Það er sérkennilegt á okkar tímum að vitna svo marga sjá Harry og Meghan skemma konungsveldið með því að tjá sannleika sinn um reynslu sína innan þess.

Ég sé þau hjón bara vera að gefa því veldi og kerfi tækifæri til að þróast og sníða kröfur innan þess í takt við það hvernig viðhorf eru í dag til persónulegs þroska, og því að einstaklingar fylgja köllun sinni.

Ég vitnaði og upplifði líka óhollustu þess að láta kúga sig í hlutverk sem einstaklingarnir óskuðu ekki eftir, og hvernig það getur svo litað og haft erfið áhrif niður kynslóðir.

Ég man eftir einstaka fréttaefni eða tilkynningum tengdum Bresku Konungsfjölskyldunni, og sá Elísabetu þá alltaf sem konu sem væri mjög ósveigjanleg með stífa efri vör. Ég var aldrei konungs sinnuð. Mig dreymdi aldrei um að vera prinessa eða tilheyra því liði. Af einhverjum ástæðum var ég með þá tilfinningu í innsæi mínu að hvernig Breska Konungsfjölskyldan var sett upp í fjölmiðlum væri fölsk mynd. Og að því sem haldið var fram um þau sem svo fullkomin væri ósönn.

Svo eftir að flytja til Samveldislands sem Ástralía er ein af, þá fór sú tilfinning mín að birtast sem helber sannleikur. Því í ljós kom að mannverur í því liði og fjölskyldu eru of hafa alltaf verið eins marglit og mannleg og hverjar aðrar mannverur á jörðu. Hér var efni í sjónvarpi sem staðfesti það.

Það sem ég skynjaði um hvernig hegðunar væri vænst í því veldi var um að leika hlutverk, en einstaklingunum ekki leyft að vera þær mannverur sem þær væru í raun. Tilfinning mín um að fólkinu í því liði væri meira og minna ætlað að afneita sjálfum sér og haga sér eins og þau væru í strekkingarjakka.

Eftir að sjá og heyra hið umbreytingamikla viðtal sem haft var við Díönu um líf sitt innan hirðarinnar var svo það sem setti liðið út úr Goðsagnarheimi og inn í mannheima. Þá fékk ég áhuga fyrir þeim sem mannverum, en ekki af neinni hrifningu af Kóngaveldinu eða því sem ætlast var til, og er enn ætlast til af þeim sem tilheyra hirðinni og sem ráða sig í vinnu til hennar.

Svo fór æ meiri sannleikur að koma upp á yfirborðið um ótal einstaklinga sem voru og eru hluti af því liði, þeirri fjölskyldu og þau að lýsa þessari strekkingarjakka upplifun og kröfu á þeim sem þeim leið illa í..

Nú í anda annarra tíma þegar æ fleiri vinna í að læra hver þau séu í raun og fylgja köllun sinni fyrir líf sitt og það gerist líka innan þessarar kóngaættar og hefur gerst í gegn um aldirnar þó að það hafi verið þaggað niður áður en allir þessir fjölmiðlar urðu til og æ fleira kom upp í ljósið um þau eins og ótal aðra. Þá er ekki réttlátt að ætlast til að einstaklingar samþykki að bæla allt sem þau eru til að skaffa stífa efri vör til að halda í falska goðsögn um það kerfi.

Viðtalið við Díönu opnaði Pandóru boxið fyrir heiminn að læra af

Viðtalið við Díönu Prinsessu var opnun á svaka miklu Pandóru boxi um hvað og hvernig lífið væri innan hallarinnar, og gervi yfirborðs verðgildin sem væri ógerlegt að láta sér líða vel við, nema ef mannveran er ánægð í þeim veruleika.

Hún var í raun á vissan hátt fengin og ákveðið að hún væri það besta fyrir Karl og þeim skipað að giftast af því að drottningin vildi erfingja frá elsta syninum, sem heimurinn veit að var í raun ástfanginn í annarri konu, henni Camillu Parker Bowls. Konu sem Karl elskaði fyrir það hver hún var hið innra en Elísabetu drottningu fannst hún ekki nógu flott kona fyrir hirðina. Við sjáum auðvitað núna að þau eru svo rétt fyrir hvert annað.

Það brúðkaup við Díönu var sorgleg uppskrift eins og flest eða öll þvinguð hjónaband eru í raun. En persónuleiki hinnar sigraði hjörtu heimsins sem aðrir í hirðinni hafa ekki endilega náð að gera á sama hátt og hún.

Það er svo ljúft að vitna að synirnir höfðu nægt innsæi og tilfinningar og gáfur til að setja doppurnar saman um sögu foreldra sinna. Þeir lærðu sína lexíu og voru staðráðnir í að láta engan gera sér slíkt. Jöfnun þess óréttlætis gerðist með viðtalinu og Konungsveldið fékk sinn réttláta skammt af afhjúpun frá henni.

Systir Elisabetar var ekki ánægð að fylgja þykjustu leiknum og listinn er langur af ættmennum og börnum Elísabetar sem sýnir að það sé ekki hollt að ætla fólki að leika hlutverk fyrir veldið, sem sé ekki í réttum hrynjanda fyrir þau.

