Skoðun

Kolefnisjöfnun ódýrari en þú heldur

Starfsemi fyrirtækja mengar. Mismikið, en það verður ekki í nokkrum rekstri komist hjá því að losa koldíoxíð og verða þannig hluti af því grafalvarlega vandamáli sem loftslagsbreytingar eru í heiminum í dag. Úrgangur, orkunotkun og manna- og vöruflutningar með bílum, skipum eða flugvélum mynda útblástur sem hefur neikvæð áhrif á umhverfið. Það þýðir þó ekkert að leggjast í kör yfir því heldur geta fyrirtæki á tiltölulega einfaldan hátt mælt útblásturinn og sett sér markmið um að minnka hann – og kolefnisjafnað það sem út af stendur. Það hefur verið valkostur í mörg ár og leiðunum sem hægt er að fara við það fer fjölgandi.

Kolviður, sem býður fyrirtækjum að borga fyrir gróðursetningu trjáa á Íslandi, tók til starfa árið 2006 og í gegnum nýstofnaðan Votlendissjóð er hægt að kolefnisjafna með endurheimt votlendis. Þá hefur Landgræðslan verið fyrirtækjum innan handar við að ráðast í landgræðsluverkefni og skrá árangurinn í grænt bókhald. Það eru þó hlutfallslega mjög fá fyrirtæki að nýta sér þessa möguleika. Hvað veldur? Ég get mér þess til að margir sjái fyrir sér að kostnaðurinn og fyrirhöfnin við mælingar og kolefnisjöfnun séu of mikil. Ég get mér þess líka til að raunkostnaður og -fyrirhöfn séu ofmetin.

Hjá IKEA á Íslandi höfum við reynt að sinna umhverfismálum vel og þar hefur orðið stigmögnun undanfarin ár eins og hjá fleirum. Þörfin er einfaldlega orðin það aðkallandi að stórfyrirtæki geta ekki setið hjá og látið sig málið ekki varða. IKEA á Íslandi var eitt 104 fyrirtækja sem skrifuðu undir loftslagsyfirlýsingu Festu, samtaka um samfélagsábyrgð fyrirtækja, og Reykjavíkurborgar sem gerð var í tengslum við Parísarsamkomulagið 2015. Í kjölfarið hófum við vinnu við að kortleggja kolefnisfótsporið, og í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Klappir var fyrsta kolefnisuppgjörið unnið í fyrra. Við höfum nú kolefnisjafnað allan útblástur fyrir árið 2017 – 13 árum á undan kröfum IKEA á alþjóðavísu. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að hafa stigið þetta skref en sá lærdómur sem við getum meðal annars dregið af ferlinu – og það sem varð kveikjan að þessum greinarskrifum – er að ferlið var ekki eins flókið og kostnaðarsamt og búist var við.

Fyrir fyrirtæki í góðum rekstri er kostnaður við útreikning á kolefnisfótspori og kolefnisjöfnun óverulegur og það er í raun sláandi að ekki fleiri fyrirtæki leggi á þetta áherslu. Það er auðvitað flóknast og dýrast í upphafi en það eru fjölmargir sem veita ráðgjöf við slíkt og má benda á Festu sem vettvang fyrir þá sem vilja aðstoð við að stíga fyrstu skrefin. Fleiri þurfa að stíga þessi skref og við getum vottað að þau eru ekki eins þung og margur heldur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Birting dóma þegar þolendur eru börn
Salvör Nordal

Skoðun

Samtal um snjallsíma
Valgerður Sigurðardóttir

Fastir pennar

Tækifæri
Kjartan Hreinn Njálsson

Auglýsing

Nýjast

Jón eða séra Jóna
Haukur Örn Birgisson

Alls kyns kyn
Guðmundur Steingrímsson

Dagskrárvald í umhverfismálum
Guðmundur Andri Thorsson

Ákall æskunnar
Kolbrún Bergþórsdóttir

Þorsteinn drómundur
Óttar Guðmundsson

Kæri Jón
Sif Sigmarsdóttir

Auglýsing