Kjartan Henry Finn­boga­son, leik­maður KR, gekk vask­lega fram gegn Víkingi á loka­sekúndum leiksins um helgina og upp­skar rautt spjald fyrir ó­lætin. Kjartan baðst af­sökunar á Twitter og leitaði í ein­kunnar­orð Vals. „Lét kappið bera fegurðina ofur­liði í gær á­samt fleirum. Ekki í lagi og biðst aftur af­sökunar á því,“ skrifaði Kjartan Henry meðal annars. Á brjóst­mynd af séra Frið­riki Frið­riks­syni, sem var reist að Hlíðar­enda árið 1961, standa ein­mitt þessi ein­kunnar­orð sem eiga að vera leiðar­ljós og tak­mark allra Vals­manna í leik og starfi. Og nú KR-inga.

Há­skóli Ís­lands hefur ráðist í alls­herjar yfir­halningu á merki sínu og þar með í­mynd. Í stað grá­myglu­legrar latínu verður opin­bera heitið nú High-School Iceland Connect. Er það gert til að laða að fleiri skipti­nema og út­lenska fræði­menn. Þá verður al­farið hætt að tala um Há­skóla Ís­lands, heldur að­eins sem HÍ, mun það stytta boð­skipti­­leiðir um tugi mínútna á ári. Móttóið verður „Hí á þig“. Þá hefur myndinni af Aþenu úr grísku goða­fræðinni verið skipt út fyrir Loka úr Mar­vel-goða­fræðinni.