Skoðun

Loksins, loksins …

Nú þegar skóflustunga hefur verið tekin að byggingu meðferðarkjarna hefst langþráður kafli í uppbyggingarferli nýs spítala sem hefur tekið alltof, alltof langan tíma. Í meðferðarkjarnanum mun öll aðalstarfsemi Landspítalans fara fram. Þegar byggingin verður tekin í notkun árið 2024 verður öll starfsemi Landspítalans komin á lóð spítalans við Hringbraut. Í framhaldi mun þeirri starfsemi sem fram fer í Fossvogi (gamla Borgarspítalanum) verða hætt.

Með tilkomu meðferðarkjarnans verða gríðarlegar breytingar á starfsemi spítalans sem í kjölfarið mun geta boðið framsæknar og nýjar meðferðir, meiri gæði þjónustu, boðið notendum öflugri þjónustu, boðið heilbrigðisstarfsfólki fullnægjandi starfsaðstöðu um leið og spítalinn mun geta sótt fram á öllum sviðum vegna öflugri starfsemi.

Landspítalinn stendur á tímamótum og forsenda þess að starfsemi spítalans geti þróast áfram og boðið betri og árangursríkari þjónustu er að þessar byggingar rísi í samræmi við núgildandi áætlanir. Staðreyndin er sú að heilbrigðisstarfsfólk hefur kallað lengi eftir umbótum á húsnæði Landspítalans. Tilkoma nýs spítala með fullkominni aðstöðu mun auka gæði heilbrigðisþjónustunnar, þekking heilbrigðisstarfsfólks aukast, aðgengi að þjónustu verður betra, árangur meðferðar verður meiri o.s.frv. Því má fullyrða að þegar þessar framkvæmdir klárast munu gæðin innan heilbrigðisþjónustunnar aukast, m.a. með því að meiri líkur verði á því að okkar vel menntaða heilbrigðisstarfsfólk flytji heim og vilji starfa hér á landi.

Það er saga út af fyrir sig hve miklar tafir hafa orðið á þessari mikilvægu framkvæmd. Sumt á sér eðlilegar skýringar, t.d. hrunið 2008, en annað ekki. Það var hægt að hefja framkvæmdir árið 2013, en sú ríkisstjórn sem þá tók við gerði lítið sem ekkert í þessum málum, nema tefja framkvæmdir.

Það stefnir í spennandi tíma í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Loksins eftir undarlega langan og tafsaman tíma eru framkvæmdir að hefjast við þessa mikilvægu framkvæmd. Til hamingju við ÖLL.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Fyrri dómar MDE
Jón Steinar Gunnlaugsson

Skoðun

Heim til þín, Ísland
Þorvaldur Gylfason

Skoðun

Velkomin í okurland!
Helga Vala Helgadóttir

Auglýsing

Nýjast

Mikilvægt skróp
Kolbrún Bergþórsdóttir

Fag­orða­listar ferða­þjónustunnar
Jóhannes Þór Skúlason og Sveinn Aðalsteinsson

Belja baular í útlöndum
Valtýr Sigurðsson

Óvæntir fundir
Guðrún Vilmundardóttir

Neyðar­bíla­stæði við bráða­mót­töku
Kolbrún Baldursdóttir

Látið ekki Sjálf­stæðis­flokkinn eyði­leggja kjara­við­ræðurnar
Ögmundur Jónasson

Auglýsing