Ég var svo heppin að vinna tvo ösku­dags­búninga fyrir börnin mín í leik sem fór fram á á­sjónu­bók. Takk Partý­búðin! Ég sem vinn aldrei neitt fór í gegnum hugann en svo hugsaði ég að­eins um þetta. Ég hef al­deilis unnið í lífinu, börnin mín, maka, vini, fjöl­skyldu, frá­bært starf og fleira.

Þessar hug­leiðingar minntu mig á það þegar ég var yngri, ein­hleyp og barn­laus og hafði á­hyggjur af að von mín um fjöl­skyldu myndi ekki rætast. Ég myndi ekki vinna í því lottói. Ég hefði verið mun ró­legri og notið betur stundarinnar þá ef ég hefði getað séð fram í tímann í kristal­s­kúlu fjöl­skylduna sem ég á í dag. Ég fékk stóra lottó­vinninginn.

Kannski gleymist stundum að njóta þess sem er á vegi okkar þessa stundina vegna hugsana um for­tíðina eða fram­tíðina. Ef við erum með annan fótinn í for­tíðinni en hinn í fram­tíðinni missum við af því mikil­vægasta, núinu.

Líf þar sem við sjáum allt fyrir fram í kristal­s­kúlu er ekki til! Væri það hægt gætum við af­stýrt á­föllum og þyrftum ekki að hafa á­hyggjur. Þannig er raun­veru­leikinn ekki því miður. Við­brögð okkar og á­kvarðanir byggja á þeim upp­lýsingum sem við höfum hverju sinni. Því er mikil­vægt að falla ekki í hugsana­skekkju bak­sýnis­spegilsins að ætla sér að geta séð hlutina fyrir eða geta tekið á­kvarðanir út frá upp­lýsingum sem við höfum ekki þá stundina. Stundum getum við verið vitur eftir á.

Njótum þess sem er hér og nú, lærum af for­tíðinni og vonum það besta fyrir fram­tíðina. Stundum vinnum við, meira að segja á á­sjónu­bók!