Ó­líkt þing­kosningum virðast kjós­endur oftar flykkja sér um til­tekinn ein­stak­ling eða eitt af­markað mál­efni í kosningum til sveitar­stjórna.

Per­sónu­fylgi fram­bjóð­enda skemmir vissu­lega ekki fyrir í þing­kosningum en það vinnur sjaldnast kosningar á sama hátt og á sveitar­stjórnar­stiginu. Skýrasta dæmið um þetta er lík­lega Jón Gnarr. Í yfir­standandi kosninga­bar­áttu má einnig benda á Guð­mund Árna Stefáns­son sem virðist á góðri leið með að breyta Hafnar­firði í krata­bæ á ný eftir langa valda­tíð í­haldsins.

Hitt sem ein­kennir gjarnan sveitar­stjórnar­kosningar er að eitt til­tekið stór­mál hel­tekur hrein­lega um­ræðuna. Frjálsir kettir, flug­vellir, stór­iðja, borgar­lína, svif­brýr, neðan­sjávar­göng og upp­blásin í­þrótta­hús. Það hefur verið mál manna í að­draganda komandi kosninga að bar­áttan um borgina sé venju fremur dauf­leg og tíðinda­lítil. Ekkert til­tekið stór­mál hefur í raun náð sér­stöku flugi og stefnu­mál flokkanna virðast heilt yfir ekki ná til kjós­enda. Kosninga­bar­áttan snýst þannig í raun og veru ekki um neitt sem hönd er á festandi.

Þar sem mál­efnin skortir virðast borgar­búar hafa fátt annað að tala um en vaxandi ör­væntingu Sjálf­stæðis­flokksins, sem hefur hvorki náð vopnum sínum með mann­skap né mál­efnunum. Leið­togi flokksins virðist hafa tak­markað per­sónu­fylgi og miðað við gengi meiri­hluta­flokkanna í könnunum telja kjós­endur borgina virka nú þegar.

Þannig virðast þeir flokkar sem mynda nú­verandi meiri­hluta helst njóta slag­orðs Sjálf­stæðis­flokksins, Reykja­vík sem virkar. Þótt mál­efna­skrár meiri­hluta­flokkanna hafi engan á­huga vakið hjá kjós­endum hafa þeir þrátt fyrir allt meira að bjóða en aðrir flokkar: Þeir leggja verk sín í dóm kjós­enda á kjör­dag.

Fram­sóknar­flokkurinn þarf heldur engin mál­efni til að ná árangri að þessu sinni. Stefna Fram­sóknar­flokksins í Reykja­vík er Einar Þor­steins­son. Sam­kvæmt nýrri könnun Frétta­blaðsins nýtur hann jafn­mikils stuðnings sem næsti borgar­stjóri og Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins.

Sam­kvæmt könnunum ber sitjandi borgar­stjóri höfuð og herðar yfir aðrar per­sónur í þeirri vin­sælda­kosningu sem bar­áttan í Reykja­vík er að þróast út í, enda sýnir Sam­fylkingin fátt annað en hann. Dagur nýtur þess að vera ó­um­deildur leið­togi í eigin flokki og njóta trausts í röðum sam­starfs­flokkanna. Nú eru þrír dagar til stefnu fyrir leið­togana til að heilla borgar­búa. Það verður kjör­þokki þeirra sem ræður á kjör­dag.