Skoðun

Konur eru ekki einsleitur hópur

Konur eru ekki einsleitur hópur og jafnréttisbaráttan má ekki einblína á konur í forréttindastöðu.

Staða kvenna hefur gjörbreyst undanfarin ár. Jafnrétti er síst innan seilingar en flestar njótum við árangurs erfiðis þeirra sem á undan komu. Aðgengi að menntun, völdum og virðingu hefur verið hið stóra baráttumál, enda ekki fyrr en nýlega að konur voguðu sér að taka baráttuna skrefi lengra.

Undanfarnar vikur og mánuði hefur samfélagslegt viðhorf til kvenna og misréttis tekið stakkaskiptum þar sem hver byltingin á fætur annarri opnar augu almennings og okkar sjálfra fyrir misréttinu sem konur verða fyrir dag frá degi, bæði í leik og starfi.

Þá kristallast fjölþætt misrétti í frásögnum kvenna og það er degi ljósara að samtvinnunar er þörf til að tryggja rétt okkar allra. Konur eru ekki einsleitur hópur og jafnréttisbaráttan má ekki einblína á konur í forréttindastöðu. Þéttum raðir okkar og tökum stöðu með láglaunakonum. Tökum slaginn með konum af erlendum uppruna sem kljást við margþætta útskúfun. Stöndum með konum með fatlanir. Hættum meðvirkni með ofbeldismönnum. 

Járnið er heitt. Tækifærið til að koma á breytingum er núna.

Stjórn Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fastir pennar

Tvísýn staða
Hörður Ægisson

Skoðun

Norðurlöndin
Sigurður Ingi Jóhannsson

Skoðun

Það eru ekki allir sveppir hollir
Kári Stefánsson

Auglýsing

Nýjast

Vonandi var hann ekki sannkristinn
Þórlindur Kjartansson

Flóttafólk
María Rún Bjarnadóttir

Lokum skólum en leyfum sjúkrahús
Ebba Margrét Magnúsdóttir

Aðför að tjáningarfrelsi
Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir

Vor í Reykjavík
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Fyrri dómar MDE
Jón Steinar Gunnlaugsson

Auglýsing