Tjáningar­frelsið er á­kaf­lega mikil­vægt. Vonandi erum við sam­mála um það. En ein­mitt þess vegna er á­ríðandi að kunna að um­gangast það. Sú regla gildir einkum og sér­í­lagi um stjórn­mála­menn.

Nýjasta dæmið

Í vikunni sá Ás­mundur víð­förli Frið­riks­son á­stæðu til þess að ráðast á starfs­fólk Ríkis­út­varpsins og nafn­greinda leik­konu úr ræðu­stóli al­þingis.

Til­efnið þarf ekki að koma þeim á ó­vart, sem hafa heyrt Ás­mund tala um út­lendinga, mús­limista og fleira úr þeim ranni.

Honum þótti Ríkis­út­varpið víta­vert af því að Ilmur Kristjáns­dóttir og Gísli Marteinn Baldurs­son töluðu af „dóna­skap“ um for­stjóra Út­lendinga­stofnunar.

Leiðum nú efnis­at­riðin alveg hjá okkur, en Ás­mundi til upp­lýsingar þá er tjáningar­frelsið ein­mitt mikil­vægast fyrir þá sem eru dóna­legir.

Það er ekki til varnar þeim sem tjá ást sína og kær­leik, heldur hinum sem stuða og ögra.

Í þeim til­vikum skiptir það ein­mitt mestu máli.

Skilnings­leysi þing­mannsins á þessari stað­reynd er eitt. Hitt er al­var­legra að hann telji sig – því að hann er þrátt fyrir allt í ein­hvers konar valda­stöðu – að hann telji sig mega blása svona í ræðu­stóli.

Hann má það ekki. Ein­mitt af því að hann er al­þingis­maður og hefur at­kvæðis­rétt um fjár­fram­lög til Ríkis­út­varpsins.

Annar þing­maður, Andrés Ingi Jóns­son, hélt sig lík­lega vera að and­mæla Ás­mundi þegar hann féll í sama pytt með gusu­gangi og lýsti að­dáun sinni á til­teknum dag­skrár­lið í Ríkis­út­varpinu.

Sko. Ás­mundur og Andrés mega hafa skoðun á því sem þeir vilja, en sem al­þingis­menn þurfa þeir að kunna að hemja sig.

Starfinu fylgja nefni­lega tjáningar­mörk. Ef þeir eru ó­sáttir við þau, þá er þeim frjálst að fá sér aðra vinnu og gaspra um Gísla Martein eins og þeir vilja. Eða barna­efni í sjón­varpinu.

Þarf að nefna Brynjar?

Þar er nú annar, sem gerir sér enga grein fyrir stöðu sinni, hvort heldur sem al­þingis­maður eða að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra. Hann blaðrar um Rauða krossinn sem í­gildi pólitískra and­stæðinga, svo ný­legt dæmi sé til­greint.

Við höfum lík­lega mörg til­hneigingu til að fyrir­gefa Brynjari vit­leysuna, af því að hann er húmor­isti og vel meinandi manneskja. En dóm­greindar­leysið minnkar ekki við það.

Og svo þið haldið ekki að þessar at­huga­semdir séu flokks­pólitískar nefni ég eitt dæmi enn:

Þegar Namibíu­málið kom upp krafðist Helga Vala Helga­dóttir þess í þing­sal að eignir Sam­herja yrðu kyrr­settar.

Það er ekki hlut­verk lög­gjafans að heimta kyrr­setningu á eignum fyrir­tækja úti í bæ, hvort sem þau heita Sam­herji eða Sorpa. Til þess höfum við dóm­stóla og eftir at­vikum sýslu­menn.

Þögnin upp­sker að vísu engin læk á Face­book.

En í henni felst listin að halda kjafti, þrátt fyrir rétt­mæta reiði.

Það er einkar mikil­væg list.

Þessir fjórir

Á ný­legum lands­fundi Sjálf­stæðis­flokksins notaði Bjarni Bene­dikts­­son ó­trú­lega langan hluta af ræðu­tíma sínum í furðu­legt rant gegn Frétta­blaðinu.

Ég skil ekki enn rök­semdirnar, hvað þá þörfina eða hvatirnar til þess að ráðast svona að einum fjöl­miðli, en ég veit svo­sum ekki margt.

Veit þó að svona tala ekki stjórn­mála­menn með sjálfs­traust, heldur þeir sem upp­lifa sig um­setna eða of­sótta.

Dæmin eru legíó, en í hugann koma Richard Nixon og Donald Trump. Austan við okkur gæti hugurinn hvarflað til Rúss­lands og Ung­verja­lands.

Nær­tækari er Davíð Odds­son. Árum saman neitaði hann Stöð 2 um við­töl, þótt ekki skorti til­efnin.

Davíð var nefni­lega í nöp við eig­anda stöðvarinnar, eigin­lega með hann á heilanum, eins og fjöl­mörg dæmi sýndu og er ræki­lega skrá­sett. Þess vegna talaði hann ekki við eina sjón­varps­stöð.

Leifarnar af þessari smáu hugsun getið þið séð í Reykja­víkur­bréfum Morgun­blaðsins, sem Matthíasi Johannesen þykir senni­lega ekkert gaman að lesa.

Hugar­heimur Davíðs er kunnug­leg ó­reiða, en það kom ó­þægi­lega á ó­vart að sjá Bjarna Bene­dikts­son bætast í þennan fé­lags­skap hinna ringul­reiðu.

Við hin

Þetta var svo­lítið um tjáningu og þá sem eru í á­byrgðar­stöðum.

Um okkur hin gilda líka nyt­sam­legar á­bendingar. Til dæmis spurningin: Er gagn­legt að ég segi þetta? Gerir það eitt­hvað fleira en að fróa frúst­ra­sjónum mínum?

Einnig sú regla að með réttinum til tjáningar fylgir ekki sam­svarandi kvöð um að opin­bera for­dóma sína og heimsku.

Bara alls ekki.