Skoðun

Líf ertu að grínast?

Þetta er titill lags sem Prins Póló gaf út í apríl en á svo vel við þegar borgarmálin eru rædd. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar birti grein í Fréttablaðinu þann 11. maí s.l. um endurreisn verkamannabústaðakerfisins sem er góðra gjalda vert. Gefum Líf orðið: „Ástandið á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík hefur sýnt svart á hvítu að markaðslögmálin ráða ekki við að leysa húsnæðisvandann. Allt of mikið er byggt af stórum, dýrum íbúðum sem tekjulágt fólk ræður ekki við að kaupa og henta ekki barnafjölskyldum. Svipaða sögu er að segja af leigumarkaðinum.“

Þetta er allt hárrétt hjá Líf borgarfulltrúa og stórkostlegt að þessi yfirlýsing komi fram núna nokkrum dögum fyrir kosningar. Hún er að lýsa algjörri falleinkunn á stefnu Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Þessir flokkar hafa stjórnað borginni samfellt í 8 ár. Íbúðamarkaðurinn í Reykjavík er í rúst eftir þessa flokka. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið í borginni undafarin ár sem gerir það að verkum að lágtekjufólk ver um helmingi ráðstöfunartekna í húsnæði. Er það hæsta hlutfall á Norðurlöndunum samkvæmt greiningu Íbúðarlánasjóðs.

Þetta er bein afleiðing af stefnu meirihlutans í borginni þar sem allt of lítið hefur verið byggt. Skoðum staðreyndirnar.

* Leiguverð hefur hækkað um 23% á s.l. tveimur árum en laun um 10%.

* Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru svifasein og veldur það miklum töfum og viðbótarkostnaði fyrir alla.

* Einungis voru 2.300 íbúðir byggðar í Reykjavík 2010-2017 að báðum árum meðtöldum en þurfti að vera um 3.000 fleiri.

* Gert er ráð fyrir um 2.900 nýjum íbúðum í Reykjavík 2018-2020 samkvæmt spá Samtaka iðnaðarins.

Í grein sinni segir Líf jafnframt að húsnæðismarkaðurinn þjóni ekki fólki heldur fjármagni. Þetta er hárrétt og er afleiðing af þéttingarstefnu núverandi meirihluta. Í greininni lýsir Líf þeirri sýn að byggja upp félagslegt kerfi til að vinna á vandanum. Til lengri tíma gengur það hins vegar ekki upp. Það þarf að byggja fleiri íbúðir og það þarf að byggja hagkvæmar íbúðir þannig að fólk eigi möguleika á því að eignast sitt eigið húsnæði. Breytum um stefnu í vor þannig að húsnæðismarkaðurinn þjóni aftur fólki en ekki fjármagni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bakþankar

Bændur, grípið gæsina!
Jón Sigurður Eyjólfsson

Fastir pennar

Illgresi
Kjartan Hreinn Njálsson

Skoðun

Endurbætur á vegakerfinu aldrei meiri en nú
Sigurður Ingi Jóhannsson

Auglýsing

Nýjast

Stöðugt brotið á mannréttindum aldraðra!
Björgvin Guðmundsson

Biðmál í borginni
Hildur Björnsdóttir

Gróðahugsun
Kolbrún Bergþórsdóttir

Hið ófyrirsjáanlega
Guðmundur Steingrímsson

Mikill léttir
Kristín Þorsteinsdóttir

Steingrímur og gúrkan
Sif Sigmarsdóttir

Auglýsing