Skoðun

Leyniskyttur að leik

Fyrir sex vikum var boðað til mótmælaaðgerða á Gaza svæðinu og víðar í Palestínu sem haldnar hafa verið vikulega síðan og eiga að ná hámaki þegar 70 ára hernáms Palestínu er minnst þann 15. maí. Þann dag eru einnig 70 ár liðin frá stofnun Ísraelsríkis, en í kringum tilurð þess voru meira en 700 þúsund Palestínumenn, helmingur þjóðarinnar, hraktir frá heimkynnum sínum. Ísrael hefur þverskallast við að virða alþjóðleg mannréttindalög og ályktanir Sameinuðu þjóðanna og meinað fólkinu og afkomendum þess að snúa heim aftur. 

Mótmælin bera heitið Gangan mikla fyrir heimkomu flóttafólks. Viðbrögð ísraelskra stjórnvalda voru að gefa leyniskyttum Ísraelshers frjálst skotleyfi á óvopnaða mótmælendur í mörg hundruð metra fjarlægð frá hernum. Leyniskytturnar hafa gert sér að leik að því að myrða og særa mótmælendur, þannig að 52 hafa verið drepnir, þar af mörg börn og 7900 manns særst, mismikið þegar hér er komið sögu. Fjöldi hefur verið skotinn í fótleggi og margir þeirra misst útlimi og eru í brýnni þörf fyrir gervilimi. Borist hefur beiðni um meira efni héðan í gervifætur. Sjúkrahúsin hafa yfirfyllst og hafa mikla þörf fyrir aðstoð og hefur á sama hátt verið beðið um fjárframlög héðan til kaupa á lyfjum og lækningatækjum.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði um þessar aðgerðir Ísraelshers, manndráp, meiðingar og örkuml, að Bandaríkin styddu rétt Ísraels til að verja sig. Það er löngu ljóst að Bandaríkjastjórn tekur einhliða afstöðu með árásarstefnu Ísraels gegn Palestínu og ber fulla ábyrgð á henni með fjárhagslegum, hernaðarlegum og diplómatískum stuðningi. Þannig hindrar Bandaríkjastjórn aftur og aftur með neitunarvaldi hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að gripið sé inn í ofbeldisaðgerðir Ísraels.

Á þriðjudaginn 15. maí munu Palestínumenn á Íslandi og stuðningsmenn Palestínu safnast saman á Austurvelli upp úr kl. 16 og kl. 17 flytja Ögmundur Jónasson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, og Salmann Tamimi tölvunarfræðingur ávörp. Þar verða uppi kröfur um rétt flóttafólks til að snúa heim aftur og rétt palestínsku þjóðarinnar til mannréttinda og friðar í sínu landi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Friðlýsingar á dagskrá
Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Fastir pennar

Svikalogn
Hörður Ægisson

Skoðun

Einu sinni fyrir langa löngu …
Þórlindur Kjartansson

Auglýsing

Nýjast

Bjartur Clinton
María Rún Bjarnadóttir

Hinn hljóði hópur
Vilborg Gunnarsdóttir

Engir tuddar
Kolbrún Bergþórsdóttir

Tíu ár frá hruni
Þorvaldur Gylfason

Lyfja­skortur
Guðmundur Andri Thorsson

Ekki sam­­­göng­­u­m­­át­­inn sem skipt­­ir máli held­­ur sam­­­göng­­urn­­ar
Steinmar Gunnarsson

Auglýsing