ræðis hafa farið minnkandi undan­farin ár.

Til er vísi­tala sem mælir lýð­ræði í heiminum (Democra­cy Index) en hún mælir stöðu þess í 167 ríkjum. Sam­kvæmt Wiki­pedia-síðu lýð­ræðis­vísi­tölunnar fyrir árið 2021 var að­eins 21 ríki með fullt lýð­ræði en 53 ríki með skekkt lýð­ræði. 34 ríki voru blanda af harð­stjórnar- og lýð­ræðis­ríkjum og 59 ríki töldust hrein harð­stjórnar­ríki. Af þessum 167 ríkjum var og er Ís­land í hópi ríkja þar sem ríkir fullt lýð­ræði.

Al­var­legra er að þróunin í heiminum hefur verið niður á við sam­kvæmt lýð­ræðis­vísi­tölunni. Þess vegna eigum við að fagna því á laugar­daginn að við erum í hópi þeirra 6,4% íbúa jarðar sem búa við fullt lýð­ræði. Við eigum að vera þakk­lát og brosa til þeirra sem leggja það á sig að bjóða fram krafta sína í stjórn­málum og veita okkur þannig val­kosti, þó svo að okkur kunni að finnast þeir allir ó­mögu­legir. Þess vegna er það borgara­leg skylda okkar að mæta á kjör­stað og kjósa. Ef enginn fram­bjóðandi er nógu góður, þá skilar maður bara auðu. Kjóstu!