Skoðun

Lóan

Þögn

þögn í myrkrinu

Lóan er farin

hún hefur flúið myrkrið

og engin syngur í köldu myrkri

sem nístir inn að rótum hjartans

Hún söng um það mikilvæga, síðast sumar

þandi lungun, reisti brjóstið, átti rödd

rödd sem söng ljóðin um vorið og væntingarnar

- Tilætlunarsemin! þarna fór hún yfir strikið! - sögðu þau,

- hvernig hún leikur þann leik að ganga fram af fólki og kalla á viðbrögð

- svo hleypur hún fram með látum og galar um ofsóknir og fordóma gegn sér!

- hún leikur sér að því að trana sér fram og troðast hvert sem hún kemst

- einhverra hluta vegna hefur hún alltaf farið í taugarnar á mér

- æ grey frekjufuglinn!

Hún hélt áfram að syngja um það mikilvæga, björtu vonirnar

Lóan sem kemur svo langt að, langt utan úr heimi

Lóan sem syngur framandi frelsissöngva

Og þegar hún hafði sleppt tóninum sögðu þau:

- Er hún nú ekki aftur mætt með hryðjuverkahálstauið sitt og spýr út úr sér hatursgubbinu

- ég sé ekki betur en að 90% af því fólki sem hún sakar um hatur sé í besta falli sekt um að setja fram skoðanir sínar

- já, án þess að ég sé að mæla þessum ummælum bót eða afsaka þau á neinn hátt, þá er þetta nú engan veginn með því grófasta sem ég hef séð

Um þetta voru þau sammála

og þau settu henni reglur:

- Þú, útlendingur og aðkomufugl, sættu þig við að vera hataður!

- já, kyngdu smá hatri, sættu þig við það!

- útlendingar sem ekki treysta sér til þess að kyngja hatri ættu bara að vera áfram þar sem þeir eru best geymdir, heima hjá sér, enda ekki velkomnir hér!

- þú ert ekki velkomin, ljóta Lóa, vertu bara heima hjá þér og þegiðu!

- já, dreptu þig fuglfjandi!

- Já, ógeðslega fuglafýla, ég kem með haglarann á eftir þér!

- já, það ætti að útrýma ykkur öllum!

Um þetta voru þau sammála

og þau settu henni reglur:

- Sýndu okkur umburðarlyndi, ljóti fugl!

- við höfum aldrei elskað þig, og einhvern veginn tekst þér alltaf að fara í taugarnar á okkur!

- þetta er allt þér að kenna, þér að kenna að okkur líður svona ömurlega!

- grenjuskjóða, hættu þessu gali! þú átt ekki að vera til!

Vetrarmykrið er kalt og hatursfullt

og engin Lóa syngur þar.

Samið þann 25. nóvember 2018

Höfundur hefur skrifað umsögn um framkomnar tillögur að breytingum á löggjöf um hatursorðræðu sem má finna á Samráðsgátt stjórnvalda. Slóðin er: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1163&uid=9d07c07a-0ce6-e811-944a-005056850474 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bakþankar

Fjór­menninga­klíkan
Sirrý Hallgrímsdóttir

Skoðun

Pissað í plast­flösku
Sif Sigmarsdóttir

Skoðun

Net, búð og bíll
Kristín Þorsteinsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Hvalurinn í herberginu
Heiða Helgadóttir

Spennið beltin
Hörður Ægisson

Stöndum vörð um hreyfanleikann
Þórlindur Kjartansson

Fátækt fólk
María Rún Bjarnadóttir

At­lögur gegn sjálf­bærni Vest­fjarða
Birna Lárusdóttir

Sex ár á heilsu„hælinu“ - Reynslu­saga
Geir Gunnar Markússon

Auglýsing