Það væru hinsvegar ábyggilega milljónir einstaklinga í Breska samfélaginu sem myndu elska að fá hlutverk til að sinna þeim mannamótum sem kerfið þarf að sé unnið af því, og hefðu það í eðli sínu að gera það rétt og vel.

Ég hef fullan skilning og samkennd með tilfinningum Harry´s og Meghan um líf þeirra í því kerfi. Og var líka ánægð að lesa að Vilhjálmur hafði sagt að hann myndi taka sinn tíma til að finna konu sem væri rétt fyrir hann. Það hafa þeir báðir gert en eru ólíkir einstaklingar með ólíkan tilgang fyrir líf sín.Vilhjálmur hefur meðtekið að vita að hann gæti orðið kóngur og er að bíða sinn tíma við það sem er rétt fyrir hann að gera og þau hjón láta mikið gott af sér leiða við hugðarefni sín um andlega heilsu.

Næsta „Díönu játning“ kom svo frá Harry og Meghan

Harry hefur nú enn og aftur staðfest þá tilfinningu sem ég fékk alltaf við að sjá Elísabetu í sjónvarpinu á Íslandi, og líka fyrst eftir að koma hingað.

Ég hef aldrei verið „Royalist“ eða heilluð af konungskerfinu. Og er það af því að ég sé það sem ansi ómanneskjulegt kerfi með tilætlunarsemi við fólkið sem trúlega verður æ erfiðara að fá þau til að lifa við á okkar tímum.

Mismunurinn með Harry og Meghan miðað við Díönu er að Meghan vissi mun meira um það hver hún var og er, og hvað drífur hana í lífinu, enda frá móður sem er félagsráðgjafi og þá með mikinn skilning á mikilvægi þess fyrir konur að þekkja sjálfar sig og hafa sjálfsþroska og styrk til að standa með sér og sínum.

Það að Meghan fékk ekki einu sinni stuðning þegar hún var með barnsburðarþunglyndi af því að það „Liti ekki vel út fyrir konungsveldið“. Lýsir viðhorfi sem greinilega er enn í gangi innan þess kerfis að halda í blinda goðsögn um meðgöngu. Ástand fullkomnunar í þeim kringumstæðum sem hafa aldrei staðist fyrir öllum konum, þó að þær hafi þráð barnið sem þær ganga með. Ég þekki þá upplifun sjálf.

Barnsburðar líffræðin þarna inni er flókin og getur sett allskonar hornóna og önnur efni þar inni í uppnám fyrir konuna, þegar barnslíkaminn þarna inni er að raða sér upp fyrir lífið. Ástand sem skapar þá vanlíðan. Og fyrir hana að hafa annan húðarlit og kannski upplifa að hún væri ekki séð eins og átti að vera, er erfitt tilfinningalegt ástand.

Breska Konungsveldið hefur haldið í þá óhollu skoðun að tilfinningar séu ekki velkomnar eða réttar. En dauði Díönu breytti því við þann hörmulega atburð. Þá fór heimurinn að sjá mýkri hlið á Elísabetu.

Ég lifði líka við þau hörðu viðhorf á Íslandi að það væri aumingjaháttur að láta aðra sjá sig fella tár. Ég hef því auðvitað samkennd með Harry og Meghan frá því sjónarmiði. Ég er ekki nærri því ein um það því að ég sé tjáningu um það í fjölmiðlum og tala líka við fólk sem hefur þann skilning.

Þess vegna er ljúft að sjá þau ungu hjón og heyra tjá sannleika sinn um upplifun innan Konungshallarinnar, og hvers sé vænst af kóngafólki. Væntingar sem eru ómannúðlegar. Kerfi hirðarinnar getur trúlega rúllað áfram með að koma inn í nútímann um tilfinningar og ýmis önnur mannúðlegri viðhorf sem fólk væntir í dag.

Hvort sömu hörðu væntingar séu í gangi í öðrum konungsveldum heims veit ég ekki, af því að þær eru ekki nærri eins mikið í fjölmiðlum.

Svo er áfallastreita nýtt orð og skilningur kominn um hvað slíkt gerir fólki og synir Díönu og Karls hafa svo sannarlega fengið sinn skammt af því, við öll lætin í kring um hana, og frá slæma hjónabandi foreldra sinna. Það er auðvitað eðlilegt að þeir bregðist við því hver á sinn hátt, Vilhjálmur og Harry.

Harry er yngri og áfallið og sorgin verið ólýsanleg fyrir þá báða að sjá mömmu sína deyja, en hann sem sá yngri hugsanlega farið ver út úr því tilfinningalega og hefur lýst því að faðir hans hafi komið eins fram við hann og Elísabet kom fram við Karl sem barn.

Þannig rúllar margt niður í fjölskyldum. Veruleiki sem fáir skildu í þá daga, en Harry náð að skynja, sjá og læra um vegna svo mikillar vinnu með hermönnum með mikla reynslu af áfallastreitu í leikunum Invictus. Svo er hann með annan persónuleika og tilfinningalegar þarfir en bróðir hans.

Mannverur versus hirðir, hirðir eru fullar mannverum, svo hvernig er hirð þá hjálpað með meiri mannúð. Hvernig konungsvald virkar með ríkisstjórn er ekki það sem hér er um að ræða.

Matthildur Björnsdóttir Adelaide, Suður Ástralíu.