Geor­ge Floyd var myrtur af lög­reglu­manni í Minnea - polis í síðustu viku. Þetta er sorg­leg en þörf á­minning um að það geti enn verið ban­vænt að vera dökkur á hörund á Vesturlöndum árið 2020. Eðli­leg viðbrögð margra var reiði sem fólk sýnir í verki með mót­mælum, sem mest­megnis hafa verið friðsam­leg. Því fer fjarri að þetta komi okkur ekki við og sé að­eins vanda­mál Banda­ríkjanna.

Fordómar eru al­þjóð­legt vanda­mál sem er að ýmsu leyti dulið, ekki síst hér á landi. Bæði vegna þess að fjöl­breytni hér er lítil, auk þess sem birtingar­myndir fordóma eru svo lúmskar að þau sem fyrir þeim verða eru oft þau einu sem verða þeirra vör.

Banda­rískir lög­reglu­menn eru t.d. lík­legri til að beita svart fólk valdi en hvítt, vegna sömu hátt­semi. Megin­þorri þeirra myndi samt ekki líta á sig sem for­dómafulla.

Við þessar að­stæður er mikilvægt að hafa góða leið­toga sem hlusta á ó­á­nægju og grípa til raun­veru­legra að­gerða til að bæta úr þeim aug­ljósu vanda - málum sem sam­fé­lagið stendur frammi fyrir. Því miður er því ekki að heilsa í Banda­ríkjunum.

For­setinn hefur dýpkað þá gjá sem er á milli fólks og ýtt undir harðari átök. Hann lét bók­staf­lega kné fylgja kviði. Hvaða lær­dóm getum við, sem erum í for­réttinda­stöðu, dregið af þessu? Það skiptir máli hvað maður kýs, þetta er ekki bundið við Banda­ríkin, það væri hollt fyrir ís­lenskt sam­fé­lag að auka hér fjöl­breytni, við þurfum að gera okkur grein fyrir vandanum og leggja okkar af mörkum.